Follow @HannesJohnson

Safnið fyrir September, 2006

September 27th, 2006 @ 16:15

myspace er fyrir gelgjur…

OK, myspace er eitthvað voða vinsælt og Rupert Murdoch keypti það fyrir 580 millur – en ég er einhvern veginn ekki að fíla það – alla veganna ekki svona í heildina litið. Það er bara alltof mikið af junk síðum þarna – gelgjur alveg að missa sig í að modda lúkkið þannig að margar síðurnar minna mig á vefinn eins og hann var 1996; 100 mismunandi litir á öllu, fullt af hreyfi GIF-myndum, 30 mismunandi leturgerðir og -stærðir, o.s.frv.

Síðan er eins og það sé alveg ótakmarkað hvað fólk getur sett á síðuna sína og kommentað hjá öðrum – þannig að maður endar með svona 20 video á sömu síðunni sem eru öll að hlaðast inn, risa ljósmyndir og annað junk þannig að maður er með fimmfaldan lágréttan scrollbar…

Til dæmis var ég að skoða einhverja myspace síðu og vafrinn fór alveg í klessu – varð hægari en allt og ég gat varla gert neitt. En það lagaðist allt þegar ég lokaði myspace flipanum.

Þeir mættu líka alveg hafa það þannig að tónlistin byrji ekki að spila sjálfkrafa þegar maður fer á einhverja myspace síðu – verður algjört mess ef maður er sjálfur að hlusta á sína eigin tónlist eða er með opnar nokkrar myspace síður í einu.

Lúkkið á Facebook er svo smooth og clean – alveg að fíla það. Þeir eru með alla háskóla á Íslandi þarna – þannig að maður notar bara háskóla e-mailið sitt og þeir setja þig á réttan stað. Þeir sem eru ekki í háskóla get líka skráð sig.

Vertu pro, vertu fullorðins – fáðu þér facebook! — Addið mig síðan og skrifið á vegginn minn.

Það er reyndar ein takmörkun sem er svipuð og hjá myspace (sem er svona nett böggandi) að fólk þarf að vera loggað inn til að sjá allt stöffið mitt. En það er svosem ágætt svo hvaða perri sem er geti ekki verið að njósnast um mig.

Big shout out til módelsins sem hefur setið sveittur yfir PHP, AJAX og öðrum skemmtilegum skammstöfunum sem hefur skilað sér í flottasta AJAX blöögi Íslands.

Is it coke or is it love?
September 26th, 2006 @ 21:00

Sjáumst eftir 5 ár…

Var hjá tannlækni í dag. Hann var bara nokkuð ánægður með mig, engar skemmdir eða neitt – bara hreinsa smá tannstein. Voða svipað og þegar ég var síðast hjá honum… fyrir 5 árum.

Óþarfi að vera að borga tæplega 10.000 kall á ári (eða oftar?) til að skrapa smá tannstein og segja manni að muna að nota tannþráð.

Hann skráði mig reyndar í tékk aftur eftir ár… sjáum til hvort maður nenni þá eða skelli sér bara næst til tannsa 2011.

Búja! Tvær færslur á einum degi – þokkalega met. Eini lesandinn, Bjössi, verður örugglega fáránlega sáttur.

Let me stick my key in your ignition…
September 26th, 2006 @ 12:15

Það er erfitt að vera svona vinsæll…

Já, ég veit ekki hvort ég höndli þessar vinsældir. Ég hef alveg fullt í fangi með að svara öllum þessum kommentum.

Kannski ætti ég að gefa 42″ plasma sjónvarp og sjá hvort ég fái 14.128 comment

Eða gerast celeb Hollywood leikari / handritshöfundur / leikstjóri svo ég fái 1026 komment.

Pæling…

Crank

Skellti mér í bíó í síðustu viku á Crank. Er alveg að fíla Jason Statham sem svona action bad-ass. Eftir að hafa séð trailerinn kom það ekkert á óvart að þetta var action-adrenalín-keyrsla alveg í gegn en það kom skemmtilega á óvart hvað hún var í raun drepfyndin. Fyrir action-fíkla er þetta alveg must-see.

