Follow @HannesJohnson

April 21st, 2009 @ 1:28

Akureyri 2009 – GusGus tónleikar í Sjallanum – part 1

Þá var það aðal tilgangur ferðarinnar – GusGus tónleikarnir í Sjallanum. Við krössuðum eitthvað fyrirpartý og rifum í lyftingagræjurnar. Síðan var það bara leigubíll í Sjallann…

Þegar við mættum var einhver DJ í gangi, hugsanlega Oculus. Stemmningin minnti svolítið á menntaskólaball – meðalaldurinn þarna var ekki mjög hár.

Það er sko meira »

April 18th, 2009 @ 21:52

Akureyri 2009 – gíra sig upp fyrir GusGus – model photo sessions

Eftir matinn á Friðrik V þá var næst á dagskrá tónleikar GusGus í Sjallanum.

Við fórum aftur upp á gistiheimilið til að gíra okkur upp, skipta um föt og svona… og reyna að finna eitthvað fyrirpartý. Á meðan tók maður smá myndavéla flipp ;)

Það er sko meira »

December 5th, 2008 @ 0:09

Iceland Airwaves 2008 – video recap

OK, það er nokkuð síðan Iceland Airwaves 2008 lauk. En ég er smám saman búinn að vera setja video sem ég tók upp á netið.

Ég er að nota Vimeo af því að ég er að fíla viðmótið þar betur, spilarinn er flottari, meira clean og skemmtilegra heldur en hjá YouTube. Reyndar einn galli við Vimeo að maður getur bara upload-að 500MB á hverri viku (nema maður kaupi Pro account) – á meðan það er unlimited hjá YouTube.

Jæja, náðu þér í popp og kók… njóttu:

Day 1


Biffy Clyro – Who’s got a match @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Biffy Clyro – Mountains @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Biffy Clyro – Living is a problem because everything dies @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]

Day 2


Fuck Buttons @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Gus Gus @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Gus Gus – Moss @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Gus Gus – Moss (part 2) @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]

Day 3


Kap10Kurt @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Familjen live at Tunglið @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Familjen – Huvudet I Sanden (part 1) @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Familjen – Huvudet I Sanden (part 2) @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Familjen – Det Snurrar I Min Skalle (part 1) @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Familjen – Det Snurrar I Min Skalle (part 2) @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Familjen – Det Snurrar I Min Skalle (part 3) @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Familjen – Det Snurrar I Min Skalle (part 4) @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Gus Gus (Instrumental) – Dance You Down @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Gus Gus (Instrumental) – David @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Simian Mobile Disco (DJ set) @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Simian Mobile Disco: MGMT – Kids (part 1) @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Simian Mobile Disco: MGMT – Kids (part 2) @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Simian Mobile Disco: MGMT – Kids (part 3) @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]

Day 4


Munich – The Young Ones @ Iceland Airwaves 2008 (off venue)
[Horfa á stærri útgáfu]


Yelle – Je Veux Te Voir – Live @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Yelle – Ce Jeu – Live @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Yelle – À Cause Des Garçons – Live @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]

Jahá… þetta voru nokkur video. Ef ég reiknaði þetta rétt þá eru þetta allt í allt 16 mínútur og 53 sekúndur. Nokkuð gott – fínasta stuttmynd :)

Bestu tónleikar Airwaves 2008? Hmm… ætli það sé ekki Familjen, PNAU og Yelle – það var mesti krafturinn í þeim, mesta partýið – þótt Tunglið sé nú ekkert fáránlega hentugur tónleikastaður. Hefði verið alveg allt í lagi að losna við þenna troðning, ýting og svitabað – en það er náttúrulega bara stemmning í því ;)

Til gamans má geta að miðinn kostaði í ár 8.900 kr. – árið 2006 kostaði hann 6.900 kr. og hann hefur líklega kostað svona 7500-8000 árið 2007. Það er spurning hvað miðinn á Iceland Airwaves 2009 muni kosta… 10.900 kr.? 14.900? 19.900? ;)

Óskalistinn minn fyrir Iceland Airwaves 2009 hljóðar upp á: MSTRKRFT, The Bloody Beetroots, Steve Aoki… fleiri? Já, Little Boots (sem átti að vera núna á Airwaves 2008).

