Follow @HannesJohnson

July 15th, 2006 @ 14:37

Hvað meinaru með official station?

Já, fólk er kannski að velta fyrir sér af hverju ég valdi nafnið OfficialStation.com. Svarið er í raun einfalt – FeitiDvergurinn.com var ekki laust… OK, jú það hefur líka smá með InterRail að gera og eitthvað sem maður lenti í í Rúmeníu…

Ég fór s.s. í InterRail ferð með Bjössa í 5 vikur sumarið 2004. Við tékkuðum meðal annars á Austur-Evrópu og fórum frá Búlgaríu til Rúmeníu.

Þegar lestin okkar kom til Bucharest hoppaði maður út, en var var um sig – maður hafði nú verið varaður við að meðal mánaðarlaun þarna eru nú ekki mjög há og fólk gæti verið ansi desperate. Það komu strax til okkar einhverjir gaurar og buðust til að bera töskurnar okkar. Ég afþakkaði það, ég er nú hraustur ungur maður og get alveg borið bakpokann minn sjálfur. Bjössi lét nú gabbast og endaði með að þurfa henda í þá einhverjum Evrum til að losna við þá. Jamm, það virðist vera svolítið um að maður þurfi að borga fólki til að losna við það þarna…

Næst á dagskrá var að redda sér miða til Budapest. Við fórum að miðasölunni og vorum eitthvað að leita að réttum bás til að kaupa miðana til Ungverjalands. Þá kom lítill og þybbinn maður til okkar sem vildi endilega hjálpa okkur með að kaupa miða. Hann sagði að til að kaupa miða til Ungverjalands þyrftum við að fara í aðra byggingu niðri í bæ. Hann sagði:

No problem, I am official station…

..og sýndi okkur einhver skilríki. Hann var náttúrulega með einhverja félaga sem áttu leigubíl sem átti að taka okkur að þessari byggingu. Maður var nú ekki alveg að treysta þessum gaur 100% en við hefðum bara buffað hann ef þetta færi út í eitthvað rugl.

Ég geri fastlega ráð fyrir að þeir hafi sett “túrista taxta” á þennan leigubíl – hann kostaði 650.000 og við vorum ekkert að fara neitt fáránlega langt. En við komumst loksins að þessari byggingu. Gaurinn var náttúrulega alltaf að fylgja okkur og sýndi okkur nákvæmlega hvar við gætum keypt miðana – hann talaði líka eitthvað við miðasölu-konuna og sagði hvert við ætluðum.

Glæsilegt, komnir með miðana… Við þökkuðum manninum fyrir hjálpina en þá vildi hann endilega eyða meira tíma með okkur – fara í sightseeing og eitthvað. En við vorum ekki alveg að nenna því. Þá fór hann eitthvað að tjá sig:

I am station. I am not taxi. I am official station…

..hann var svona örlítið pirraður en við vorum nú ekki alveg að skilja hann fyrst. En síðan fattaði ég að við þyrftum að borga fyrir leigubílnum hans aftur á lestarstöðina. Allt í lagi… fyrst vildi hann fá 600.000 en síðan er náttúrulega hættulegt að geyma alla peningana sína á sama stað – hann sá hvað við vorum vel múraðir og vildi fá 400.000 frá hvorum en síðan endaði þetta með að við borguðum honum samanlagt 1.100.000.

Jamm, hann fékk s.s. rausnarlegt “þjórfé” fyrir þessa hjálp. Síðan labbaði hann léttur á fæti í burtu með milljónina okkar – það voru sko jól hjá honum og fjölskyldu hans. Það má kannski nefna að 100.000 lei (gjaldeyrinn í Rúmeníu) var ca. 217 íslenskar krónur ;) Þannig að við vorum nú ekkert gífurlega ósáttir með þetta – við vorum komnir með miðana okkar svo við kæmumst á næsta áfangastað.

