Follow @HannesJohnson

Safnið fyrir November, 2006

November 26th, 2006 @ 20:59

It don’t matter if you’re black or white…

Gífurleg gleði – prófin búin og núna tekur við 3ja vikna námskeið.

Ákvað að skanna inn nokkrar gamlar myndir – svart-hvítar myndir sem ég tók þegar ég var í Grundtvigs Højskole. Maður fór í ljósmyndanámskeið þarna og við fengum svona manual myndavélar til að leika okkur með – þar sem maður þurfti að stilla allt sjálfur. Ekkert automatic point & shoot eins og maður er vanur með stafrænu myndavélarnar.

Maður vandaði sig miklu meira við hverja mynd þar sem maður var að borga fyrir filmuna, pappírinn og síðan þurfti maður að framkalla þetta sjálfur. En það var virkilega skemmtilegt að leika sér í myrkraherberginu og prófa sig áfram.

Tékkidát: teningar, haustlauf, gosbrunnur.

Eftir að Yahoo keypti flickr eru þeir búnir að bæta við alls konar sniðugum fídúsum. Einn sem mér finnst frekar kúl er svona geotagging fídús. Með því getur maður skráð nákvæmlega hvar ákveðin mynd var tekin og þá er maður með svona ljósmyndaheimskort fyrir allar myndirnar manns.

Come back on the run and kiss my love gun
November 19th, 2006 @ 19:02

My name is Zoolander, Derek Zoolander

Ég er á fullu í prófum núna – 2 búin, 1 eftir. En ætli maður skelli sér ekki samt á Zoolander 2. Hún er víst að fá ágæta dóma, Craig alveg að standa sig – hann kom meira að segja með nýtt lúkk sem hann kallar “Royale”:

Zoolander 2 - Now with even more explosions...

Maður er búinn að sjá smá úr Casino Royale og hann er alltaf með þetta killer Zoolander lúkk. Þannig að upp á djókið bjó ég til þennan skemmtilega póster. Fólk getur smellt til að sjá stærri útgáfu.

Annars lá við að maður hefði snjóað inni í gær. Flestir á 3ja ári voru að klára sitt síðasta próf í gær þannig að það var smá hittingur í Kópavoginum. Þegar maður leit út um gluggann seinna um kvöldið var komin lárétt snjóhríð. Þetta leit nú ekki út fyrir að vera mikið en þegar maður var á leiðinni heim þá var búið að snjóa töluvert og það tók talsvert langan tíma að komast á leiðarenda þar sem farið manns var á rennisléttum sumardekkjum. Eins gott að maður gat reddað sér fari heim því það var víst allt í rugli – vesen með leigubíla, björgunarsveitir kallaðar til og læti…

Don’t be jealous that I’ve been chatting online with babes all day
November 12th, 2006 @ 1:21

Jagshemash!

Var að koma af Borat – Sjúklega fyndin mynd… það er alveg ótrúlegt hvað þeir eru tilbúnir að gera, alveg sjokkerandi fyndið. Maður varð alls ekki fyrir vonbrigðum – sjaldan sem maður hefur hlegið jafn mikið yfir einni mynd. Ég meina, hvernig er ekki hægt að hlægja að þessum manni:

Borat

Síðustu helgi fór ég á The Departed. Virkilega góð mynd. Það vilja náttúrulega allir vinna með Martin Scorsese þannig að hann hefur ekki átt í vandræðum með að fá topp leikara í nokkurn vegin öll hlutverkin. Hörku handrit – hellingur af twist & turns, allir að svíkja alla – en samt ekki of flókið þannig að þetta var komið út í rugl. Ein af must-see myndum ársins fyrir kvikmyndaáhugafólk.

I’ve got a fever and the only prescription is more cowbell!
Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me