Follow @HannesJohnson

Safnið fyrir January, 2008

January 26th, 2008 @ 21:02

Hress 2007

Fólk er greinilega alveg æst í að sjá Hress 2007 listann ;)

Já, “Hress Collezion” byrjaði allt með því að ég ætlaði að skrifa nokkur lög á disk seint árið 2002. Ætli ég hafi ekki skrifað þetta til að geta blastað eitthvað þegar ég var að krúsa um borg óttans… Mig vantaði eitthvað nafn til að krota á diskinn og þar sem flest lögin voru nokkuð hress (fjörug, skemmtilegur taktur, koma manni í gott skap…) þá skrifaði ég á diskinn Hress 2002. Árið 2003 hlustaði ég töluvert á þennan disk og var greinilega ekkert að búa til nýjan disk – Hress 2003 er ekki til. Meirihluta 2004 var ég nokkurn veginn tölvulaus [sjá “Stóra Grundtvigs ránið“] þannig að ég var ekki mikið að braska í að skrifa diska eða safna tónlist þá. En 2005 byrjaði ég aftur að safna og bjó til playlista í iTunes sem ég kallaði náttúrulega Hress 2005.

Ég hef svo verið að búa til nýjan lista á hverju ári síðan þá. Án þess að það hafi verið markmiðið þá eru allir listarnir hingað til svipað langir. Þeir innihalda 27-29 lög og eru 1,9-2,2 klst. – alveg upplagt til að gefa út sem tvöfalt albúm ;)

En að Hress 2007. Þetta eru yfirleitt lög sem hafa verið gefin út 2007 – en ekkert endilega… kannski heyrði ég þau fyrst 2007 eða bara var að fíla þau 2007. Þannig að það eru ekkert mjög strangar reglur í kringum þetta, nema kannski að það meikar kannski ekki sens að hafa sama lagið á fleiri en einum lista. Þetta eru mörg mismunandi lög, úr mismunandi tónlistargreinum – en þau eiga eitt sameiginlegt að þau eru öll alveg gífurlega hress :) Sum lögin eru þó hressari en önnur.

Here we go:

Fischerspooner – Emerge

Brazilian Girls – Jique (MSTRKRFT Remix)

Tiga – You Gonna Want Me
– held ég þurfi að gefa hr. partý credit fyrir að kynna mér fyrir þessu

GusGus – Hold You (Hermigervil’s remix)
– sum lögin hef ég nú póstað áður

Simian Mobile Disco – Hustler
– var búinn að pósta video-inu á I am not taxi

Justice – D.A.N.C.E (MSTRKRFT Remix)
– Justice maður… þeir væru örugglega með fleiri lög á listanum ef ég væri búinn kynna mér þá betur, alveg að klikka á þessu – eru einhver lög sem er alveg möst að tékka á betur?

Seal – Amazing (Thin White Duke Main Mix)

Britney Spears – And Then We Kiss (Junkie XL Remix)

Justin Timberlake – What Goes Around… / …Comes Around

Teddybears – Cobrastyle

The O’Jays – Put Your Hands Together
– klárlega elsta lagið á listanum (frá 1973), en ég var að fara í gegnum safnið mitt og áttaði mig á því hvað það er gífurlegur hressleiki í þessu lagi :)

Paulo Nutini – New Shoes

Air – Mer du Japon

Hot Chip – My Piano
– heyrði þetta fyrst hjá Hjalta

Bloc Party – She’s Hearing Voices

Metric – Monster Hospital (MSTRKRFT remix)

Bangers & Cash – Loose
video á I am not taxi

The Fiery Furnaces – Automatic Husband
Einar benti mér á þetta

MSTRKRFT – Street Justice

Bloc Party – The Prayer

Kanye West – Stronger

Beyoncé – Upgrade U (Feat. Jay-Z)

Rihanna – Shut Up and Drive

Britney Spears – Piece Of Me

Seal – Amazing

GusGus – Moss

The Prodigy – Goa

GusGus – David (Darren Emerson Mix)
– ég tók mér það bessaleyfi að bæta þessu við listann bara núna – rak augun í þetta þegar ég var að skoða mp3 möppuna á officialstation.com – auðvitað á þetta heima hérna… Ari á heiðurinn af því að plögga þetta lag.

Já, MSTRKRFT komu nokkuð sterkir inn 2007 – eiga eitt lag á listanum og 3 remix. Síðan er GusGus náttúrulega að standa sig nokkuð vel með 3 lög af 28.

Ef fólk er að fíla þennan lista þá er aldrei að vita nema ég sé til í að pósta líka Hress 2002, Hress 2005 og Hress 2006 – hvað segir dómnefnd? Síðan er ég meira að segja líka með lista sem heitir Hress – Rock & Roll ;)

I like it. I like it a lot.
January 15th, 2008 @ 1:49

Ed Harris að auglýsa fyrir SÍBS?

Ég var að tékka á mbl.is og var bara að skrolla niður þegar mér sýndist ég sjá mynd af Ed Harris í auglýsingu þarna… þetta var s.s. auglýsing fyrir Happdrætti SÍBS. Efaðist nú um að SÍBS hefði sama budget og Kaupþing til að fá Hollywood celebrity til að auglýsa fyrir sig – og þegar auglýsingin var búin að rúlla einn hring og myndin af gaurnum kom aftur sá ég nú að þetta var ekki Ed Harris. En finnst ykkur þeir ekki svolítið líkir?

Ed Harris lookalike

Ed Harris

Hey, ein pæling… nú fékk ég svona meh viðbrögð síðast þegar ég tékkaði hvort fólk hefði áhuga á því að ég væri að pósta tónlist. Síðustu ár hef ég í gamni verið að setja saman playlista sem ég kalla “Hress 200#”. Þannig að ég er með á tölvunni þennan gífurlega hressa playlista Hress 2007 – nú er bara spurning hvort einhver þarna úti hafi áhuga á að ég pósti þeim lista (með tóndæmum)?

All I want to do is be more like me and be less like you
Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me