En það eru örugglega margir þarna sem eru mjög góðir í að “löglega” ræna túrista. Þessi rúmlega 2000 kall var nú ekkert fáránlega mikið fyrir okkur – en gaurinn hefur örugglega verið mjög ánægður með þennan auka bónus. Ég held ég hafi heyrt að meðal mánaðarlaun þarna hafi verið ca. €60

Já, þar hafið þið það… mér fannst þessi setning “I am official station” bara svo skemmtileg að ég ákvað að nota hana.

En er ekki alveg óþarfi að vera blogga mörgum sinnum í viku? Vill fólk fá meira blogg? – það yrði náttúrulega bara um allt og ekkert…

Síðan er ég búinn að bæta við töff myndum.

That’s a shrimp ass.
June 3rd, 2005 @ 1:14

Eurotrip 2004 – Da Photos

Í tilefni af því að ár er liðið síðan við Bjössi skelltum okkur í Inter Rail ferð um Evrópu þá ákvað ég að skella inn myndunum sem ég tók á þá stafrænu í þessari ferð.

Þetta var allt í allt snilldar ferð og mæli ég með að fólk prufi svona a.m.k. einu sinni á lífsleiðinni.

En staðan er reyndar sú á Brinkster svæðinu mínu að það er allt fullt núna – sem þýðir að ég verð líklega að finna mér annað vefsvæði ef ég ætla að bæta við fleiri myndum.

prívat húmor dagsins | “I am car.”

June 3rd, 2004 @ 13:56

Rock on baby!

Jamm, þetta verður mjög stutt þar sem við erum að drífa okkur til Þýskalands.

Áætlunin breyttist s.s. aðeins, í staðinn fyrir að fara á Download Festival í Englandi ákváðum við að fara á Rock am Ring sem okkur leyst betur á. Þar eru nokkrar af sömu böndunum ásamt mörgum öðrum eins og Red Hot Chili Peppers og ekki má gleyma Die Toten Hosen! ;)

Jæja, bara vika eftir.

Catch you on the flipside…

June 3rd, 2004 @ 3:07

Útúrsmókaðir í Hollandi

Eftirfarandi skrif voru fyrst blogguð hérna: http://evropuflakk.blogspot.com

…síðan bætti ég smá við.

Jú, jú… ég er víst líka með í þessu Evrópuflakki þannig að ég verð nú líka að blogga hérna stundum.

Samkvæmt síðustu skrifum mínum á blogginu mínu þá fórum við frá Budapest til Vín, þaðan til Graz [heimabæ Arnold Schwarzenegger] og síðan til Feneyja. Það má kannski nefna eitt sérstakt með djammstemmninguna í Vín – á einum barnum var fólk að spila Botcha í góðum fíling, nokkuð spes. Í Graz vorum við síðan bara í nettu tjilli að spila PS2, ekki slæmt.

Við vorum í Feneyjum frá morgni og ca. til kvöldmats. Við röltum þar um og skoðuðum það helsta. Síðan var ferðinni haldið til sólarstrandar sem kallast Lido di Jesolo. Við tókum bara lestina eins og venjulega á lestarstöðina í Jesolo. Síðan ákváðum við að taka leigubíl á ströndina, en hún reyndist vera í mun lengri fjarlægð frá lestarstöðinni en við héldum – leigubíllinn kostað ca. €40, púff… En við komumst þó á hotel, Hotel Menfi, ódýrt hótel sem við fundum á netinu. Við komum okkur vel fyrir í herberginu og röltum síðan út til að finna okkur eitthvað að borða. Fundum okkur veitingastað og fengum okkur hamborgara – en þegar maður var búinn að taka einn bita af borgaranum fór rafmagnið af öllum bænum (leit alla vegna þannig út þar sem við vorum). Það var mjög áhugavert að borða borgara í algjöru myrkri… en síðan kom rafmagnið aftur á.

Daginn eftir var bara skellt sér á ströndina til að sleikja sólina í smá tíma. Það var smá gola sem kældi mann niður og var maður ekki alveg að átta sig á því hversu sterk sólin var. En maður áttaði sig á því um kvöldið þegar maður var vel brenndur og nokkuð rauður, ok mjög rauður – ekki alveg planið… [núna er maður bara brúnn og fínn]

Næsta kvöld tékkuðum við á djammstemmningunni í Ítalíu og skelltum okkur á “Gasoline – American Bar”. Maður var þarna bara nartandi á jarðhnetum í góðum fíling að horfa á ítalskar gellur.

