Follow @HannesJohnson

Safnið fyrir July, 2007

July 20th, 2007 @ 20:50

Ljósmyndir

Það er alltaf gaman að taka myndir… Maður hefur verið að taka fleiri og fleiri myndir með árunum og hefur maður átt nokkrar myndavélar. Þegar ég fermdist fékk ég Kodak APS myndavél og reyndi maður að nota hana þegar tækifæri gafst – en mig minnir að hún hafi aðallega verið notuð í ferðalögum. Síðan þegar ég útskrifaðist úr Verzló fékk ég líka þessa fínu Sony DSC-P32 sem hefur reynst mér vel síðustu 4 ár og hefur skilað mér nokkrum frekar flottum myndum. En mig hefur alltaf langað í “alvöru” myndavél – þar sem ég get breytt öllum hugsanlegum stillingum, sett á mismunandi linsur, o.s.frv…

Fyrir stuttu var maður víst að útskrifast aftur og hvað ætli maður hafi fengið — þessa líka glæsilegu Canon EOS 400D. Þetta er sko alvöru myndavél og er maður ennþá að læra almennilega á hana. Síðan langar mig að kaupa fljótlega fleiri linsur. Ég held ég kaupi mér næst fisheye linsu – mér finnst þannig effectar fáránlega töff.

Ég er búinn að vera bæta við nokkrum “töff myndum”… Fólk á náttúrulega að tékka reglulega á flickr síðunni minni – en svona til öryggis ætla ég að birta nýjustu myndirnar hérna:

Tunnel Driving towards the sunset... My old gear
Sunset and the lighthouse Grótta Driving home... Another sunset
My new gear Driving by... They say jump, you say how high

Ætla ekkert að hafa þetta mikið lengra því þá myndi ég örugglega fresta því enn frekar að pósta þessari færslu. Segir mynd hvort eð er ekki meira en þúsund orð? Þá ætti ég að vera kominn með vel yfir 10.000 orð – það ætti að vera nokkuð gott :)

You could be my black Kate Moss tonight…
July 6th, 2007 @ 1:05

Random thoughts…

Það er ekkert lítið hvað maður er sáttur með þetta veður – bara sól og blíða marga daga í röð. Svona á þetta að vera. Ég held að fólk ætti alveg að sleppa því að kolefnisjafna sig – þessi gróðurhúsaáhrif eru að gera góða hluti ;) Það er nú búið að hóta manni verra veðri næstu daga en ég segi að þetta sé bara eitthvað tímabundið – svona rétt til að bændurnir fái smá rigningu. Ég ætla að panta svona gott veður út sumarið (og jafnvel eitthvað lengur).

Sumar (og sérstaklega þegar það er svona gott veður) þýðir náttúrulega eitt: Grill. Maður er búinn að grilla nokkrum sinnum nú þegar og enginn ástæða til að hætta núna – alltaf til að í að grilla með einhverju góðu crew-i.

Fór á tónleika með The Rapture í síðustu viku – mjög góðir tónleikar. Motion Boys hituðu upp með nokkrum hressum lögum áður en The Rapture stigu á stokk. The Rapture eru hressir New York gaurar sem spila skemmtilega tónlist sem mætti kannski kalla “fast-tempo rock”, “e-pillu rokk” eða bara “partý rokk” og náðu þeir að halda uppi nokkuð góðri stemmningu. Gaman að heyra í þeim aftur, þetta er svona hljómsveit sem er eiginlega skemmtilegra að hlusta á/sjá á tónleikum heldur en bara að hlusta á af plötu – maður man ennþá hvað þeir komu skemmtilega á óvart á Airwaves 2002.

Ég held að það sé næsta víst að Vegamót sé langbesti staðurinn – enginn annar sem er nærri því jafn góður. ’nuff said.

Já, Die Hard 4.0.3 beta segiru… Alveg að fíla hana, olli sko ekki vonbrigðum – John McClane er ennþá badass. Fínasta action-mynd og klassískur sumarsmellur. The Lookout er líka nokkuð góð mynd, kannski svolítið róleg á köflum en fín spennumynd.

Nákvæmlega! – ég hef lengi verið að velta fyrir mér af hverju það er ekki til eitthvað svona. Það væri t.d. hægt að setja upp svæði þar sem fólk gæti eyðilagt bíla sem á hvort eð er að kremja í kassa. Þá þyrftu sumir kannski ekki að fríka út á nýja og fína bíl í Hafnarfirði.

Samkvæmt mínum heimildum varð bloggið 1 árs í vikunni – ég trúi því ekki að það sé enginn búinn að gefa mér gjafir. Jæja, þá fáið þið enga köku. Það er möguleiki að ég geri eitthvað sérstakt til að fagna þessum áfanga – flikka eitthvað upp á lúkkið eða henda inn smá dóti sem ég er víst búinn að lofa í langan tíma.

Ég var að frétta að ónefndur einstaklingur hefur átt erfitt með að commenta – hafa fleiri lent í því? Ef svo er, endilega commentið ;) Aglavegna – reynið að ná sambandi við mig gegnum aðrar leiðir. Ég veit ekki til þess að það ætti að vera eitthvað að valda vandræðum…

Já, eitt í viðbót – ég er víst búinn að færa mig yfir til Símans. En ég held vissulega númerinu mínu. Kannski vert að láta fólk vita af því svo það fái ekki áfall þegar það fær himinháan reikning eftir að hafa talað við mig í fleiri klukkustundir samfleytt (á meðan það hélt að það væri að borga geðveikt ódýran Vodafone í Vodafone taxta).

Ya lookin’ good in that Gucci bikini
Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me