Ljósmyndirnar frá Airwaves ’08 eru hérna: Dagur 1, dagur 2, dagur 3 og dagur 4. Þetta mun hafa verið allt í allt 527 myndir, nokkuð gott :)

Hérna eru nokkrar velvaldar:

Fuck Buttons á fullu

Fuck Buttons á fullu

Purple Gus Gus

Purple Gus Gus


Gus Gus voru með klikkað ljósashow

Gus Gus voru með klikkað ljósashow

Rave stemmning í snjókomunni

Rave stemmning í snjókomunni


Let it snow

Let it snow

Söngvari Young Knives í góðri sveiflu

Söngvari Young Knives í góðri sveiflu


President Bongo í swirl effect

President Bongo í swirl effect

Kúl ljósa effect

Kúl ljósa effect


Töff partý mynd

Töff partý mynd

I like electro, I like retro, I like ghetto, house and techno.
October 18th, 2008 @ 22:00

Iceland Airwaves 2008 – day 3 – elektró partý á Tunglinu – myndir

Þriðji dagur Iceland Airwaves ’08, húrra fyrir því. Maður fór beinasta leið á Tunglið og var þar allt kvöldið – nokkuð heppilegt þegar það er góð dagskrá allt kvöldið á einum stað, þá þarf maður ekki að vera hlaupa á milli tónleikastaða og bíða í biðröð í skítakulda. Við mættum kringum 21 og þá voru BB & Blake að klára settið. Maður sá á einum vegg þarna dagskrána fyrir kvöldið og það var örlítið öðruvísi en plan-ið í official schedule bæklingnum sem maður var að nota til að plana Airwaves kvöldin. Það var búið að breyta tímasetningunum aðeins, taka út Michael Mayer og bæta við Kap10Kurt. Veit ekki af hverju…

Þótt það hafi nú ekki haft mikil áhrif á mig þá finnst mér frekar lélegt að breyta dagskránni án þess að tilkynna það neins staðar. Það hefði nú ekki verið flókið að tilkynna það á icelandairwaves.is eða senda póst á póstlistann – jafnvel að pósta því á twitter (af hverju er Iceland Airwaves ekki með twitter account?).

Eftir BB & Blake tóku við Bloodgroup – kúl stöff, flott íslenskt elektró. Svo kom Kap10Kurt sem af hreim aðal gaursins að dæma er líklega þýskur – mjög góð keyrsla í gangi, hardcore electro. Nordpolen voru næstir – það var engin geðveik stemmning í þeim, það fækkaði líka töluvert á staðnum eftir Kap10Kurt.

En það var fljótt að fyllast aftur – greinilega mikill áhugi fyrir næsta atriði, Familjen. Það var gjörsamlega stappað á stuttum tíma. Gífurlegur troðningur og maður ósjálfrátt endaði nánast fremst í þvílíku svitabaði – en það er bara stemmning í því… Familjen voru að gera góð hluti – áhorfendur voru alveg að missa sig og nokkrir hrópuðu ákaft eftir slagaranum Det snurrar i min skalle sem er örugglega eina lagið sem margir þarna hafa heyrt.

Síðan sá maður gusgus annað kvöldið í röð, í þetta skiptið var þetta Gus Gus (Instrumental) – s.s. með minimal söng. Gott session – voru að taka marga góða slagara sem var áhugavert að heyra instrumental.

Síðasta sem maður sá var Simian Mobile Disco – var reyndar ekki alveg full mannað, bara einn gaur að DJ-ast en gott session, gott partý.

Photos. Photos. Photos. Fullt af ljósmyndum! Check it…

Það er sko meira »

October 17th, 2008 @ 2:36

Iceland Airwaves 2008 – day 2 – Fuck Buttons, Gus Gus og Young Knives – myndir

Annar dagur Airwaves ’08. Mætti svona í seinna lagi, kringum 22, á Listasafn Reykjavíkur þar sem Fuck Buttons voru byrjaðir að spila. Mjög sérstök tónlist sem þeir spila – temmilegt elektró surg, en þeir voru með ágætlega melódískt surg inn á milli. Ég var líka að fíla trommu session-ið þeirra. Áhugavert stöff…

Síðan var það tríóið Gus Gus sem steig á stokk. Þeir voru að spila mestmegnis nýtt stöff af væntanlegri plötu (ég kannaðist alla vega ekki alveg við það sem þeir voru að spila) en tóku síðan Moss í lokinn og þá varð allt vitlaust. Góð keyrsla hjá þeim en ég veit ekki alveg með þessi nýju lög, voru ekki alveg að grípa mig strax (ekki eins mikið og gömlu góðu Gus Gus slagararnir) en kannski þarf maður bara að hlusta á þetta nokkrum sinnum. Þeir voru með kúl ljósa-show og síðan voru þeir með gervisnjó til að skapa smá rave stemmningu.

Eftir að það var búið að klappa Gus Gus upp og þeir búnir með uppklöppunar-lagið hélt maður áleiðis á Nasa til að tékka á Young Knives. Hressir og nördalegir indie-rokkarar frá Englandi. Ágæt lög hjá þeim, ekkert æðislegt, en fín indie rokk lög.

Photos? You betcha! Fullt af ljósmyndum… sumir myndu kannski segja of mikið af myndum – en það er svona þegar maður er trigger-happy.

