Follow @HannesJohnson

Safnið fyrir November, 2008

November 20th, 2008 @ 21:14

Big Pimpin – The Video

Já, Ég er Hannes Smárason kvöldið var algjör snilld. Maður tók alveg nokkra myndir en ég tók líka nokkur stutt video og til gamans ákvað ég að leika mér við að klippa þau smá saman – notaði líka ljósmyndirnar til að fylla aðeins upp í…


Big Pimpin – The Video (aka “Ég er Hannes Smárason”)

Þar sem það er ekkert endalaust mikið pláss hérna á blogginu fyrir video þá bjó ég til smá dót: Hægt að skoða stærri útgáfu af video-inu hérna (samt ekki betri gæði sko…)

Ég klippti þetta í Windows Movie Maker af því að ég hafði ekki neitt annað. Ég get einhvern veginn ímyndað mér að það hefði verið auðveldara og ennþá skemmtilegra að klippa þetta í Makka – Til dæmis var Windows Movie Maker mega slow stundum og crash-aði nokkrum sinnum. En þangað til að ég fæ mér Makka þá verð ég kannski að leita að einhverju góðu PC klippiforriti…

Eitt sem ég tók eftir – þegar maður er að klippa svona þá er greinilega vissara að bæta við svona auka 2-3 sekúndum við video-ið. Þar sem Vimeo (og YouTube held ég líka) vill stundum klippa af síðustu sekúndurnar…

Wealth is of the heart and mind, not of the pocket.
November 16th, 2008 @ 23:38

Ég er Hannes Smárason – Big Pimpin

Útvarpsstöðin X-ið er búin að vera með leik í gangi þar sem fólk átti að senda þeim tölvupóst með subject-inu “Ég er Hannes Smárason” – svona nett djók til að gera grín að þessum útrásarvíkingum. Mér finnst ekki leiðinlegt að taka þátt í leikjum þannig að ég sendi þeim póst. Svo núna síðasta föstudag í kringum 16 fékk ég símtal – og svaraði “Hannes” og þá spurði viðkomandi “Hannes Smárason?” … ég var s.s. dreginn út í þessum leik og vinningurinn var ekki af verri endanum. X-ið vildi hjálpa fólki að lifa í eitt kvöld eins og þessir útrásarvíkingar og dagskráin hljóðaði upp á pizzu-veislu á Eldsmiðjunni og eftir það væri það limmó sem færi með liðið á Bar 11 í bjórveislu.

Þannig að ég fór snemma úr vinnunni til að ná í gjafakortið á Eldsmiðjuna og síðan hafði ég samband við crew-ið til að bjóða þeim í bling-bling, big pimpin kvöld. Við hittumst á Eldsmiðjunni, borðuðum pizzur eins og þær gerast bestar og svo hringdi ég á limósínuna. Stuttu seinna kom hvíti risastóri stretched Hummer-inn sem rúntaði með okkur um bæinn.

Það er hægt að segja að við vöktum töluverða athygli – sérstaklega hjá túristunum sem hafa ekki heyrt annað en það sé allt í rugli hérna og Ísland að fara á hausinn. En þá koma bara einhverjir vitleysingar rúllandi niður Laugarveginn á stærsta limmó landsins.

Síðan þegar við vorum búnir að krúsa í svona ca. klukkutíma stoppaði bílstjórinn á Hverfisgötu og við fórum á Bar 11 þar sem var bara ókeypis bjór (og 1, 2 staup) á línuna …eða svona þangað til þeir köttuðu á okkur í kringum eitt leytið. En þá hélt partýið bara áfram á öðrum stöðum borg óttans.

Þetta var í fyrsta skipti sem ég hef farið í limósínu – þetta var algjör snilld og vissulega tók ég nokkrar myndir…

Það er sko meira »

Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me