Dvölin þarna á Lido di Jesolo minnti nokkuð á Kýpur, maður var bara að sóla sig, taka því rólega og spila Mini Golf þar sem ég rústaði Bjössa ;)

Á fimmtudaginn tékkuðum við okkur út og síðan var planið að koma sér áleiðis til París. Við tókum rútu til Mestre, þaðan lest til Mílanó og svo svefnlest til París. Við lentum í vagni með tveim stelpum frá USA, einum Frakka og konu frá Kóreu. Hún vildi einmitt endilega kenna manni á hurðina: “This is rocked..” uh, ég var ekki alveg að skilja. “This is open, this is rocked..” ah, right. Þá mundi ég eftir “Lost in Translation” – asískt fólk vill oft bera L fram eins og R :)

Síðan er eitt magnað með Amerískar stelpur, maður er búinn að rekast á nokkrar á leiðinni og það virðist eins og þær allar hljómi nánast eins – nokkuð spes – og þær fara heldur ekkert framhjá þér, þær tala mikið og þær tala hátt.

Við komum til París ca. 9 og fórum á Woodstock Hostel sem einhver gaaur á lestarstöðinni var að plögga. Það var frekar ódýrt og bara nokkuð fínt. Við droppuðum bakpokunum okkar þar og röltum síðan um París þar sem við sáum það helsta: Effel turninn, sigurbogann, Louvre, Notre Dame, o.s.frv. Við lentum í herbergi með gaur frá Suður-Afríku, það var nokkuð magnað – fyrsta skipti sem maður hittir einhvern frá Suður-Afríku. Hann var víst búinn að vera ferðast í 3 mánuði, aðeins lengur en við. Um kvöldið fengum við okkur fínan franskan kvöldsnæðing: saltaðar pönnukökur með skinku, osti og Dijon sinnepi – mjög gott.

Daginn eftir (laugardagurinn 29. maí) tékkuðum við okkur út úr Woodstock Hostel og fórum á lestarstöðina. Þar tókum við lest til Amsterdam og síðan til Hertogenbosch þar sem Dagur, bróðir Bjössa tók á móti okkur. Hann tók okkur síðan í bæjinn þar sem var eitthvað Jazz festival þannig að þar var góð stemmning. Við tékkuðum á nokkrum stöðum. Meðal annars “Cuba Libra” þar sem var spiluð mjög sérstök tónlist – klassísk 80’s lög í bland við 90’s og allir þarna voru að fíla þetta – mjög sérstakt. Síðan var einn annar klúbbur sem við vorum að fíla meira – þar var spilað t.d. Foo Fighters, White Stripes, o.s.frv.

Dagur leyfði okkur að crasha í herbergi Eds, herbergisfélaga hans, þar sem hann var í Englandi og kæmi ekki fyrr en seint daginn eftir. En flugvélin hans kom fyrr eða eitthvað en hann s.s. valsaði inn á okkur kl. 9 sofandi á gólfinu hans og var frekar gáttaður :) Hann tók því nú nokkuð rólega, ég veit ekki alveg hvernig ég myndi taka því ef ég kæmi heim og það væru tveir gaurar liggjandi á gólfinu mínu.

Jamm, eins og fólk hefur kannski tekið eftir inniheldur þetta blogg íslenska stafi þar sem maður er núna í fartölvu Dags – gott mál.

May 6th, 2004 @ 14:26

Lokad vegna framkvaemda

Vid aetludum ad skoda fornmynjasafnid herna i Athenu en thad er vist lokad vegna framkvaemda… verdur ekki opnad fyrr en nuna i juni thannig ad vid skruppum bara a “Museum Internet Cafe” sem var hinum megin vid gotuna.

