Follow @HannesJohnson

Safnið fyrir June, 2004

June 24th, 2004 @ 1:01

Einhvers konar djúpt og fjólublátt skrímsli

Pabbi bauð mér á Deep Purple tónleikana í gær. Mánar hituðu upp og voru þeir mun betri en ég hafði búist við. Elli smellirnir fjólubláu héldu uppi nokkuð þéttu show-i í einn og hálfan tíma og spiluðu meira að segja þrjú aukalög eftir að hafa verið klappaðir upp. Nokkuð góðir tónleikar, reyndar féll krafturinn smá niður stuttu eftir að þeir byrjuðu en síðari hlutinn var mjög góður.

Síðan var ég að koma af X-forsýningu á Metallica heimildarmyndinni Some kind of monster sem ég fór á með “hardcore fan #1” ; Trausta. Það var aðallega verið að fylgjast með gerð síðustu plötunni þeirra: St. Anger og var áhugavert að skyggjast bakvið tjöldin þar, mikið drama. Þeir voru s.s. búnir að ráða sálfræðing til að hjálpa sér að leysa samskiptaörðuleikana o.s.frv. og fylgdi hann þeim mest allan tíman. Skemmtilegt líka að sjá hvernig þeir bjuggu til lögin með því að “djamma” eitthvað saman og semja síðan textann saman.

Eftir að hafa horft á þessa mynd langar manni nú alveg rosalega að fara á tónleikana núna 4. júlí. Sérstaklega þegar það er búið að bæta við 3000 miðum. Spurning hvort maður nenni að campa fyrir framan Og Vodafone… En þetta verður örugglega verulega kramin stemmning þarna í Egils Höllinni með 18.000 manns hoppandi upp og niður eins og brjálæðingar.

Svona fyrir þá sem hafa átt í erfiðleikum með að kommenta þá er af einhverjum ástæðum ekki hægt að kommenta eftir miðnætti og til svona ca. 4-5 held ég. Þarf að tékka hvort að Bergur geti reddað þessu…

Spam dagsins | Protect your kids against Street Drugs
Ákvað að koma með “Spam dagsins” aftur… beib dagsins kemur fljótlega aftur

June 3rd, 2004 @ 13:56

Rock on baby!

Jamm, þetta verður mjög stutt þar sem við erum að drífa okkur til Þýskalands.

Áætlunin breyttist s.s. aðeins, í staðinn fyrir að fara á Download Festival í Englandi ákváðum við að fara á Rock am Ring sem okkur leyst betur á. Þar eru nokkrar af sömu böndunum ásamt mörgum öðrum eins og Red Hot Chili Peppers og ekki má gleyma Die Toten Hosen! ;)

Jæja, bara vika eftir.

Catch you on the flipside…

June 3rd, 2004 @ 3:07

Útúrsmókaðir í Hollandi

Eftirfarandi skrif voru fyrst blogguð hérna: http://evropuflakk.blogspot.com

…síðan bætti ég smá við.

Jú, jú… ég er víst líka með í þessu Evrópuflakki þannig að ég verð nú líka að blogga hérna stundum.

Samkvæmt síðustu skrifum mínum á blogginu mínu þá fórum við frá Budapest til Vín, þaðan til Graz [heimabæ Arnold Schwarzenegger] og síðan til Feneyja. Það má kannski nefna eitt sérstakt með djammstemmninguna í Vín – á einum barnum var fólk að spila Botcha í góðum fíling, nokkuð spes. Í Graz vorum við síðan bara í nettu tjilli að spila PS2, ekki slæmt.

Við vorum í Feneyjum frá morgni og ca. til kvöldmats. Við röltum þar um og skoðuðum það helsta. Síðan var ferðinni haldið til sólarstrandar sem kallast Lido di Jesolo. Við tókum bara lestina eins og venjulega á lestarstöðina í Jesolo. Síðan ákváðum við að taka leigubíl á ströndina, en hún reyndist vera í mun lengri fjarlægð frá lestarstöðinni en við héldum – leigubíllinn kostað ca. €40, púff… En við komumst þó á hotel, Hotel Menfi, ódýrt hótel sem við fundum á netinu. Við komum okkur vel fyrir í herberginu og röltum síðan út til að finna okkur eitthvað að borða. Fundum okkur veitingastað og fengum okkur hamborgara – en þegar maður var búinn að taka einn bita af borgaranum fór rafmagnið af öllum bænum (leit alla vegna þannig út þar sem við vorum). Það var mjög áhugavert að borða borgara í algjöru myrkri… en síðan kom rafmagnið aftur á.

