Follow @HannesJohnson

Safnið fyrir October, 2005

October 21st, 2005 @ 21:05

Iceland Airwaves 2005 – Part 1

Ég er ekki búinn að fara á neina tónleika í ár – sem er náttúrulega skandall af því að maður þarf nú að skella sér reglulega á tónleika. Í fyrra fór ég á mjög marga tónleika en það þýðir samt ekki að ég eigi að sleppa því þetta árið. Þess vegna greip ég tækifærið þegar mér bauðst að kaupa miða á Iceland Airwaves fyrir Vildarpunktana mína sem ég hefði hvort sem er ekki notað.

Dagur 1

Festivalið byrjaði á miðvikudaginn og þrátt fyrir að vera á fullu í verkefnavinnu skellti ég mér smá niður í bæ. Ég brunaði heim beint úr skólanum og dreif mig á Nasa þar sem ég ætlaði að tékka á Hermigervli og Annie sem átti að vera einhver voða sæt söngkona frá Noregi. En þegar ég kom að Nasa ca. 23:30 var svona 300m biðröð!

Ég beið í um 20 mín en beilaði síðan og tékkaði smá á Gauknum, þar var Days of our lives að spila sem ég var ekki alveg að fíla þannig að ég fór á Pravda þar sem var Electro Breakz þema. Þar hlustaði ég á Ozy sem meðal annars tók smá freestyle improv um “Icelandic girls”. Þetta var að hljóma nokkuð vel hjá Ozy, góðir taktar og þéttur bassi, en eftir 20 mínútur fór ég út og ætlaði að tékka aftur á röðinni hjá Nasa.

Risa röðin var horfin og ég komst inn nokkuð fljótt. Þar var Annie byrjuð að spila hressandi rokk-elektró-popp með ljúfum söngi. Góð stemmning á Nasa og var ég sérstaklega að fíla lagið Come Together. Gaurinn á synthesizer, o.s.frv. fær 10 fyrir hressleika.

Þar með endaði degi númer 1.

Dagur 2

Ég var ennþá að vinna að þessu gífurlega skemmtilega hugbúnaðarfræði-verkefni en skilaði því kl. 21:30, brunaði heim og dreif mig í Hafnarhúsið til að ná Apparat Organ Quartet – náði svona síðustu 20 mínútunum – mjög áhugaverð tónlist, en gott rokk. Eftir það fór ég á Gaukinn þar sem var hip-hop kvöld – Cell 7 var að spila sem er basically stelpan úr Subterranean og gaur á plötuspilara. Þetta var nú ekki alveg að gera sig þannig að ég fór á Pravda þar sem var aftur eitthvað elektró/teknó kvöld. Ég veit ekki hvort það sé gott eða slæmt en gólfið á 2. hæðinni þarna gefur mjög vel eftir, nokkuð skemmtilegtur effekt. En þar sem ég ætlaði að hitta Enjarinn á Nasa stoppaði ég stutt á Pravda.

Fyrir utan Nasa var töluverð biðröð, en viðráðanleg þar sem hún færðist smám saman. Það var smá danskt kvöld á Nasa og þegar inn kom voru epo-555 að spila. Ég var nú ekki alveg að fíla þá, aðeins of tilraunakennt eitthvað… En síðan tók við PowerSolo og þrátt fyrir að vera frá Jótlandi þá eru þetta með svölustu Dönum sem ég hef séð. Það bar ekkert á þessum klassíska danska hreim þegar aðalsöngvarinn ávarpaði áhorfendur, heldur talaði hann með nokkuð góðum suðurríkja hreim (hann hlítur að hafa búið í USA í langan tíma). Þeir spiluðu mjög hresst rockabilly-country-punk-rock með skemmtilegum tilþrifum eins og að skalla mic-inn. Gott dæmi um góðar hljómsveitir sem maður uppgötvar á svona festivölum.

Síðan var það aðal-hljómsveit kvöldsins, Junior Senior. Þeim til hjálpar var Þórunn Antonía fyrrverandi bekkjarsystir sem söng bakraddir og tók líka eitt lag sjálf. Þeir voru með nokkuð gott show, svona rólega hress stemmning fyrri hlutann en í lokinn spiluðu þeir nokkur vel hress lög eins og Move Your Feet og myndaðist góð stemmning á gólfinu.

Þar með endaði degi númer 2.

Núna er ég hins vegar á leiðinni út og ætla að tékka á hljómsveitum eins og Au Revoir Simone og Juliette & The Licks.

Talandi um tónlist þá vil ég mæla með þessu brillíant cover-i á Baby Got Back: Tékk it. (mp3)

random quote | Hæ, hæ, þetta er Birgitta Haukdal og þú ert að hlusta á útvarpsþáttinn Breakbeat.is

Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me