Follow @HannesJohnson

Safnið fyrir February, 2007

February 21st, 2007 @ 17:12

Ron Jeremy

Ron Jeremy kom til Íslands fyrir nokkrum árum… Hann var eitthvað að plögga myndina sína og standup sem hann var með í Háskólabíó.

Maður var í Verzló á þeim tíma og það kom skemmtilega á óvart þegar Ron Jeremy valsaði inn til okkar með Sveppa, Audda og einhverju camera crew-i. Hann spjallaði eitthvað við okkur og “kenndi” okkur í smá tíma – þetta var allt tekið upp og sýnt á Popp Tíví. Hann var víst kennari áður en hann fór í dóna bransann og ef ég man rétt var hann m.a. að kenna okkur um ameríska mannkynssögu eða eitthvað.

Þar sem ég er náttúrulega fan #1 þá bað ég hann um eiginhandaráritun. Hann reyndar misskildi mig eitthvað og skrifað hana til Johannes ;)

Ron Jeremy autograph

Þetta er náttúrulega priceless gripur en ég er tilbúinn til að selja þetta fyrir 97.000 kr. (stgr.) eða í skiptum fyrir eitthvað annað – eins og t.d. eiginhandaráritun frá Jack Bauer …uh, ég meina Kiefer Sutherland.

My name is Domino Harvey… I am a bounty hunter.
February 17th, 2007 @ 20:02

Prince Polo

Já, Einar er ekki einn um það að vera orðinn stoltur bíleigandi… Eftir alltof margar strætóferðir er maður loksins kominn á sinn eigin bíl. Ekkert meira að bíða í nístingskulda eftir strætó eða að öskra á eftir strætó af því að hann kom of snemma – og maður þarf ekki lengur að reiða sig á aðra til að skutla manni (alla veganna minna um það). Nýjir og betri tímar, já, já…

Þetta er græjan:

Sweet ride - Prince Polo

VW Polo (árg. 2002) og eins og þið sjáið er hann grænn. Síðan stendur 74,8 hö (veit ekkert hvað hö er…) og 1390 slagrými (huh? hvað á maður að vera að slá?). En þetta er náttúrulega flottasti bíllinn á götum borg óttans og mun valda öngþveitum þar sem fólk mun ekki geta tekið augun af honum.

Ég er náttúrulega búinn að skrá mig í Live2Cruize – öllum boðið á hafnar-planið næsta fimmtudag þar sem ég verð innvígður. Næst á dagskrá er síðan að fá sér almennilegt spoiler-kit og henda 27″ keilu í skottið.

Girl we off in this jeep, fogging windows up, blasting the radio, in the back of my truck…
February 5th, 2007 @ 20:34

I’m bringing sexy back…

Justin Timberlake er ekki svo galinn gaur. Hann og hans crew kunna alveg að gera mjúzík. Margt nýtt og frumlegt í gangi á nýjustu plötunni… En það tók nú smá tíma að venjast fyrsta sínglinum SexyBack

Það lag var svona temmilega vinsælt og fyrir nokkrum mánuðum fann ég þessa skemmtilegu paródíu, Paxilback:

Síðan heyrði ég nýlega í útvarpinu cover af SexyBack – svona rólega kassagítars útgáfu: Rock Plaza Central – SexyBack. Það er líka búið að mixa video fyrir þetta:

Smá credit: Rock Plaza Central | fann mp3 hérna

Dance like nobody’s watching…
Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me