Það er sko meira »

January 26th, 2008 @ 21:02

Hress 2007

Fólk er greinilega alveg æst í að sjá Hress 2007 listann ;)

Já, “Hress Collezion” byrjaði allt með því að ég ætlaði að skrifa nokkur lög á disk seint árið 2002. Ætli ég hafi ekki skrifað þetta til að geta blastað eitthvað þegar ég var að krúsa um borg óttans… Mig vantaði eitthvað nafn til að krota á diskinn og þar sem flest lögin voru nokkuð hress (fjörug, skemmtilegur taktur, koma manni í gott skap…) þá skrifaði ég á diskinn Hress 2002. Árið 2003 hlustaði ég töluvert á þennan disk og var greinilega ekkert að búa til nýjan disk – Hress 2003 er ekki til. Meirihluta 2004 var ég nokkurn veginn tölvulaus [sjá “Stóra Grundtvigs ránið“] þannig að ég var ekki mikið að braska í að skrifa diska eða safna tónlist þá. En 2005 byrjaði ég aftur að safna og bjó til playlista í iTunes sem ég kallaði náttúrulega Hress 2005.

Ég hef svo verið að búa til nýjan lista á hverju ári síðan þá. Án þess að það hafi verið markmiðið þá eru allir listarnir hingað til svipað langir. Þeir innihalda 27-29 lög og eru 1,9-2,2 klst. – alveg upplagt til að gefa út sem tvöfalt albúm ;)

En að Hress 2007. Þetta eru yfirleitt lög sem hafa verið gefin út 2007 – en ekkert endilega… kannski heyrði ég þau fyrst 2007 eða bara var að fíla þau 2007. Þannig að það eru ekkert mjög strangar reglur í kringum þetta, nema kannski að það meikar kannski ekki sens að hafa sama lagið á fleiri en einum lista. Þetta eru mörg mismunandi lög, úr mismunandi tónlistargreinum – en þau eiga eitt sameiginlegt að þau eru öll alveg gífurlega hress :) Sum lögin eru þó hressari en önnur.

Here we go:

Fischerspooner – Emerge

Brazilian Girls – Jique (MSTRKRFT Remix)

Tiga – You Gonna Want Me
– held ég þurfi að gefa hr. partý credit fyrir að kynna mér fyrir þessu

GusGus – Hold You (Hermigervil’s remix)
– sum lögin hef ég nú póstað áður

Simian Mobile Disco – Hustler
– var búinn að pósta video-inu á I am not taxi

Justice – D.A.N.C.E (MSTRKRFT Remix)
– Justice maður… þeir væru örugglega með fleiri lög á listanum ef ég væri búinn kynna mér þá betur, alveg að klikka á þessu – eru einhver lög sem er alveg möst að tékka á betur?

Seal – Amazing (Thin White Duke Main Mix)

Britney Spears – And Then We Kiss (Junkie XL Remix)

Justin Timberlake – What Goes Around… / …Comes Around

Teddybears – Cobrastyle

The O’Jays – Put Your Hands Together
– klárlega elsta lagið á listanum (frá 1973), en ég var að fara í gegnum safnið mitt og áttaði mig á því hvað það er gífurlegur hressleiki í þessu lagi :)

Paulo Nutini – New Shoes

Air – Mer du Japon

Hot Chip – My Piano
– heyrði þetta fyrst hjá Hjalta

Bloc Party – She’s Hearing Voices

Metric – Monster Hospital (MSTRKRFT remix)

Bangers & Cash – Loose
video á I am not taxi

The Fiery Furnaces – Automatic Husband
Einar benti mér á þetta

MSTRKRFT – Street Justice

Bloc Party – The Prayer

Kanye West – Stronger

Beyoncé – Upgrade U (Feat. Jay-Z)

Rihanna – Shut Up and Drive

Britney Spears – Piece Of Me

Seal – Amazing

GusGus – Moss

The Prodigy – Goa

GusGus – David (Darren Emerson Mix)
– ég tók mér það bessaleyfi að bæta þessu við listann bara núna – rak augun í þetta þegar ég var að skoða mp3 möppuna á officialstation.com – auðvitað á þetta heima hérna… Ari á heiðurinn af því að plögga þetta lag.

Já, MSTRKRFT komu nokkuð sterkir inn 2007 – eiga eitt lag á listanum og 3 remix. Síðan er GusGus náttúrulega að standa sig nokkuð vel með 3 lög af 28.

Ef fólk er að fíla þennan lista þá er aldrei að vita nema ég sé til í að pósta líka Hress 2002, Hress 2005 og Hress 2006 – hvað segir dómnefnd? Síðan er ég meira að segja líka með lista sem heitir Hress – Rock & Roll ;)

I like it. I like it a lot.
Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me