Follow @HannesJohnson

September 25th, 2007 @ 21:17 |

I am not taxi – Tumblr linka blogg

The IT Crowd eru snilldar þættir – þetta er clip úr nýjustu seríunni sem allir verða að tékka á (hvort sem þú ert nörd eða ekki). Fáránlega gott spoof af anti-piracy auglýsingunni sem maður sér þegar maður leigir sér DVD.

Þetta video var í boði I am not taxi sem er smá Tumblelog sem ég setti upp. Þeir sem fylgjast vel með twitter síðunni fengu sneak preview fyrir nokkrum dögum – en núna er ég officially búinn að opna þessa síðu. Ég er að nota Tumblr kerfið til að keyra þetta “linka blogg” – þetta er nokkuð nett kerfi til að henda inn linkum, video, myndum, quote-um eða einhverju öðru sem maður vill rétt skella inn án þess að skrifa eitthvað mikið í kringum það (eins og maður myndi kannski gera á venjulegu bloggi). Ég ætla að nota þetta til að pósta video-um og öðru skemmtilegu sem ég rekst á.

Þeir bjóða upp á svona custom domain name möguleika og ég ákvað að setja upp sérstakt subdomain (ísl. undirlén) fyrir þetta: iam – sem (ásamt heitinu “I am not taxi”) vísar í official station söguna góðu. Það tók mig samt smá stund að átta mig á hvernig ég ætti að setja þetta custom dót upp – af því að samkvæmt leiðbeiningum þeirra átti maður að breyta stillingum þar sem lénið er skráð (hjá domain registrar). Var að prófa það fram og til baka en það var ekki að virka.

Áður en ég fer út í frekari tæknilýsingar fáum við örstutt innslag frá hressum Finnum:

And we’re back…
Þannig að ég loggað bara inn á DreamHost [ btw, hérna er kóði/discount coupon til að fá $50 afslátt: FITTYBUCKS ] og fór í Domains > Manage Domains. Þar smellti ég á Add New Domain / Sub-Domain og bætti við léninu iam.officialstation.com – þá gat ég smellt á DNS linkinn við nýja lénið og bætt við nýju Type: A record með Value: 72.32.231.8 — Ákvað bara í gamni að henda þessu info með ef svo skemmtilega vildi til að þetta myndi gagnast einhverjum :)

Smá viðbót: OK, þetta var víst ekki alveg nóg. Sumir voru að fá “Index of /” þegar þeir fóru á http://iam.officialstation.com/ þannig að ég ákvað að kanna þetta betur. Svo virðist sem það hafi verið að valda smá conflict af því að ég var ennþá að hýsa iam.officialstation.com hjá DreamHost – sem þýddi að stundum var fólk sent á DreamHost IP addressuna og stundum á Tumblr IP addressuna. Þannig að ég þurfti bara að smella á “Delete” í “Web Hosting” dálknum hjá “iam.officialstation.com” og þá ætti þetta að virka fínt eftir nokkrar klst. — Ég hefði víst upprunanlega bara átt að fara í DNS stillingarnar undir “officialstation.com” og bæta þar við “Type: A record” fyrir “iam”.

Maður getur ekki talað um sniðug video án þess að nefna snilldar seríu frá R. Kelly: Trapped in the Closet – alveg 22 kaflar/þættir í seríunni með endalaust af plot-twistum… kafli 9 er rosalegur ;)

Síðan er bara að tékka á I am not taxi fyrir fleiri video og annað sniðugt. Ég reyndar hef áhyggjur af því að Tumblr kerfið býður ekki upp á comment möguleika – og þar sem lesendur mínir eru svo óðir í að kommenta á allt og alla þá verður fólk bara að býða þangað til ég pósta hérna svona “best of” færslum með nokkrum video-um.

Það er möguleiki að það sé einhver DNS (dótið sem tengir lén við IP addressur) böggur – þannig að látið mig endilega vita ef þið lendið í vandræðum með að komast á http://iam.officialstation.com/

Just because I rock doesn’t mean I’m made of stone.
Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2017 Hannes · Hafðu samband / Contact me