Follow @HannesJohnson

Safnið fyrir September, 2003

September 25th, 2003 @ 18:05

Enn fleiri myndir…

Maður er bara hörku duglegur í þessu, strax komin 2 ný albúm: tékk id át
Fyrsta albúmið er þegar við komum hingað, göngutúrinn langi þar sem við löbbuðum 10 km á 2,5 klst., o.s.frv… Síðan eru þetta flest allt djamm myndir frá liðnum helgum.

En damn, þetta tekur langan tíma! Ég þarf að filtera myndirnar, breyta stærð, búa til thumbs og síðan öpplóda þeim – sem tekur langan tíma á Brinkster af því að ég get bara öpplódað 5 myndum í einu.
En hvað gerir maður ekki til að fólk geti séð hvað maður er að gera af sér :)

Þetta er komið á fullt skrið… en það er samt smá vesen með vefpláss & bandvídd
– er nokkuð einhver þarna úti tilbúinn að sponsora mig ;) Annað hvort hýsa mig ókeypis eða borga mánaðargjaldið hjá Brinkster.
– ég er bara með ca. 17 MB í bandwith á dag og ég er strax búinn með 12 MB af 30 MB vefplássinu.

Jæja, nenni ekki að skrifa meira, farinn að sofa – kl. hérna er s.s. 00:05

September 24th, 2003 @ 16:26

Fyrstu myndirnar komnar..

Það er komið smá look á þessa síðu – var að dunda mér við að búa til svona glæsilegan header. Hvað finnst ykkur? Er hann of stór, of skrítinn…?

Síðan er ég búinn að skella inn fyrstu myndunum, það eru myndirnar frá helginni þegar ég hélt upp á afmæli mitt í bústaðnum okkar á Þingvöllum. Vona að þetta komi ágætlega út.. [ go to album ]
Síðan er eitt video sem ég náði af Trausta sýna sönghæfileika sína: Fuck Her Gently – itsuarT
– þið þurfið reyndar að breyta nafninu úr .jpg í .mpg – þar sem Brinkster.com leyfir ekki .mpg

Síðan mun ég vonandi geta sett inn fleiri myndir, ég á t.d. alveg eftir að skella öllum Kýpur-myndunum á netið, næstum búinn að gleyma þeim. En þar sem ég tók tæplega 800 myndir þarf ég aðeins að filtera þær ;)
Þið getið líka mjög bráðlega átt von á myndum héðan frá Danmörku.

Jæja, ætla að halda áfram að fikta við þessa síðu. Eins og þið kannski takið eftir eru ekki allar síðurnar virkar – á eftir að búa til Gestabókina og Tenglana…

Já, by the way – þar sem þessi síða er hýst á amerískum server þá er klukkan ekki alveg rétt.. bara svona ef þið eruð að spá í því.

P.S. Ef fólk vill commenta á myndirnar þá getur það bara gert það hérna á blogginu.

September 17th, 2003 @ 22:33

Nezi bara byrjaður að blogga..

Jæja, þá er að sjá hvort að snilldin hans Bergs virki hjá mér… Þetta er náttúrulega brillíant kerfi og mæli ég með að allir skelli sér á svona græju >> Expresso!

Eins og sumir vita er ég s.s. núna staðsettur í Danmörku, nánar tiltekið í lýðháskóla í Hillerød. Ég verð hér fram að jólum og hef skemmt mér bara ágætlega hingað til.

Ég er einnig aðili að öðru bloggi þar sem við Bjössi bloggum saman um tilveru okkar hér í Danmörku, en ég ætla að nota þetta pláss aðallega til að birta myndir sem ég hef tekið og til að varpa áliti mínu á heiminn.

Nóg í bili… ég ætla aðeins að fara að stússast í Expresso og læra á þetta.

September 17th, 2003 @ 15:37

Fyrsta fréttin

Þetta er fyrsta fréttin.

Breytir enter í html break og skilur HTML

Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me