Follow @HannesJohnson

Safnið fyrir October, 2003

October 23rd, 2003 @ 3:32

Reporting from the Czech Republic

Jahá, maður er bara í Prag, nokkuð magnað. Flott borg, en það er rosalega kalt – ég er búinn að vera nokkurn veginn veikur alla ferðina, ekkert rosalega gaman. En já, maður er bara búinn að vera túristast hérna á fullu – skoða merkilega kastala, kirkjur, brýr, o.s.frv… og núna er maður bara að rölta um bæinn og skoða búðir. Skelltum okkur í óperuna í gær á “La Traviata” nokkuð flott – það verður ekki mikið menningarlegra en það ; )

En þetta er ekki bara dans á rósum… nei, “hótelið” sem við erum á er alveg merkilegt – merkilegt í þeim skilningi að það er ótrúlegt að það sé ekki búið að loka því! Þetta er versta hótel sem ég farið í – það á ekki skilið hálfa af þeim 2 stjörnum sem einhver vitleysingur gaf þeim. Hótelið heitir s.s. “Hotel Tourist” – þannig að ef þið farið til Prag einhvern tíman, ekki velja þetta hótel þótt það sé rosalega ódýrt! Í fyrsta lagi er þetta rosalega langt frá miðbænum og eina sem við sjáum eru skógar, þetta er ljótasta byggina sem ég hef séð – bara hellingur af kössum raðað saman. Þótt að lobbyið sé voða flott og glansandi þá eru gangarnir skítugir og ógeðslegir, lyftan er við það að hrynja og “rúmin” sem við fengum er bara tréplankar með ábreiðum – einstaklega óþægilegt að hlamma sér á þetta þegar maður býst við mjúku rúmi. Síðan þurfum við Bjössi að deila herbergi með geðsjúklingi sem talar við sjálfan sig og hrýtur eins og djöfullinn sjálfur – púff… og það er 1 nótt eftir. Ég ætla bara að detta það rækilega í það í kvöld að ég taki ekki eftir hrotunum.

Síðan má líka nefna að þar sem það er ekki boðið upp á hádegismat eða kvöldmat á þessu hóteli hefur maður verið að éta á skyndibitastöðum síðustu daga – McDonald’s, KFC, Pizza Hut, o.s.frv..

En jæja, get ekki verið endalaust hérna á þessu NetCafé – mælirinn tikkar.

Ýtarlegri umfjöllun um Tékklandsförina kemur eftir nokkra daga þegar maður er kominn til Danmerkurs.

…hannes.cz

October 13th, 2003 @ 0:02

Ich bin ein Hamburger

Við komum heim í gær um 23-leytið og myndi ég segja að þetta hafi verið nokkuð vel heppnuð ferð (fyrir utan að það var stolið af okkur 2 mörkum!).

Á föstudaginn tókum við s.s. strætó kl. 14:47 á lestarstöðina og síðan lest til Köben. Eftir það var síðan ca. 6 klst. í rútu. Rútan var ekki svo slæmur ferðamáti, ágætt fótapláss – það hjálpaði líka aðeins að 45 mín af þessum 6 klst. var í ferju milli DK og DE. Síðan var það bara leigubíll að hótelinu og er ég bara nokkuð sáttur við það miðað við að við borguðum bara 7.000 ISK á mann fyrir 2 nætur. Herbergið var nokkuð flott – mikið stökk frá herberginu í Grundtvig ; ) – gott rúm, mjúkur koddi, góður hiti á herberginu, fín sturta þar sem ég gat staðið uppréttur og maður þurfti ekki alltaf að hafa áhyggjur af því að niðurfallið myndi flæða yfir. Morgunmaturinn var líka mjög góður – ekta þýskt morgunverðar-hlaðborð, sáttur við það.

Fyrir leikinn skelltum við okkur í bæinn að versla smá. Ég keypti mér peysu í H&M og skellti mér auðvitað á Matrix Reloaded ásamt GoodFellas, El Mariachi & Desperado og Linkin Park – Meteora í Karstadt.

Síðan var það leikurinn… við tókum leigubíl á AOL Arena, sem var aðeins lengra í burtu en við héldum – okkur var ekki að fara lítast á blikuna þegar við sáum ekkert nema tré í kringum okkur en völlurinn er s.s. í miðjum skógi. Þetta var alveg rosalegur völlur – risastór – þótt maður vissi að hann tæki 50.000 manns þá gat maður ekki alveg ímyndað sér svona stærð. Ég er nú ekki mesti fótbolta-áhugamaður í heimi en þetta var geðveik stemmning – það er náttúrulega rafmagnað andrúmsloft sem 50.000 manns get skapað. Íslendingar skoruðu 2 glæsileg mörk sem var bara stolið af okkur – ekki sáttur við það!
Eftir leikinn eltum við einhverja Íslendinga og enduðum í Stebba Hilmarz & Co. partý þar sem “eldra fólkið” réð ríkjum.
Við tókum fullt af myndum og nokkur video sem birtast hérna þegar ég kemst í það.

Nenni varla að skrifa meira – ef þið viljið ítarlegri frásögn þá er Bjössi búinn að blogga hérna.

October 8th, 2003 @ 11:03

Ekki nógu duglegur…?

Já, sumir segja að ég sé ekki nógu aktívur í þessu bloggi. Ert þú sammála? Líka svona bara til að tékka hverjir eru að lesa þetta “blogg” – vinsamlegast ritaðu nafn þitt í álitið.

Ég ætlaði nú aðallega að nota þetta pláss fyrir myndirnar mínar og ef til vill til að segja smá fréttir inn á milli. Síðan er ég nú líka aðili að þessu bloggi þar sem ég segji hvað er svona helst að gerast hjá okkur. En ef fólk vill heyra meira í mér þá skal ég reyna að bæta úr þessu. Síðan er ég að vinna í því að skella fleiri myndum inn – þær koma vonandi mjög fljótlega.

Núna eru aðeins 2 dagar þangað til við Bjössi leggjum af stað til Hamburg og síðan í þarnæstu viku förum við til Tékklands – gaman af því…

Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me