Follow @HannesJohnson

Safnið fyrir January, 2005

January 12th, 2005 @ 22:24

Detta úr mér allar…

What the bloody… hvað er málið!? Þegar ég var að keyra heim úr ræktinni áðan stillti ég á X-ið en það heyrðist ekkert.. hélt að þetta væri bara dead air eins og kemur stundum fyrir – valdi næst Skonrokk en það var sama málið. “Nú? Skrítið, hlýtur að vera eitthvað að sendinum hjá Íslenska Útvarpsfélaginu eða eitthvað” hugsað ég. Nei, FM957 var að útvarpa. Jæja… hélt áfram að leita að tónlist.

Síðan kem ég heim, tékka á mbl.is og sé þetta! Hvað meina þeir?! Á bara að taka rokkið frá okkur? Hvað eiga rokk-hundar að gera, hlusta á Radio Reykjavík? Þetta er skandall – er FM957 að gera betur en X-ið?

Hafa þeir hugmynd hvað X-ið er stór partur í lífi þúsundir Íslendinga.. og á bara að rífa þetta frá mann sí svona? Það hlýtur að gerast eitthvað – einhver annar aðili tekur allt X liðið til sín eða eitthvað. Ég trúi því ekki að rokk-útvarpsstöð Íslands sé dáin.

Annars er maður bara byrjaður á fullu í skólanum. Búinn að spreða allt of miklum peningi í bækur. Fögin líta nokkuð vel út við fyrstu sýn

Síðan var fyrsta badminton-sessionið tekið á mánudaginn – mjög hressandi. Maður er reyndar með harðsperrur hér og þar – í vöðvum sem maður reynir venjulega ekki mikið á. Þetta er nefninlega furðu góð líkamsrækt – maður er hlaupandi um þarna fram og tilbaka veifandi spaða hægri vinstri.

Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me