Follow @HannesJohnson

October 17th, 2009 @ 21:27 |

Iceland Airwaves 2009 – Day 3 – part 1 – photos, baby!

Dagur 3 af þessari mögnuðu tónlistarhátið sem Iceland Airwaves er. Fór beint úr vinnunni til að tékka á smá off-venue í Nikita búðinni. Það var norskt þema í gangi, eitthvað búið að breyta dagskránni þannig að The New Wine spiluðu fyrst í staðinn fyrir Kakkmaddafakka. Það var reyndar einhver töf, trommusettið var ekki mætt. En maður slakaði bara á og gæddi sér á Kalda í boði hússins. Þeir byrjuðu síðan loksins… ágætis stöff, rokk í hressari kantinum. Maður lét eitt gigg nægja og hélt heim í kvöldmat… en það var ekki stoppað lengi – maður hélt aftur út til að hefja kvölddagskrána.

Maður mætti ferskur beint í Listó til að tékka á The Drums – jolly surf rokk í gangi, gott stöff. Næst voru það norsku Casiokids – gott partý stuð… Þeir náðu aldeilis að pumpa upp stemninguna – komu með maskot, gaur í bjarnabúningi/górillubúningi sem kom með risablöðrur og pumpaði upp mannskapinn, tók smá crowd surf og lét almennt öllum illum látum.

Mér finnst miklu betra þegar það eru blá ljós á sviðinu – það koma miklu betri/flottari myndir heldur en þegar það er t.d. rauð ljós.

Ég tók svo margar ljósmyndir þetta kvöld að ég skipti þessu niður í 2 parta.