Follow @HannesJohnson

Safnið fyrir August, 2008

August 15th, 2008 @ 1:22

In the shadow of the night…

Ég hef fundið nýja leið til að spara tíma svo ég sé fljótari að setja myndir á netið – bara henda öllu inn, ekki filter-a eða review-a þetta… bara láta þetta allt flakka, sama þótt það séu nokkrar eins myndir og einhverjar misgóðar myndir.

Síðan hjálpar það líka að ég er ekki lengur í böggi með Automate > Batch fídusinn í Photoshop. Ég lenti alltaf í því þegar ég keyrði þetta að JPEG Options glugginn opnaðist við hverja mynd og ég þurfti að ýta á OK – ekki svo automatic ;) En maður þarf víst að taka upp action þar sem maður Save-ar skrána (með Save As…), með Quality og skráarnafnið skráð í þetta action. Síðan þegar maður er í Automate > Batch hefur maður bara hakað við Override Action “Save As” Commands og þá er þetta allt í góðu :D

Ég fór eitt kvöldið út að taka myndir af umferðinni á Hringbraut – hérna er það sem kom út úr því. Þegar ég stóð á brúnni sá ég að það var kviknað í Tjörninni – það var víst að kveikja kerti til að minnast Hiroshima. Þannig að það er smá bonus footage þaðan.

Umferðin á Hringbraut

Mér finnst svona nætur-umferðar ljósmyndir frekar töff – hef verið að prófa mig smá áfram og mun pottþétt taka fleiri svona myndir.

Annað í fréttum… ég er aftur á leiðinni í ferðalag. “Aftur? Hvað meinaru?” Jamm, ég er víst eitthvað búinn að vera að ferðast smá undanfarna mánuði og þetta er allt á todo listanum: blogga um ferðirnar, setja inn myndir, setja inn video, o.s.frv… Ég gæti tekið upp á því að taka bara skorpu í september og dúndra inn fullt af færslum, þúsundum ljósmynda, tuga kvikmyndaskeiða og örðu skemmtilegu. Stay tuned…

New York’s the greatest if you get someone to pay the rent.
Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me