Follow @HannesJohnson

Safnið fyrir July, 2004

July 16th, 2004 @ 0:50

Ikea-boy

Jahá, ég er svona gífurlega duglegur að blogga…

En hvað hef ég svona verið að gera síðan ég bloggaði síðast? Ég er búinn að fara þrisvar sinnum í bíó. Föstudaginn 2. júlí skellti ég mér á Chronicles of Riddick þar sem ég hafði unnið miða á sambio.is – Bara ágæt skemmtun, alla veganna betri en Pitch Black 1. Fullt af flottum tæknibrellum og Vin Diesel stóð fyrir sínu sem ofurtöffari með klassískum línum og stælum >> 2.5/4

Síðan fékk ég miða frá leit.is á Shaun of the dead – algjör snilld! Það er langt síðan að ég hef hlegið svona mikið í bíói, maður sprakk gjörsamlega. Breskur húmor er alveg einstaklega góður. Mæli eindregið með henni þegar hún kemur í bíó (30. júlí held ég) >> 3.5/4

Svo var ég núna að koma af Shrek 2. Mjög góð, alls ekki verri en fyrri myndin. Sami húmorinn og skemmtilegu tilvitnanirnar í hitt og þetta >> 3.5/4

Annars fór maður nú líka á Metallica tónleikana og hafði gaman af – hörku tónleikar og góð stemmning meðal þessa 18.000 manns sem voru þarna. En það var alveg einstaklega sveitt stemmning, maður var gjörsamlega gegnvota þegar maður gekk út eftir rúmlega 2 klst. keyrslu.

Ég skellti mér líka í Ikea og keypti bókaskáp og samsvarandi geisladiskaskáp svona til að gera pláss fyrir dótið mitt, geisladiskana og DVD myndirnar. Þetta kemur ágætlega út og nú þarf ég bara að taka til og henda fullt af dóti í þetta, það er eitthvað sem ég geri ekki mjög oft – að taka rækilega til í herberginu.

Síðan er 24 bara búinn, öss! Mögnuð sería, allt að gerast, mikið að breytast, get ekki beðið eftir seríu 4 – vonandi verður eitthvað djúsí aukaefni með DVD útgáfunni. Núna loksins getur maður lesið um 24 á netinu án þess að rekast á einhvern spoiler. En fyrir 24 sjúklinga eins og mig vil ég benda á 24inside.com en þar er einmitt hægt að sjá 5 viðtöl við nokkra úr crewinu.

Diskur dagsins | Ferming 97 ;)
Spam dagsins | congranulations! You won $13587
Beib dagsins | Keira Knightly

Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me