Follow @HannesJohnson

Safnið fyrir August, 2004

August 12th, 2004 @ 0:26

G-G-G G Unit!

Jamm, stærsta hip-hop veisla ársins búin. Í Laugardalshöllinni horfði maður á O.N.E., einhverja ameríska grúppu feat. íslenskan rappara, XXX Rottweiler, Hæsta Höndin og síðan Quarashi. Allt nokkuð gott, góðir taktar og mörg nett flæði. Maður var nú orðinn frekar þreyttur í fótunum, búinn að standa stanslaust síðan maður kom. Enn og aftur beið maður eftir að rótararnir gerðu sitt og loksins kom 50 Cent og G Unit. Þeir héldu uppi ágætu sjóvi í einn og hálfan tíma eins og gengur og gerist. Það var eitt sem þeir gerðu sem minnti mig á Busta Rhymes tónleikana í Köben – þeir létu lögin bara flæða ágætlega áfram, ekkert mikið að lúppa – bara eitt eða tvö vers, viðlagið og svo bara næsta lag.

Þeir voru nú aðallega að taka G Unit lög sem maður þekkir kannski ekki alveg eins vel, en þeir tóku náttúrulega alla helstu hittarana: In da club, P.I.M.P., If I can’t, 21 Questions, o.s.frv. við góðar undirtektir. Hljóðkerfið virtist síðan vera í góðu lagi – það var svo mikill bassi að nasirnar mínar titruðu stundum ;)

Á meðan á tónleikunum stóð voru þeir duglegir við að rífa af sér nánast allar flíkur og henda út í salinn. Það fóru derhúfur, handklæði, bolir, hlýrabolir, P.I.M.P. hatturinn, svitabönd… og síðan í lokinn tók 50 Cent sig bara til, klæddi sig úr skónum og henti þeim út í sal! Pant vera sá sem greip eitt stykki G Unit skó sem sjálfur 50 Cent klæddist á tónleikum.. og fara á eBay þegar maður kemur heim ;)

.spam dagsins | Holiday Voucher #421376 Tropical Travel Package
.beib dagsins | Kirsten Dunst | sponz : potb.com

Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me