Daginn eftir var bara skellt sér á ströndina til að sleikja sólina í smá tíma. Það var smá gola sem kældi mann niður og var maður ekki alveg að átta sig á því hversu sterk sólin var. En maður áttaði sig á því um kvöldið þegar maður var vel brenndur og nokkuð rauður, ok mjög rauður – ekki alveg planið… [núna er maður bara brúnn og fínn]

Næsta kvöld tékkuðum við á djammstemmningunni í Ítalíu og skelltum okkur á “Gasoline – American Bar”. Maður var þarna bara nartandi á jarðhnetum í góðum fíling að horfa á ítalskar gellur.

Dvölin þarna á Lido di Jesolo minnti nokkuð á Kýpur, maður var bara að sóla sig, taka því rólega og spila Mini Golf þar sem ég rústaði Bjössa ;)

Á fimmtudaginn tékkuðum við okkur út og síðan var planið að koma sér áleiðis til París. Við tókum rútu til Mestre, þaðan lest til Mílanó og svo svefnlest til París. Við lentum í vagni með tveim stelpum frá USA, einum Frakka og konu frá Kóreu. Hún vildi einmitt endilega kenna manni á hurðina: “This is rocked..” uh, ég var ekki alveg að skilja. “This is open, this is rocked..” ah, right. Þá mundi ég eftir “Lost in Translation” – asískt fólk vill oft bera L fram eins og R :)

Síðan er eitt magnað með Amerískar stelpur, maður er búinn að rekast á nokkrar á leiðinni og það virðist eins og þær allar hljómi nánast eins – nokkuð spes – og þær fara heldur ekkert framhjá þér, þær tala mikið og þær tala hátt.

Við komum til París ca. 9 og fórum á Woodstock Hostel sem einhver gaaur á lestarstöðinni var að plögga. Það var frekar ódýrt og bara nokkuð fínt. Við droppuðum bakpokunum okkar þar og röltum síðan um París þar sem við sáum það helsta: Effel turninn, sigurbogann, Louvre, Notre Dame, o.s.frv. Við lentum í herbergi með gaur frá Suður-Afríku, það var nokkuð magnað – fyrsta skipti sem maður hittir einhvern frá Suður-Afríku. Hann var víst búinn að vera ferðast í 3 mánuði, aðeins lengur en við. Um kvöldið fengum við okkur fínan franskan kvöldsnæðing: saltaðar pönnukökur með skinku, osti og Dijon sinnepi – mjög gott.

Daginn eftir (laugardagurinn 29. maí) tékkuðum við okkur út úr Woodstock Hostel og fórum á lestarstöðina. Þar tókum við lest til Amsterdam og síðan til Hertogenbosch þar sem Dagur, bróðir Bjössa tók á móti okkur. Hann tók okkur síðan í bæjinn þar sem var eitthvað Jazz festival þannig að þar var góð stemmning. Við tékkuðum á nokkrum stöðum. Meðal annars “Cuba Libra” þar sem var spiluð mjög sérstök tónlist – klassísk 80’s lög í bland við 90’s og allir þarna voru að fíla þetta – mjög sérstakt. Síðan var einn annar klúbbur sem við vorum að fíla meira – þar var spilað t.d. Foo Fighters, White Stripes, o.s.frv.

Dagur leyfði okkur að crasha í herbergi Eds, herbergisfélaga hans, þar sem hann var í Englandi og kæmi ekki fyrr en seint daginn eftir. En flugvélin hans kom fyrr eða eitthvað en hann s.s. valsaði inn á okkur kl. 9 sofandi á gólfinu hans og var frekar gáttaður :) Hann tók því nú nokkuð rólega, ég veit ekki alveg hvernig ég myndi taka því ef ég kæmi heim og það væru tveir gaurar liggjandi á gólfinu mínu.

Jamm, eins og fólk hefur kannski tekið eftir inniheldur þetta blogg íslenska stafi þar sem maður er núna í fartölvu Dags – gott mál.

Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me