Follow @HannesJohnson

October 16th, 2009 @ 3:12 |

Iceland Airwaves 2009 – Day 2 – góð tónlist, góðar myndir

Tónlistar-orgían heldur áfram… dagur 2 af Airwaves. Við mættum fyrst í Hafnarhúsið/Listasafn Reykjavíkur þar sem Lights on the Highway voru nýbyrjaðir. Mjög gott íslenskt rokk – var virkilega að fíla síðasta lagið sem þeir tóku, algjör snilld, veit bara ekki hvað það heitir :)

Á meðan það var verið að hreinsa til og setja upp græjurnar fyrir næstu hljómsveit hoppuðum við yfir í Sódóma þar sem Króna voru að spila. Stoppuðum nú stutt þar en áður en við fórum aftur í Hafnarhúsið ákváðum við að rétt líta á Motoboy sem var á Batteríinu. En það entist ekki lengi, vorum þarna í kannski 1-2 mínútur… ekki alveg okkar tebolli. En þetta er það sem er svo magnað við Iceland Airwaves hátíðina, maður getur auðveldlega samplað á hinni og þessari tónlist… það er aldrei að vita nema maður detti niður á eitthvað gott.

En við hentum okkur inn í Listasafnið þar sem Dikta voru að byrja. Gott stöff, fíla þá live, standa sig alltaf með prýðindum. Þeir eru víst að koma með nýja plötu, kannski að maður kaupi sér hana. Við biðum rólegir eftir næsta atriði sem var Choir Of Young Believers – dönsk hljómsveit, spilaði rokk í hægari kantinum en það var samt stundum ágætur kraftur í þessu – en enginn head banging/partý hressleiki.

Síðan var það síðasta bandið í Listasafninu: When Saints Go Machine – þeir voru ekki alveg að heilla mig í byrjun en þeir unnu sig upp í góða stemmningu og enduðu í hressu partý stuði – vel dansvæn tónlist.

Næst tékkuðum við á Kidcrash á Sódóma – hardcore rokk með moshpit og alles. Eftir að það var búið vorum við ekki alveg vissir hvert ætti að halda næst – tékkuðum á dagskránni og ákváðum að tékka á einhverju Bodi Bill dóti á NASA. Maður vissi ekkert um þessa hljómsveit og hafði ekki hugmynd við hverjum maður ætti að búast við. En þeir komu mjög skemmtilega á óvart – þetta voru 3 hressir Þjóðverjar sem spiluðu gífurlega hresst og hart elektró, en nokkuð melódískt.

Þetta var góð tónlistarveisla ..og þetta er bara rétt að byrja.
Tók helling af myndum…

Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me