Follow @HannesJohnson

Safnið fyrir June, 2007

June 21st, 2007 @ 1:57

Loft tónleikar

AIR

AIR by Hrefna S.

Já, já, dúndur tónleikar. Eins og kom fram þá er Air ein af mínum uppáhaldshljómsveitum – virkilega sáttur með að þeir hafi komið hingað. Bjóst eiginlega við að ég myndi þurfa að fara á tónleika erlendis til að sjá þá.

Það var einhver norsk grúppa sem hitaði upp með söngkonunni Kate Havnevik í fararbroddi – ágætlega gaman af þeim, voru með nokkur hress lög. Kate var reyndar með svolítið “Bjarkar” takta, veit ekki alveg hvort það var eitthvað að hjálpa þeim.

Þar sem Air semur svona stúdíó-tónlist þar sem er verið að mixa saman ýmsum mismunandi hljóðum þá var það nokkuð áhugavert að sjá hvernig þeir fluttu þetta Live. Lögin voru mörg nokkuð frábrugðin því sem maður er vanur að heyra – en kom skemmtilega út, þeir voru oft með alls konar útidúra sem voru alveg að virka.

Þeir voru með fínt setup – Nicolas var örugglega með 7 mismunandi gítara sem hann var alltaf að skipta á milli og Jean-Benoît var með fullt af hljómborðum, synthesizers og ég veit ekki hvað og hvað í kringum sig. Þeir voru síðan með 3 aðra hljóðfæraleikara með sér. Það voru ljósa róbottar út um allt sem sköpuðu góða stemmningu. Síðan var ég alveg að fíla stjörnurnar í bakgrunninum – það var búið að þekja allt bakvið hljóðfærin með teppi eða einhverju með litlum perum á sem voru oft í takt við tónlistana.

Veit ekki hvort það sé eitthvað Frakka dæmi en þeir voru gífurlega hógværir. Síðan létu þeir klappa sig upp tvisvar sem var alveg að vekja góða lukku. Síðasta lagið var örugglega kringum 7 mínútur þar sem þeir voru bókstaflega að spila af fingrum fram (ég held að ein ástæðan fyrir því var að einn synthesizer-inn var eitthvað að klikka og þeir voru bara eitthvað að leika sér á meðan það var verið að laga hann).

Þetta var náttúrulega hluti af Pocket Symphony túrnum þannig að þeir voru aðallega að taka lög af þeirri plötu en skelltu inn á milli vinsælum slögurum af hinum plötunum þeirra. Þannig að maður fékk að heyra lög eins og Cherry Blossom Girl, Don’t Be Light, Talisman, Sexy Boy, Kelly Watch the Stars, Surfing On A Rocket og önnur lög sem ég man ekki alveg í augnablikinu.

Hérna eru 2 hress tóndæmi af plötunum “10 000 Hz Legend” og “Talkie Walkie”:

Don’t Be Light
Alpha Beta Gaga

Önnur mynd frá tónleikunum:

YA 7902

YA 7902 by Eythor.

I was born with the voice of a riot
June 14th, 2007 @ 23:50

Þetta er kolefnisjafnað blogg

Það er allt að verða vitlaust. Fólk er alveg fáránlega grænt og ógeðslega mikið að hugsa um náttúruna og kolefnisjafna allt og alla. Maður getur örugglega kolefnisjafnað ömmu sína ef maður hefur áhuga á því… En þetta er allt gott og blessað, það þarfa að passa upp á þessa blessuðu plánetu ef við viljum lifa hérna eitthvað örlítið lengur. Ég vil nú ekki vera minni maður og vil stoltur tilkynna að þetta blogg er sko þokkalega grænt:

Green Web Hosting! This site hosted by DreamHost.
(Það er hægt að smella til að staðfesta það sko.)

En er fólk að kaupa þetta Kolviðar dæmi? Þetta er nú ekki góðgerðarstofnun – hvað ætli fari mikill hluti í að virkilega planta trjám? Þessar auglýsingar eru nú ekki ókeypis og starfsmennirnir þurfa að fá sín laun (þeir eru samt líklega ekki mjög margir). En þetta er sniðugt, voða trendy – það er til alveg slatti af svona batterýum erlendis. Íslendingar þurfa nú líka að vera með í að bjarga þessari plánetu frá glötun. Ætli við séum ekki nú þegar að kolefnisjafna mest í heimi? (…miðað við höfðatölu)

They say jump, you say how high?
June 11th, 2007 @ 16:52

Partý!

Já, já, dúndur partý. Góð stemmning… eins og einhver sagði: “…það var góðmennt”. Henti inn nokkrum myndum úr veislunni. Það var nóg af veitingum og fólk var alveg endalaust hresst:

DSC01401.JPG

Reykingarbann, já… – í staðinn fyrir reykingarlykt þá fann maður bara í staðinn svitalykt og áfengislykt… spurning hvort það sé eitthvað skárra ;) En maður vaknaði alveg eiturhress þannig að það er kannski bara fínt að henda fólkinu út í rigninguna :)

You better look at me straight up and down. Six o’clock bitch, check it out now.
June 6th, 2007 @ 1:13

Ég vil fá Peter Griffin til að halda ræðu

Maður er víst að fara útskrifast á laugardaginn. Það er allt gott og blessað. En svona útskriftir geta dregist svolítið á langin, sérstaklega þegar það er bara ræða eftir ræða og maður situr með eitthvað mega-spotlight í andlitinu. Þess vegna er alveg upplagt að hafa smá skemmtiatriði til að brjóta þetta upp svolítið. Harvard hefur alveg áttað sig á því og þeir bjóða alltaf einhverjum grínista til að halda skemmtilega ræðu – þeir hafa t.d. fengið Ali G og fleiri góða. Í fyrra buðu þau Seth MacFarlane til að gefa nemendum nokkur heilráð. Njótið:

Hérna talar hann sem Peter Griffin:

Stewie:

..og að lokum, Glenn Quagmire:

Gott fjör. Væri ekki leiðinlegt að fá Pétur Jóhann Sigfússon eða annan hressan til að segja manni hvað maður á að gera eftir skólann ;)

Annars verður partý ársins haldið kvöldið 9. júní. Bjössi bjó til þetta fína boðskort og setti það á hüt. Ég ætla líka að skella því hingað inn:

Partý ársins

Ef þú hefur áhuga á að mæta hentu þá inn kommenti hérna og ég skal setja þig á VIP listann (kannski, ef þú biður fallega…).

I hope you got a big trunk because I’m going to put my bicycle in it.
Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me