Follow @HannesJohnson

Safnið fyrir December, 2005

December 5th, 2005 @ 21:40

Gull, reykelsi og myrra

Það var víst ekki alveg eins mikið hangs og ég hafði gert ráð fyrir eftir síðasta prófið. Ég slappaði náttúrulega vel af en það vildi svo til að það vantað einhvern í afleysingar við útkeyrslu þannig að ég hljóp í skarðið.

En það er ekki svo slæmt að vinna stöku sinnum – maður fær náttúrulega smá auka pening – en síðan er maður líka að hlusta á útvarpið sem maður hefði líklega ekki gert hefði maður ekki verið að keyra út vörur. Það vildi svo skemmtilega til að þegar ég var að afhenda klósettupphækkun eða eitthvað á Melhaga var ég að browse-a á milli útvarpsstöðvanna og leita að einhverju skemmtilegu… Ég lenti á KissFM þar sem þeir voru með einhvern jólaleik.

Þar sem leikir ýmiskonar vekja yfirleitt áhuga minn ákvað ég að staldra við og tékka aðeins á þessu. Var nú samt ekki alveg að nenna að hringja inn þar sem maður þarf nú oft að hringja inn svona 10 mínútum fyrir til að ná inn. Doddi tók inn hlustanda og lagði fyrir hann spurningu: “Vitringarnir sem heimsóttu jesúbarnið, hvað voru þeir margir og hvaða gjafir komu þeir með?”. Gaurinn svaraði: “Þeir voru 12… nei, uh, 3 og þeir komu með myrru… og, uh…”. Þá var Doddi ekki að nenna þessu: “5, 4, 3, 2, 1… sorry, við þurfum að taka inn annan hlustanda.”. Þá brást ég hinn snarasti við og hringdi inn – og viti menn, ég náði strax inn. Þar sem ég stundaði nú sunnudagsskólann af kappi á sínum tíma var ég náttúrulega með þetta allt á hreinu. Vitringarnir voru 3 og þeir komu með gull, reykelsi og myrru.

Bingó! Jackpot! Í vinning fyrir þetta mikla afrek mitt að hafa svona lágmarksþekkingu á þessu jóladóti þá fékk ég flugmiða fyrir 2, til og frá London/Köben einhvern tíman kringum jólin! ..and I quote: “Ég er ekki búinn að fara í ruglferð til útlanda í alltof langan tíma og þarf að gera eitthvað í því – jafnvel næsta vor/sumar eða bara um jólin…”. Viti menn, það rættist bara úr því :)

Þannig að ég mun að öllum líkindum vera í London með ónefndum lögfræðinema dagana 17.-21. desember. Garanteraðir punktar: túrismi, Ministry of Sound klúbburinn, almennt kaupæði (eða svona eins og fátækir námsmenn geta leyft sér) og góð jólastemmning í London.

En að öðrum hlutum… Námskeiðið í tölvusjón heldur áfram, nokkur skemmtileg atriði sem er fjallað um eru meðal annars eftirlitskerfi sem geta greint einstakar persónur og elt þær eins og í Las Vegas – og svona ryksugu-róbot eins og í Arrested Development.

OK, ég vil ekki hjóma eins og gamall kall en hvert er heimurinn að fara þegar unglingar hrækja í strætó?! Var á leiðinni upp í skóla þegar það komu nokkrir krakkar í strætóinn á Bústaðaveginum – “punks” væri líklega ágætt orð til að lýsa þeim (samt ekki pönkarar sko). Síðan þegar ein stelpan gekk aftur í strætóinn hrækti hún beint á gólfið eins og ekkert væri sjálfsagðara! ..og þetta var ekkert lítil slumma. Ég veit ekki… ég var alla veganna orðlaus – ég meina, hvað er málið?!

En svona á léttari nótunum, þá er þetta BARA fyndið: Q-Unit – Greatest Hits

random quote | They wouldn’t evict you at Christmas. You’d be ho-ho-homeless.

Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me