Follow @HannesJohnson

Safnið fyrir March, 2008

March 23rd, 2008 @ 14:44

Bensínverð – Er þetta ekki komið gott?

Bensínverð - 147,9 kr.

Héldu þið að ég væri að grínast? En já, ég held að ég sé búinn að mótmælast nóg ;) Ég neyðist til að rjúfa þögnina til að mótmæla öðru, mikilvægara málefni: Bensínverðinu! Hvað er mufkn málið?!

Núna í byrjun vikunnar fór allt í bál og brand – krónan í frjálsu falli og það mætti halda að Kreppan Mikla 2 sé á leiðinni í bíóhús nálægt þér…

Það er rúmlega ár síðan ég keypti bílinn sem þýðir að ég er búinn að vera taka bensín reglulega í rúmlega ár. Til að reikna út hvað bíllinn var að eyða hélt ég smá bensínbókhald. Ég var að ná alveg úr 9,8 L per 100 km niður í 7,8 lítra núna síðast – meðaltal var kringum 8,8. En það sem var mest sjokkerandi var hækkun bensínverðs þessa ~13 mánuði. Svona lítur þetta út:

Bensínverð - tafla

Ég var reyndar meiri hlutann af þessu tímabili í einhverjum Atlantsolíu pakka með svona dælulykil þannig að ég fékk 2 kr. afslátt en 14.3.2008 var ég í Shell pakka þar sem afslátturinn kemur eftir á… þannig að ef við segjum að þetta hafi verið 110,40 kr. 28.2.2007 – síðan samkvæmt síðu Atlantsolíu þá kostar líter af bensíni 145,80 kr. Sem þýðir að á rúmlega ári er bensínverð búið að hækka um 35,40 kr. eða 32,1%! Er ekki hægt að segja það sé frekar freaking míkið? Mun bensínlíterinn kosta 192,55 kr. eftir ár?! Hvenær segir fólk bara stopp og hættir að keyra bíla? Þegar bensínið kostar 250 kr.?

Núna kostar það mig tæpar 400 kr. á dag bara að keyra í vinnuna. Ég er virkilega farinn að fylgjast með akstrinum og reyna að keyra sem sparneytast. Það væri ágætt ef maður gæti haldið meðaltalinu undir 8 lítrum á hundraðið.

Bjössi ráðlagði mér að keyra alltaf á 50 km/klst og ekki fara yfir 3000 snúninga. Ekki slæm ráð – er fólk með einhver fleiri góð ráð til að lifa af þessa kreppu? Maður þarf að læra á öll ljósin í borginni til að sleppa að þurfa að stoppa á rauðu ljósi – eða bara hakka sig inn í stjórnkerfið og búa til fjarstýringu til að setja alltaf grænt ljós þegar maður er að nálgast ;) En það lítur allt út fyrir að ég þurfi að hætta í spyrnukeppnum út á Granda, maður getur ekki endalaust verið að spreða bensíni í þetta – og ég sem var á góðu róli, kominn með pink slip fyrir alveg helling af imprezzum…

Ég held að málið sé að kaupa 20 tunnur af bensíni og geyma út í garði – ég meina, bensínverðið er ekkert að fara lækka… Hvernig gengur annars hjá okkur Íslendingum að finna olíu? Er það ekki alveg að fara koma?

Er metro-lestarkerfið síðan ekki alveg að verða tilbúið? Allar kúl borgir þurfa að hafa neðanjarðarlestarkerfi.

Hver er til í að reyna fá magnafslátt á rafmagnsbílum? Ég held að það verði pottþétt heitasta trendið eftir smá… Eða fá sér einhverja hybrid græju…

Já, gleðilega páska og ekki vera að keyra neitt að óþörfu ;)

Inflation is a bitch.
Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me