Follow @HannesJohnson

Safnið fyrir February, 2008

February 25th, 2008 @ 1:30

Kvikmyndaárið 2007

Ég var nýlega spurður að því hvaða kvikmynd mér fannst best árið 2007 og ég var bara ekki alveg viss… Þá er mjög hentugt að geta tékkað á kvikmyndagagnrýninni minni til að hjálpa sér að rifja upp. Ég reyndar byrjaði ekki að skrá þar fyrr enn í júlí þannig að ég verð bara að notast við upplýsingar síðan þá – man ekki alveg hvaða myndir ég sá fyrri helming ársins. Ef fólk getur hresst upp á minnið mitt þá er það velkomið… svona ef ég er að gleyma einhverjum snilldar myndum.

Ef maður skoðar stjörnugjöfina þá ber hæst:

 • The Bourne Ultimatum *
 • The Simpsons Movie
 • I Am Legend
 • American Gangster *
 • Superbad
 • Knocked Up
 • Transformers *
 • Planet Terror
 • Live Free or Die Hard
 • Run, Fat Boy, Run
 • Disturbia
 • Hitman
 • Eastern Promises *
 • Astrópía
 • Vacancy
 • Death Proof
 • Rush Hour 3
 • The Lookout

..af þeim myndum sem ég sá árið 2007 (og sem voru gefnar út 2007). Ef ég tek líka með myndir sem voru gefnar út 2007 en ég sá 2008 þá eru líka ofarlega á lista:

 • Juno *
 • The Darjeeling Limited
 • No Country for Old Men *
 • Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street *

(* Myndir með stjörnu voru á einhvern hátt tilnefndar til Óskarsverðlaunanna.)

En ef ég ætti að segja til um hver var besta bíómyndin sem ég sá árið 2007 þá gefur stjörnugjöfin það sterklega til kynna – ég held að það sé bara jafntefli á milli The Bourne Ultimatum og The Simpsons Movie. Bourne 3 er alveg mögnuð spennumynd með pjúra hasar alveg í gegn, vel leikstýrð og heldur manni alveg “on the edge of your seat”. Simpsons myndin langþráða stóð algjörlega undir væntingum – góð saga og virkilega fyndin.

Nú eru bara nokkrar mínútur í Óskarinn og svona til gamans ætla ég að rúlla yfir helstu tilnefningarnar og skjóta á nokkra vinningshafa:

 • Actor in a Leading Role: Johnny Depp í Sweeney Todd The Demon Barber of Fleet Street (Johnny hefur nú staðið sig nokkuð vel yfir árin, hefur leikið ýmsar mismunandi og skrautlegar persónur – er ekki hans tími kominn?)
 • Actor in a Supporting Role: Javier Bardem í No Country for Old Men (honum tókst nokkuð vel að leika crazy mufkn sækó morðingja)
 • Actress in a Leading Role: Ellen Page í Juno (eina myndin sem ég var búinn að sjá – en það væri ekkert slæmt fyrir hana að fá Óskarinn, nýorðin 21 – fínasta afmælisgjöf)
 • Actress in a Supporting Role: Ruby Dee í American Gangster (væri ekki gott move að gefa gamalli svartri konu Óskarinn?)
 • Animated Feature Film: Persepolis (búið að vera svolítið hype í kringum þessa – ekta arty mynd sem fær helling af verðlaunum)
 • Art Direction: Sweeney Todd The Demon Barber of Fleet Street (virkilega flott umhverfi og skemmtilegir litir í myndinni)
 • Directing: No Country for Old Men (svolítið skrítin mynd, en hún var vel gerð – vel leikstýrð)
 • Makeup: Pirates of the Caribbean: At World’s End (já, þetta er ein mynd sem ég sá 2007 áður en ég byrjaði með stjörnugjöfina — öll þessi kvikyndi í Pirates ættu nú að fá verðlaun, trúi því varla að þeir láti Norbit fá Óskarinn – meira svona Razzie mynd)
 • Best Picture: Juno (ég gaf No Country for Old Men færri stjörnur en það er samt týpískt að hún fái Óskarinn, hún var svona meira “cinema”)
 • Writing (Original Screenplay): Juno (mörg skemmtileg samtöl í myndinni)

Já, ég veit – kannski ekki mikið að marka þar sem ég er alls ekki búinn að sjá allar myndirnar sem eru tilnefndar ;)

Það eru nokkrar Óskars-myndir sem ég á eftir að sjá og ætla að reyna sjá sem fyrst: The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford, Charlie Wilson’s War, Ratatouille og Into the Wild – og síðan hugsanlega There Will Be Blood, Michael Clayton og Persepolis.

I’m not a business man. I’m a business, man.
February 21st, 2008 @ 1:22

Það sem þú misstir af

Finnst þér langt síðan ég bloggaði síðast? Þá ertu greinilega ekki að fá hinn ráðlagða dagsskammt af Hannesi frá öllum helstu stöðunum. Þetta er ekki eini staðurinn þar sem ég set inn nýtt efni…

Sem dæmi horfði ég á 20 kvikmyndir í desember, 5 í janúar og nú þegar komnar 5 í febrúar og ég er búinn að gefa þeim öllum stjörnur og rita stuttlega um þær. Reyndar finnst maple það of margar myndir – hvað segja aðrir? Of mikið? Of lítið? Reyndar, í desember sá maður líka brot (örugglega allt frá 10-75%) úr slatta af myndum – en ég er ekki að færa þær þarna inn. Þannig að ég sá í rauninni fleiri myndir ;) En ég meina, þetta eru jólin, hvað á maður að gera annað en að tjilla með fjölskyldunni og horfa á bíó? En já, ég hvet fólk til að kommenta ef það hefur eitthvað að segja/bæta við varðandi þessa “kvikmyndagagnrýni”.

Síðan er ég búinn að bæta við nokkrum myndum á flickr.

Svo er maður náttúrulega að örbloggast – microblogging is so hot right now ;)

Að lokum má ekki gleyma Tumblr blogginu sem er nánast að replace-a þetta blogg. Það er bara svo miklu skemmtilegra og auðveldara að blogga á Tumblr. Sem dæmi er það af einhverjum ástæðum búið að taka mig að eilífu að klára þessa færslu… Á Tumblr þá hendi ég bara upp einhverri mynd/video, skrifa smá texta og þá er það komið – maður þarf að hugsa sem allra minnst ;) Ég er t.d. búinn að vera bæta við nýju efni á I am not taxi nánast daglega – og stundum nokkrum sinnum á dag. Nokkur dæmi:

Síðan er líka hægt að skoða safnið. Eða bara notfæra sér þennan gífurlega skemmtilega fídus: farðu á random færslu – þú getur skemmt þér klukkutímum saman :)

Ef þú kíkir reglulega á þetta blogg hérna þá held ég að það væri ekkert vitlaust að tékka líka stundum á Tumblr blogginu ;) Síðan fyrir þá sem eru RSS áskrifendur að þessu bloggi þá er náttúrulega Tumblr líka með RSS – þannig að þið getið fóðrað ykkur hérna.

Smá viðbót (útfrá athugasemd frá Bjössa og þar sem ég held að það séu ekki allir sem lesa alltaf kommentin): En hvað segir fólk, er meiri áhugi fyrir bloggfærslum hérna heldur en kæruleysis færslum á Tumblr? Vill fólk frekar efnismeiri bloggfærslur hérna sem er kannski aðeins meira vit í heldur en einhver fyndin video og aðra vitleysu?

I’m tired of using technology, why don’t you sit down on top of me?
Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me