Follow @HannesJohnson

Safnið fyrir March, 2005

March 1st, 2005 @ 23:49

I take you to the candy shop

Miðannarprófin voru í síðustu viku, gekk ágætlega. Þetta er ágætur undirbúningur fyrir lokaprófin – svona til að sjá hvar maður stendur og hvernig prófin eru upp byggð.

Það var smá hittingur hjá Bjössa á laugardaginn, allir helstu spaðarnir mættir. Eftir tjill og nokkra bjóra var maður “plataður” niður í bæ með því yfirskini að módelið ætlaði á Hvebbann. En eftir að fólk hafði snætt pizzur voru allir bara á leiðinni heim. En við Bjössi vorum nú ekki alveg á þeim skónum og skelltum okkur á Vegamót – sem er ágæt tilbreyting frá hinum venjulega rúnt sem maður tekur oftast.

Yfir í aðra spaða – Hið reglulega mánudags-badminton var á sínum stað. Hörkuspennandi leikir og var maður alveg “on fire” þarna. Virkilega skemmtileg líkamsrækt.

Ákvað líka að fiffa albúmið aðeins þar sem það stóðst víst ekki helstu ISO-staðlana samkvæmt gæðastjórum bloggsins. Síðan er aldrei að vita nema maður skelli inn nokkrum myndum við tækifæri.

prívat húmor dagsins | “..plíííís! Plííííííííís! Plíííííííííííííííííís!”

Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me