Follow @HannesJohnson

December 20th, 2010 @ 1:46

Filmu fetish vol. 4 – Partý fjör

Afmælið heldur áfram

Nei sko, fleiri myndir úr afmælinu mínu. 2 frá Eyjum, nokkrar úr afmæli Bjössa og djammið á Kaffibarnum eftir það. Meira random… annað djamm á KB und zo weiter.

Venjulega læt ég framkalla filmurnar mínar hjá Pixlum, en núna prófaði ég Ljósmyndavörur. Er svona að vega og meta hvort sé betra. Pixlar eru með hi-res skanna (kostar aðeins auka) og ég held að myndirnar sem ég fæ á geisladisknum séu aðeins betri en þær sem ég fæ frá Ljósmyndavörum. Þessar eru svolítið kornóttar/grófar… En síðan gæti það líka verið út af því að þessi filma var í raun útrunnin, þannig að maður getur ekki búist við toppgæðum. Ætla að gefa Ljósmyndavörum annan séns.

Það er sko meira »

November 5th, 2010 @ 21:21

Filmu fetish vol. 3 – Fisheye lomography myndir

Já, já… fullt af myndum sem ég hef náð í úr framköllun nýlega. Fyrstu myndirnar virðast vera nokkrar (misgóðar) frá New York. Síðan nokkrar úr Vesturbænum, sumarbúðstaðurinn og svo afmælið í sumar.

Alltaf gaman að fisheye og double exposure.

Það er sko meira »

November 2nd, 2010 @ 1:28

Filmu fetish vol. 1 – APS myndir

Mannmergð á Austurvelli

Eitt við það að taka á filmu – maður er svolítið að spara þetta, reyna að vanda sig við hverja mynd og svo grípur maður ekki alltaf í filmuvélarnar. Þannig að það getur tekið heilt ár að klára eina filmu. Mér sýnist að á þessari filmu séu aðallega myndir frá sumrinu 2009 og sumrinu 2010. Kannski er það eitthvað við sumarið sem fær mann til að draga filmuvélarnar fram?

Það er sko meira »

May 22nd, 2010 @ 22:27

Ljósmyndagöngutúr að næturlagi

Ég var eitthvað súr í hausnum í gær, þurfti ferskt loft, þannig að ég skellti mér út og tók myndavélina með. Tók slatta af myndum af hverfinu. Myndirnar eru teknar á milli 0:40 og 1:32.

Já, síðan er ég búinn að skella inn nokkrum nýjum myndum á flickr. Ætla að vera aðeins duglegri að setja inn myndir þar.

Það er sko meira »

September 16th, 2009 @ 0:35

Haust í Vesturbænum – Haustlitirnir mættir

Skellti mér út í smá ljósmyndunargöngutúr um helgina… taka myndir af haustlitunum sem eru að brjótast út.

Það er sko meira »

May 21st, 2009 @ 1:46

Falinn fjársjóður – gróf upp gamla APS filmu

Fyrsta myndavélin sem ég eignaðist var APS myndavélKodak Advantix 3600ix – sem ég fékk í fermingargjöf. Þá var þessi APS tækni frekar ný og þetta þótti voða kúl. Ég tók nú töluvert af myndum á hana – samt aðallega þegar ég fór í ferðalög eða það var eitthvað sérstakt í gangi. En ég hætti eiginlega alveg að nota hana þegar ég fékk stafræna myndavél.

Þannig að þessi myndavél hefur eiginlega bara legið upp í hillu frekar lengi… Einhvern daginn var ég að tékka á henni og mig minnti að það væri filma í henni og búið að taka nokkrar myndir á hana – en hún var batteríslaus. Þannig að ég keypti batterí og fór smá saman að vinna í því að klára filmuna. Aðallega af því ég var forvitinn að sjá þessar gömlu myndir sem var búið að taka á filmuna – mundi ekkert hvenær ég notaði myndavélina síðast.

Ég var að klára filmuna í gær og skellti henni í framköllun í dag hjá Pixlum. Þá kom loksins í ljós að fyrstu myndirnar á þessari filmu tók ég á InterRail ferðalaginu 2004 – í Hollandi og Þýskalandi.

Filman er frekar gömul (örugglega keypt 2003, jafnvel lengra síðan) og það koma svolítið sérstakir effect-ar – litirnir svolítið bjagaðir og rauð slikja yfir þessu. En þetta er bara töff – eiginlega smá lomo lúkk á þessu ;)

Það er sko meira »

Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me