Nobody likes you when you’re 23…
September 20th, 2006 @ 21:59

Ég blogga þegar ég nenni að blogga…

Ég veit, ég veit… en ég hef bara verið upptekinn. En dömur mínar og herrar – ég kynni nýtt og glæsilegt myndagallerý.

Fyrir áhugasama er þetta myndagallerý byggt á Gallery og síðan notaði ég plug-in sem kallast WPG2 sem sameinar WordPress og Gallery. Þetta er ein snilldin við WordPress – það eru til alveg hellingur af alls konar plug-ins til að bæta og kæta blöögið manns.

Það er spurning hvort ég sleppi næst að fiffa svona við myndirnar – laga ljós og liti, stærð á myndum, o.s.frv… og skelli þessu bara á netið eins og þetta kemur úr myndavélinni. Þetta getur nefninlega tekið nokkurn tíma sem þýðir bara að myndirnar koma seinna á netið.

Ég var nú eitthvað að fikta í þessu gallery dóti og það eru alls konar sniðugir fídúsar í þessu – það ætti t.d. að vera hægt að kömmenta á myndirnar – bara ekki búinn að finna hvernig maður gerir það… Myndi fólk vilja kömmenta á myndir – ætti ég eitthvað að reyna redda því? Síðan getur fólk líka gefið myndum einkunn – gífurlega skemmtilegt allt saman.

En já, ferðasaga… það er náttúrulega möst að fara eitthvað á sumrin. Ég skellti mér til Slóveníu og Króatíu – eiginlega bara af því að maður hafði ekki farið þangað áður og að þetta var sunnarlega.

Áður en flogið var til Ljubljana gistum við í London í eina nótt og notuðum tímann til að túristast smá. Í Ljubljana beið okkar eitt flottast hótel sem ég hef gist á. Fáránlega töff herbergi með 42″ plasma sjónvarp á veggnum.

DSC00040.JPG

Í Ljubljana vorum við bara að túristast og tékka á því helsta – kastalinn, Tivoli garðurinn… Við fórum náttúrulega líka í rannsóknarleiðangur til að kanna hvort Slóvenar kunni að djamma.

Bjöllustrákurinn á hótelinu mælti með tveim stöðum – fyrst tékkuðum við á Global sem var á 5. hæð í einhverri blokk/verslunarhúsnæði. Við fyrstu sýn leit þetta út fyrir að vera fínn staður, flott útsýn af svölunum og ágætlega stór staður. En tónlistin var ekki það besta sem maður hefur heyrt á klúbbi – og hún var ekki mikið að skána. Kannski var það af því að þetta var mikið svona lókal tónlist, en ég var alla veganna ekki að fíla þetta í tætlur. Besta lagið sem var spilað þarna var Ace of Base – All That She Wants enda trylltist lýðurinn þá. Sjálft dansgólfið var í miðjunni en það var frekar skrítið að það voru tjöld í kringum það sem voru ekki dregin upp fyrr en einhvern tíman eftir miðnætti – þá var náttúrulega frekar mikil pressa og enginn þorði á dansgólfið fyrr en eftir nokkur lög. Síðan fannst mér líka skrítið þegar ég fékk White Russian í Martini-glasi og til að toppa það fékk ég lime með – Þú setur ekki súraldin í mjólkurdrykk, hefur fólk ekki séð hvað gerist ef maður blandar saman appelsínusafa og mjólk?

Við nenntum ekki að hanga þarna mikið lengur og skelltum okkur á Bacchus Bar. Þar var mun betri tónlist, dance/techno í kjallaranum og uppi var klassískt popp – og alveg troðið af fólki. En barþjónninn vildi ekki kannast við White Russian – var ekkert að skilja þegar ég bað ítrekað um White Russian og gaf mér bara vodka on the rocks.

Heimurinn er alltof lítill… eitt kvöldið í Ljubljana vorum við að rölta um bæinn að leita okkur að stað til að borða á. Við sáum veitingastað sem leit ágætlega út, þjónninn benti okkur að setjast bara hvar sem er og við hlömmuðum okkur á næsta borð. Þegar við vorum sestir áttuðum við okkur á því að það voru Íslendingar á næsta borði – tveir gaurar á InterRail ferðalagi. Þeir voru víst að koma frá Belgrad og voru svona í svipuðum pakka og við fyrir 2 árum. Þeir kvöddu síðan og fóru að leita að einhverjum subbulegum lókal pöbb.