Vid forum lika nidur a hofn i dag, aetludum ad tjekka hvort vid gaetum farid ut i einhverjar eyjur tharna. En eina sem vid fundum voru einhverjar ferdir kl. 7:25 eda sem toku rumlega dag. Thannig ad vid vorum bara ad rolta tharna um, en thar sem ekki mikid er ad skoda vid hofnina og vid vorum ekki med kortid til ad finna hugsanlega strond tharna tha tokum vid bara lestina aftur a hotelid.

Vedrid er buid ad vera nokkud gott herna, rigndi reyndar i gaerkvold en nokkud heidskyrt og godur hiti i dag – eg er alla vegna brunninn a hnakkanum.

Eitt sem er vert ad segja um Athenu – thad er mjog mikid af dufum og skellinodrum herna. Dufurnar eru ut um allt og stundum ekki haegt ad thverfota fyrir theim. Grikkir eru almennt brjaladir okumenn en thad er eins og thad gilda engar reglur um skellinodrur, scooters, o.s.frv. Their geta keyrt hvar sem er – a gotunum, gangstettunum, gongugotunum… og thad er ekki mikid verid ad taka tillit til gangandi vegfarenda.

Jamm, vid erum bunir ad lifa ad storum hluta a McDonald’s herna – hofum ekki fundid neina adra skyndibitastadi. Nema Pizza Hut, en reyndar er varla haegt ad kalla stadinn sem vid forum a skyndibitastad. Thetta var mjog classy stadur, mjog finir stolar og bord – stemmning sem Vala Matt hefdi filad i taetlur… Veitingastadur i haesta gaedaflokki.

Jaeja, hvernig er stadan a Islandi? Eitthvad spennandi ad gerast, hvernig er vedrid?

April 3rd, 2004 @ 18:37

Hósanna Hópurinn

Já, almenn leti í mann bara – ekki búinn að blogga í allt of langan tíma. Ég var reyndar farinn að halda að enginn nennti að lesa þetta blogg – en svo sýnir Trausti manni að það eru aðdáendur þarna út… vei!

Jæja, hvað er maður búinn að vera gera – ekkert neitt hræðilega spennandi svosum. Skellti mér í bíó síðustu helgi á Taking Lives – nokkuð góð mynd, náði að láta manni bregða nokkrum sinnum – alltaf gaman af því. Ekki verra að þeir skelltu líka nude scene með Angelina Jolie inn í myndina, gott mál :) Reyndar var einn handrits-“galli” sem var smá að bögga mig, passaði ekki alveg við plottið. >> ***/4

Já, það var sko gaman að vera fyrrverandi Verzlingur í gær. Verzló vann Gettu Betur með glæsibrag, gífurleg spenna en maður hafði allan tíma fulla trú á gamla skólanum sínum. Ekki slæmt að vinna bæði Morfís og Gettu Betur sama árið :)

Síðan í þessari viku fékk ég loksins 24 pakkann sem ég pantaði á 24fanclub.com :) Snilldar pakki, CTU bolur, CTU músamotta, 24 lyklakippa og 24 söfnunarspjald.
– af lýsingum annarra að dæma er ég alveg að missa mig yfir 24 og sumir orðnir hálf skelkaðir ;) En ekki örvænta, þetta er ekki farið út í öfgar… ekki ennþá ;)

Eftir frekari íhugun hef ég ákveðið að breyta tölvukaupum mínum yfir í lappa (sorry Óli…) – og til að fá sem hægstæðasta verð mun ég líklega bíða með þetta fram í sumar/haust. Verð þá bara að láta mér nægja einhvern skrjóð sem ég finn hérna heima.

Síðan er Bjössi að draga mig í einhverja Evrópu-reisu. Þetta er allt ennþá á pælingarstigi en InterRail og Download Festival koma við sögu.

Svo, ef fólk er í einhverjum vandræðum með að kommenta eða eitthvað annað – endilega koma því til skila svo ég geti látið Berg laga það ;)

Spam dagsins | swastika amplifier
Beib dagsins | Angelina Jolie | sponz : potb.com

Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me