Follow @HannesJohnson

Safnið fyrir August, 2005

August 10th, 2005 @ 23:35

Róleguz á gufunni, djeng!

Það er fátt meira afslappandi en að skella sér í gufu eftir góða líkamsrækt. Bara sitja þarna og skipuleggja hvernig maður getur upprætt hungur heimsins…

En það eru sumir sem vilja endilega auka gufuna þótt það sé nú þegar góður hiti. OK, ég fór í gufuna til að slaka á, ekki sjóða af mér fituna. Shiiiiiit.

Þegar maður er bókstaflega byrjaður að brenna sig þá er maður ekki alveg að ná optimal zen moment. Þannig að maður nær bara að vera þarna í stuttan tíma – ekki kúl.

Jamm, þessi sérhönnuðu debetkort eru kannski svolítið sniðug en ein auglýsingin frá Landsbankanum finnst mér svolítið sérstök. Erum við að tala um alveg geðveika stalker-týpu? Fá lánaðan einhvern hund, elta hana og finna hvar hún vinnur… – er það sem virkar á svona hot gellur?

Það mætti halda að Málinu sé stjórnað af fyrrverandi Verzlingum – Ingunn ‘súpermódel’ Eiríks nýlega á forsíðunni og núna Silja ‘stílisti/ljósmyndari’ Magg.

Maður er að sjá meira og meira af liði sem maður þekkir í hinum ýmsu fjölmiðlum landsins – það er kannski að maður ætti að fara skrifa pistil einhvers staðar. Alla vegann miðað við vinsældir þessa bloggs þá myndi það klárlega slá í gegn. Toppurinn væri náttúrulega ef eitthvað blað myndi quote-a mig þegar ég er að missa mig yfir einhverjum sjónvarpsþætti.

Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me