Follow @HannesJohnson

Safnið fyrir April, 2004

April 23rd, 2004 @ 16:15

Sir Lucious (the MasterBlaster)

Blogg-leti eða..? Uss, 10 dagar – ekki alveg nógu sniðugt. Ég bið dygga aðdáendur mína afsökun á þessari töf.

Endalaust gott veður í gær, algjör snilld – svona á þetta að vera. Skellti mér í fotbólta með Bjössa, Gauja & Co. – síðan var svalandi drykkur og ís á eftir – mjög góður sumardagurinn fyrsti.

Má ekki gleyma að óska Hauki og Ástu til hamingju með glæsilegan strák, Atla Þór. Við kíktum einmitt til þeirra síðustu helgi og færðum þeim bók að gjöf: “Parenting for dummies” ;)

Síðan sótti ég um vistun í HR í vikunni og sóttist ég eftir “Tölvunarfræði BS – Notendahugbúnaður”. Svar ætti að berast innan 3 vikna þannig að ég gæti fengið svar á meðan ég er að ruglast í Evrópu með Bjössa.

Vó, sá að Gummi er víst “Master of the English language” þannig að ég ákvað að taka þessa könnun >> Ekki slæmt ;)

Er það pæling að fara að blogga aðeins meira? Kannski blogga bara eitthvað… bara til að blogga, bara eitthvað smá til að ná að blogga 2. eða 3. hvern dag… veit ekki, ég ætla að íhuga hvort ég nenni því.

Spam dagsins | Re:re: you coke heads need these pharms to come down smoothly
Beib dagsins | Caprice Bourret | sponz : potb.com

April 3rd, 2004 @ 18:37

Hósanna Hópurinn

Já, almenn leti í mann bara – ekki búinn að blogga í allt of langan tíma. Ég var reyndar farinn að halda að enginn nennti að lesa þetta blogg – en svo sýnir Trausti manni að það eru aðdáendur þarna út… vei!

Jæja, hvað er maður búinn að vera gera – ekkert neitt hræðilega spennandi svosum. Skellti mér í bíó síðustu helgi á Taking Lives – nokkuð góð mynd, náði að láta manni bregða nokkrum sinnum – alltaf gaman af því. Ekki verra að þeir skelltu líka nude scene með Angelina Jolie inn í myndina, gott mál :) Reyndar var einn handrits-“galli” sem var smá að bögga mig, passaði ekki alveg við plottið. >> ***/4

Já, það var sko gaman að vera fyrrverandi Verzlingur í gær. Verzló vann Gettu Betur með glæsibrag, gífurleg spenna en maður hafði allan tíma fulla trú á gamla skólanum sínum. Ekki slæmt að vinna bæði Morfís og Gettu Betur sama árið :)

Síðan í þessari viku fékk ég loksins 24 pakkann sem ég pantaði á 24fanclub.com :) Snilldar pakki, CTU bolur, CTU músamotta, 24 lyklakippa og 24 söfnunarspjald.
– af lýsingum annarra að dæma er ég alveg að missa mig yfir 24 og sumir orðnir hálf skelkaðir ;) En ekki örvænta, þetta er ekki farið út í öfgar… ekki ennþá ;)

Eftir frekari íhugun hef ég ákveðið að breyta tölvukaupum mínum yfir í lappa (sorry Óli…) – og til að fá sem hægstæðasta verð mun ég líklega bíða með þetta fram í sumar/haust. Verð þá bara að láta mér nægja einhvern skrjóð sem ég finn hérna heima.

Síðan er Bjössi að draga mig í einhverja Evrópu-reisu. Þetta er allt ennþá á pælingarstigi en InterRail og Download Festival koma við sögu.

Svo, ef fólk er í einhverjum vandræðum með að kommenta eða eitthvað annað – endilega koma því til skila svo ég geti látið Berg laga það ;)

Spam dagsins | swastika amplifier
Beib dagsins | Angelina Jolie | sponz : potb.com

Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me