Follow @HannesJohnson

Safnið fyrir August, 2007

August 22nd, 2007 @ 1:23

Hvað er í gangi?? – Twitter?

twitter Fólk hefur kannski tekið eftir þessu “Hvað er í gangi?” dóti sem ég setti hérna fyrir ofan. Veit ekki hvort að fólk hafi mikið verið að tékka á þessu en þetta er s.s. tekið frá Twitter. Twitter er eitt af þessum hipp og kúl Web 2.0 síðum og þar sem maður er svo mikill “early adopter” þá ákvað ég að testa þetta til að sjá hvort það væri eitthvað varið í þetta. Það má segja að Twitter sé eins konar örblogg, en það gengur út á að svara spurningunni “What are you doing?” og getur þú uppfært í gegnum netið, úr símanum þínum (SMS) eða með IM.

Þetta er kannski ekki ósvipað “Status Updates” á facebook – en þetta er aðeins meira líbó, það sem maður skrifar þarf ekki að vera í framhaldi af “Hannes is…”. Síðan getur maður líka svarað twitter skilaboðum frá öðrum og sett inn linka með skilaboðunum. Það má líka segja að það séu svipaðar pælingar bakvið þetta og “personal message” á MSN. Margir nota það til að setja inn skilaboð um eitthvað sem þeir voru að gera eða eru að fara gera. Þannig að ef þú setur það (líka) á twitter ertu kominn með safn af sniðugum skilaboðum sem þú vildir endilega koma á framfæri.

Maður er miklu frekar til í að skrifa reglulega svona stuttar “uppfærslur” heldur en að skrifa daglega blogg færslur (sem geta tekið dágóðan tíma)… Það er ekki eins mikil pressa að skrifa eitthvað af viti þegar þú hefur bara pláss upp á 140 stafi ;)

Maður getur skráð sig á Twitter og bætt við einhverju liði sem maður vill fylgjast með – síðan getur þú valið um að fá uppfærslur sendar í gegnum SMS og/eða á vefnum. Annars getur fólk bara tékkað á Twitter síðunni minni – það er meira að segja boðið upp á RSS feed.

Það sem mér finnst sniðugast við Twitter er að þú getur uppfært í gegnum símann þinn. Mér tókst reyndar ekki fyrst að staðfesta símann minn (þegar ég var hjá Vodafone) – en eftir að ég skipti yfir til Símans þá ákvað ég að prófa aftur… og það gekk.

Ég veit ekki hversu mikill áhugi er fyrir svona örbloggi – en fólk vill “vita allt um hvað ég geri” er það ekki? Ég held samt að þetta væri líklega aðeins áhugaverðara ef maður væri að gera eitthvað sérstakt – eins og þegar maður er á ferðalagi (t.d. á InterRail) eða á festivali (eins og Iceland Airwaves). Ég mun t.d. hugsanlega uppfæra aðeins oftar en venjulega þegar ég skrepp til Manchester núna um mánaðarmótin – er áhugi fyrir því?

Til að birta þessi update á blogginu nota ég twitterRSS plug-inið (með smá breytingum) – en það er eitthvað bögg með íslensku stafina. Nenni varla að hakkast í þessu til að fiffa það – þannig að ég held ég skipti bráðum yfir í javascript lausnina sem Twitter býður upp á.

Talandi um web 2.0 þá er ný síða frá digg liðinu sem heitir Pownce. Þeir opnuðu núna í sumar og þetta er “invite only”. Maður er nú ekki búinn að testa þetta alveg nóg en þetta er hugsað til þess að senda skilaboð til vina þinna, skipuleggja atburði og auðveldlega senda skrár þvers og kruss. Ég held að sniðugasti fídusinn sé að maður getur sent (frekar) stórar skrár sín á milli – skrárnar geta reyndar verið max 10 MB (nema þú sért Pro – sem kostar $20 á ári). En það er upplagt til að skiptast á sniðugum MP3 lögum. Ef fólk hefur áhuga á að prófa þetta látið mig vita – ég er með 6 5 [Einar búinn að taka eitt] invite.

OK, þetta var kannski of mikið nördatal fyrir suma lesendur… Ætti ég kannski frekar bara að setja inn einhver sniðug video?

Oprah does my laundry…
August 9th, 2007 @ 0:33

Video

Já, töluvert bloggleti í gangi (mér sýnist ég ekki vera einn um það). En á meðan ég bíð þess að “blogg andinn” komi yfir mig ætla ég að skella inn nokkrum klippum.

Þetta er náttúrulega snilldar titill á mynd: Doggy Poo

a heart warming fable for all ages

Nýjasta “hittið” (bara búið að horfa á þetta 4.186.445 sinnum) á netinu: Chocolate Rain
Crazy rödd hjá þessum gaur.

Chocolate Rain
Build a tent and say the world is dry
Chocolate Rain
Zoom the camera out and see the lie

Holy crap… vá hvað ég hélt að þessi gaur væri að fara klúðra þessu og gera sig að fífli:

Bjóst ekki við svona rosalegri óperu.

Let’s hug it out, bitch
Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me