Follow @HannesJohnson

Safnið fyrir December, 2003

December 30th, 2003 @ 16:00

Meiri snjór, meiri snjór, meiri snjór…

Nokkuð mögnuð sjón þegar ég vaknaði í gær – allt skjannahvítt. Ekki hvítt eins og spælt egg án rauðunnar heldur hvítt eins og vanilluís nýkominn út úr frystinum. Þannig að maður var að moka á fullu í gær. Annars er maður búinn að vera gera helst lítið, taka því rólega, tékka hvað maður gæti farið að gera á næstunni varðandi skóla, o.s.frv… Var í klippingu áðan, rakarinn sagði að lærlingurinn hjá Frisør Leif hafði eitthvað fokkað upp hárinu mínu, en hann lagaði það – ágætt, ég hafði ekki tekið eftir neinu. Síðan þarf maður bara að fara skipuleggja áramótin og kaupa flugelda – vei, alltaf gaman að sprengja upp hluti.

December 21st, 2003 @ 16:58

Kominn heim

Jæja, þá er maður loksins kominn heim til Íslands eftir 112 daga dvöl í Danaveldi. Þetta var mjög góð dvöl, ótrúleg lífreynsla, algjörlega frábærar 16 vikur (fyrir utan síðasta kvöldið). Maður lenti í gær eitthvað eftir 16 og fór strax í fríhöfnina að kaupa alskonar góðgæti, gaman það. Síðan fór maður heim þar sem fjölskyldan tók á móti manni með smá óvæntan glaðning: Þau voru gjörsamlega búin að breyta herberginu mínu! Þau nýttu s.s. tíman á meðan ég var í burtu til að t.d. setja falskt loft með halogen ljósum, rífa út hluta af veggnum og skella stórum glugga þar, mála herbergið hvítt (það var dökkgult og ljósgrátt – góð breyting) og endurskipuleggja herbergið smá. Þetta voru allt jákvæðar breytingar og er ég bara nokkuð sáttur – ég held að þetta sé smá trick hjá þeim til að halda mér heima örlítið lengur ;)

Við Bjössi skelltum okkur síðan um kvöldið á alvöru íslenskt djamm, gaman að prófa það aftur. Höfðum við heyrt að nokkrir fyrrverandi verzlingar væru að fagna próflokum/afmælum á Felix og skelltum við okkur þangað. Þetta reyndist verða nokkuð gott kvöld, góð stemmning og virkilega gaman að hitta gömlu skólafélagana aftur. Þótt við Bjössi værum komnir í íslensku stemmninguna þá héldum við okkur smá í danska stílin og sötruðum bara Tuborg – Bjössi greip mig meira að segja að biðja um Tuborg með dönskum hreim, verð að laga það ;) Eftir djammið var náttúrulega leiðinni haldið að Bæjarins Bestu sem mig er búið að dreyma um í tæplega 4 mánuði – klárlega bestu pylsurnar í heimi – alsæla : )

Gaman að vera kominn heim, nú er bara að komast í ekta íslenskt jólaskap.

Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me