Follow @HannesJohnson

Safnið fyrir January, 2007

January 28th, 2007 @ 18:04

Mashups eru skemmtileg

Rakst á þessa skemmtilegu mashup plötu, Best of Bootie 2006:

Best of Bootie 2006

Ég er alveg að fíla Black Sabotage, Tricky Sandman og Short Skirt, London BridgeThe Money Song og Work It Out eru líka frekar töff.

Síðan eru líka nokkur hress bónus lög eins og You’re The One That I Want In The Next Episode og Confused Tobaco Rump.

(frá boingboing)

Thinking with my other head
January 23rd, 2007 @ 17:26

Inflation is a bitch

Nú er ekki langt síðan að verð í bíó hækkaði upp í 900 kr… Þeim tókst nú að lauma þessu inn án þess að mikið væri gert úr því – sá nú ekki mikið í fjölmiðlum um þetta eins og var þegar þeir hækkuðu upp í 800 kr. Reyndar fínt að fá alltaf 20% afslátt í gegnum Svarta kortið þegar maður fer í Sambíóin eða Háskólabíó – síðan verður maður bara að vera duglegur að redda sér frímiðum hér og þar…

En núna er búið að hækka verðið í strætó upp í 280 kr. (úr 250 kr.) fyrir eina ferð út í bæ og það kostar núna 650 kr. að leigja sér mynd á flestum video leigum. Maður þarf nú ekki að horfa á mynd oft til að það borgi sig bara að kaupa hana á DVD – Nýjar myndir kosta rúmlega 2.000 kr. og maður getur oft fundið klassískar myndir á ca. 1000 kall. Hvað þá með að kaupa þetta bara á netinu eða þegar maður fer til útlanda…

Síðan eru náttúrulega “aðrar leiðir” til að nálgast svona efni – og þá átt þú ekkert á hættu að þurfa að borga sekt af því að þú náðir ekki að skila myndinni… Ég ætla alla veganna að hugsa mig tvisvar um áður en fer næst út í leigu.

Með þessu áframhaldi sé ég alveg fram á að video leigur verði nokkurn veginn dauðar eftir 2-3 ár. Þær þurfa alla veganna að breyta eitthvað til ef þær vilja krafsa í bakkann aðeins lengur – Gefa manni einhverjar góðar ástæður fyrir því að fara til þeirra í staðinn fyrir að nota aðrar leiðir. Hvernig væri t.d. að leyfa manni að vera með gömlu myndina í viku? Eða gefa manni nýja mynd (að eigin vali) þegar maður er búinn að leigja 10-20 myndir hjá þeim (og skila fyrir 9)? Gefa manni snakk og/eða gos með hverri mynd – eitthvað þannig… Það að hækka verðið er alla veganna ekki rétta leiðin.

Já, það er ekki ókeypis að lifa…

Hei, ég á hálfs-árs afmæli í dag, vúhú!!!

Do I still like cheese? – Not if you want to stay alive you don’t.
January 19th, 2007 @ 13:55

Bónus býður betra ólöglegt efni?

Ég var að reyna að afskrá mig af póstlistanum hjá Bónus (sem er by the way ekki hægt – og það var annar aðili sem skráði mig til að byrja með, en það er annað mál…) og smellti á linkinn “Svolítið grín og gaman” til að sjá hvað bónus-mönnum finnst fyndið. Þá var þar nokkuð áhugavert video:

Malcolm in the Middle á bonus.is

Þetta lítur út fyrir að vera myndbrot úr Malcolm in the Middle… Reyndar svolítið fyndið myndbrot :) En mér finnst kannski ekki alveg rétt hjá “virtu” fyrirtæki að vera birta ólöglegt efni á síðunni sinni. Ekki alveg nógu pro…

Don’t go givin’ me evils!
January 17th, 2007 @ 20:13

Sæt er lykt úr sjálfs rassi???

Æi, wtf?! Ég var að sjá nýjustu myndina á mjólkurfernunum:

Sæt er lykt úr sjálfs rassi

En skemmtilegt og fróðlegt… Það getur vel verið að það sé eitthvað satt í þessu – maður hefur yfirleitt meira þol fyrir sinni eigin lykt. En þetta er kannski ekki alveg það sem ég vil sjá þegar ég er að japla á morgunkorninu.

Oh my God, that’s one huge freaking wave! We’re all going to die!!!
January 15th, 2007 @ 20:47

Microsoft kann þetta…

Shit, rakst á þetta illa súra kynningarmyndband frá Microsoft. Spólið á 07:00 því þá fara hlutirnir að gerast, eða eins og stendur í lýsingunni:

Boring until the 7 minute mark when the production is taken over by crack-smoking monkeys.

Þetta video hefur örugglega verið gert þegar rappið var nýorðið mainstream og allir auglýsingagúrúarnir vildu hafa smá rapp af því að það var svo gegt hipp og trendí. Njótið:

Windows 386 promo video

Gerist ekki betra. Ótrúlegt en satt þá var þetta ekki stóra tækifærið sem kom aðalleikkonunni Victoria Carver á kortið – samkvæmt imdb þá hefur hún einungis leikið í einhverri X-rated mynd og einni sjónvarpsmynd…

(frá boingboing)

The more you know who you are, and what you want, the less you let things upset you.
January 13th, 2007 @ 16:21

Back to school…

Skólinn byrjaður aftur alveg á fullu… Fékk þessa gífurlega skemmtilegi stundatöflu – á bara að mæta í skólann á þriðjudögum og þá vill svo skemmtilega til að ég á að vera í tveim fögum á nákvæmlega sama tíma. Þannig að ég er eiginlega í fjarnámi í tveim fögum, frekar skrítið.

En síðan er maður náttúrulega á fullu í lokaverkefni, erum að undirbúa, skipuleggja, gera áætlanir og skýrslur núna. Ætli maður verði ekki nokkurn veginn 24/7 í þessu þangað til í sumar. En þá er maður líka búinn með þetta allt saman. Ekki hugmynd hvað tekur við eftir það… ætli ég fari ekki á sjóinn.

Já, þeir taka vel á móti manni hérna í skólanum á nýrri önn… Ég var uppi í skóla um daginn og ætlaði að tékka á blogginu mínu og fékk þessi skemmtilegu skilaboð:

Blocked by Websense

Þeir settu upp svona filter stuttu fyrir jól – líklega til að reyna stoppa torrent traffík – en þeir eru líka að blokka alls konar aðrar síður. Hvað, erum við í menntaskóla?! Er okkur ekki treystandi að vafra á netinu eins og við viljum?

En það lítur út fyrir að þeir séu núna búnir að taka þetta fallega blogg af bann-listanum. Hef reyndar ekki hugmynd af hverju bloggið fór á bann-listann til að byrja með – kannski af því að það er svo ógesslega vinsælt eða vegna þess að ríkisstjórnin fílar ekki pólitískar skoðanir mínar.

Hinsvegar ef það gerist aftur að bloggið verður blokkað þá geta dyggir lesendur notað þjónustur eins og HideMyAss.com, proxify.com eða StupidCensorship.com.

I spit kisses and hugs like .45 slugs
Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me