Follow @HannesJohnson

November 16th, 2008 @ 23:38 |

Ég er Hannes Smárason – Big Pimpin

Útvarpsstöðin X-ið er búin að vera með leik í gangi þar sem fólk átti að senda þeim tölvupóst með subject-inu “Ég er Hannes Smárason” – svona nett djók til að gera grín að þessum útrásarvíkingum. Mér finnst ekki leiðinlegt að taka þátt í leikjum þannig að ég sendi þeim póst. Svo núna síðasta föstudag í kringum 16 fékk ég símtal – og svaraði “Hannes” og þá spurði viðkomandi “Hannes Smárason?” … ég var s.s. dreginn út í þessum leik og vinningurinn var ekki af verri endanum. X-ið vildi hjálpa fólki að lifa í eitt kvöld eins og þessir útrásarvíkingar og dagskráin hljóðaði upp á pizzu-veislu á Eldsmiðjunni og eftir það væri það limmó sem færi með liðið á Bar 11 í bjórveislu.

Þannig að ég fór snemma úr vinnunni til að ná í gjafakortið á Eldsmiðjuna og síðan hafði ég samband við crew-ið til að bjóða þeim í bling-bling, big pimpin kvöld. Við hittumst á Eldsmiðjunni, borðuðum pizzur eins og þær gerast bestar og svo hringdi ég á limósínuna. Stuttu seinna kom hvíti risastóri stretched Hummer-inn sem rúntaði með okkur um bæinn.

Það er hægt að segja að við vöktum töluverða athygli – sérstaklega hjá túristunum sem hafa ekki heyrt annað en það sé allt í rugli hérna og Ísland að fara á hausinn. En þá koma bara einhverjir vitleysingar rúllandi niður Laugarveginn á stærsta limmó landsins.

Síðan þegar við vorum búnir að krúsa í svona ca. klukkutíma stoppaði bílstjórinn á Hverfisgötu og við fórum á Bar 11 þar sem var bara ókeypis bjór (og 1, 2 staup) á línuna …eða svona þangað til þeir köttuðu á okkur í kringum eitt leytið. En þá hélt partýið bara áfram á öðrum stöðum borg óttans.

Þetta var í fyrsta skipti sem ég hef farið í limósínu – þetta var algjör snilld og vissulega tók ég nokkrar myndir…

Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me