Síðan má ekki gleyma Casino-inu sem var í kjallaranum á hótelinu – frekar töff. Allt voða bling-bling og fancy. Maður testaði þetta eitthvað smá en missti sig nú ekki alveg – hefði verið verra ef maður hefði tapað öllum gjaldeyrinum þarna.

Eftir nokkra daga dvöl í Ljubljana kvöddum við hótelið og hoppuðum upp í rútu til Króatíu. Áfangastaðurinn okkar var Porec, lítill túrista/strandar-bær ekki mjög langt frá landamærunum.

DSC00107.JPG

Í Porec var aðallega túristast og drukkið. Það rigndi nokkra daga á meðan við vorum í Króatíu og þá var lítið hægt að gera annað en að hoppa inn á einhvern stað og fá sér einn bjór eða svo.

Á kvöldin hoppuðum við á milli pöbba og tékkuðum líka á nokkrum klúbbum sem voru þarna í nágrenninu. Eins og ég sagði frá tékkuðum við á International Club sem maður var ekki alveg að fíla í tætlur. Hann var mjög stór og það er örugglega dúndur stemmning þarna þegar það er vel pakkað – en það var bara heldur fámennt (miðað við hvað margir hefðu komist fyrir) þegar við mættum. Annað hvort er staðurinn bara yfir-hype-aður eða þá komum við ekki á réttu kvöldi.

Cocktails & Dreams (eða C&D eins og hann var kallaður) var einn besti staðurinn sem við fórum á – brillíant DJ sem var með alveg fáránlega smooth dance session (DJ Mr. Cheff held ég að hann heiti). Síðan var ekki verra að staðurinn var svona 2 húsum frá hótelinu okkar. Annar staður sem var líka frekar góður var eiginlega inn í skógi við ströndina þarna. Við fyrstu sýn virtist þetta bara vera lítil og nett krá en síðan labbaði maður niður í kjallarann og þar var alveg vel pakkað af fólki (örugglega nokkur hundruð manns). Þar gat maður tjillað og horft á eldingar við sjóndeildarhringinn.

Á hótelinu vorum við með þýskt MTV sem maður tékkaði stundum á. Hérna er smá tóndæmi um þýskt rapp:
Jan Delay – Klar | Kool Savas – Das ist OR

Þegar það fór að hitna í kolunum greip maður tækifærið, skellti sér út á eyjuna með bátnum og tanaði sig í drasl á meðan maurar stálu snakkinu okkar.

Einn daginn var ekki alveg nógu gott veður til að geta verið að sóla sig. Þannig að við leigðum okkur hjól og hjóluðum strandlengjuna fram og til baka.

Þegar dvölinni í Porec var lokið tókum við rútu til Trieste þar sem við löbbuðum um alla borgina að leita okkur að einhverju að borða. Það tók sinn tíma og þegar við vorum loksins búnir að matast voru komnar þrumur og mígandi rigning. Þannig að við tókum leigubíl aftur á rútustöðina.

Á flugvellinum voru gífurlega skemmtileg skilaboð til þeirra sem voru á leiðinni til London – engin raftæki né vökvar leifðir í handfarangri. Það þýddi s.s. iPod, batterý, gemsi, vatn… og maður þurfti að endurpakka smá.

Eftir smá brölt komst maður loksins á hótelið í London. Það er spurning hvort maður auðveldi sér málið næst ;)

Í London var það m.a. flipp photosession á Piccadilly og pöbba-rölt sem endaði síðan með pulsu á Oxford Street. Síðan vorum við að labba um London og lentum í einni mestu rigningu nokkurn tíman – og ég sem var nýbúinn að fara í sturtu.

Þar hafið þið það… ef þú last í gegnum þetta allt (og smelltir á alla linkana) : til hamingju – þetta er örugglega lengsta færsla sem ég mun nokkurn tíman skrifa á þessu bloggi. Mér finnst að þú ættir að skrá nafn þitt í sögubækurnar fyrir þetta merka afrek og kommenta…

When do you sleep?
– Sunday.
Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me