Follow @HannesJohnson

Safnið fyrir December, 2008

December 18th, 2008 @ 23:07

Kúl jólalög – rokk og grín

Tæplega vika í jólin… Er ekki málið að pumpa upp jólastemmninguna með smá jólatónlist? Þessi klassísku jólalög eru að óma í útvörpum og þau endast misvel. Sum finnst mér vera orðin frekar þreytt og síðan eru nokkur sem ég get bara ekki hlustað á (að vinna í Hagkaup um jólin þar sem sami diskurinn var spilaður á repeat í marga daga getur látið mann hata viss lög).

Hérna eru nokkur lög sem eru kannski ekki alveg hin hefðbundu jólalög en ættu að hjálpa manni að komast í jólaskapið.

Smá jákvæður jólaandi:
Blink 182 – It’s Christmas Time Again

Klassískt jóla rokklag:
Smashing Pumpkins – Christmastime

Tvíhöfði er alltaf hress á því – með góðan jólaboðskap:
Tvíhöfði – Jólalag

Svipað þema í þessu jólalagi hjá kanadíska snillingnum Jon Lajoie:
Jon Lajoie – Cold Blooded Christmas

Hann er meira að segja líka með alveg gífurlega skemmtilegt video:

Höldum áfram í húmor jólalögum:
Eric Cartman (South Park) – O Holy Night

Gífurlega hresst jólalag:
Botnleðja – Ave Maria

Þetta er líka nokkuð gott íslenskt rokkjólalag:
Dikta – Nóttin var sú ágæt ein

Síðan má ekki gleyma laginu sem mér finnst eiginlega eitt aðal jólalagið – kannski er það út af nostalgíu þar sem tónlistarmyndbandið var alltaf spilað reglulega í sjónvarpinu þegar maður var ungur á meðan maður beið óþreyjufullur á aðfangadag eftir að maturinn byrjaði:
Stefán Hilmarsson og Sniglabandið – Jólahjól
Veit ekki alveg hvort Stebbi Hilmars sé fáránlega stoltur af þessu lagi – hann vildi alla vega ekki spila það á árshátíðinni í fyrra þegar hann og Sniglabandið voru að spila. OK, það var október, en samt…

Er ég að gleyma einhverju góðu jólalagi? Hvað er þitt uppáhalds jólalag?

Hvernig er fólk að fíla þennan bláa play-takka sem er alltaf hjá MP3 lögum? Er fólk að nota hann til að spila lögin án þess að þurfa að vista þau fyrst á tölvunni sinni? Ætti ég að finna einhvern betri spilara til að spila tónlist beint á blogginu?

Viðbót: Ég var að rekast á þetta lag; Maus og Svala Björgvins – Ég hlakka svo til

Nokkuð gott :)

‘Cause if you litter, I’ll get all up in your grill like George Foreman. Thank you.
December 5th, 2008 @ 0:09

Iceland Airwaves 2008 – video recap

OK, það er nokkuð síðan Iceland Airwaves 2008 lauk. En ég er smám saman búinn að vera setja video sem ég tók upp á netið.

Ég er að nota Vimeo af því að ég er að fíla viðmótið þar betur, spilarinn er flottari, meira clean og skemmtilegra heldur en hjá YouTube. Reyndar einn galli við Vimeo að maður getur bara upload-að 500MB á hverri viku (nema maður kaupi Pro account) – á meðan það er unlimited hjá YouTube.

Jæja, náðu þér í popp og kók… njóttu:

Day 1


Biffy Clyro – Who’s got a match @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Biffy Clyro – Mountains @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Biffy Clyro – Living is a problem because everything dies @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]

Day 2


Fuck Buttons @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Gus Gus @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Gus Gus – Moss @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Gus Gus – Moss (part 2) @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]

Day 3


Kap10Kurt @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Familjen live at Tunglið @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Familjen – Huvudet I Sanden (part 1) @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Familjen – Huvudet I Sanden (part 2) @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Familjen – Det Snurrar I Min Skalle (part 1) @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Familjen – Det Snurrar I Min Skalle (part 2) @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Familjen – Det Snurrar I Min Skalle (part 3) @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Familjen – Det Snurrar I Min Skalle (part 4) @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Gus Gus (Instrumental) – Dance You Down @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Gus Gus (Instrumental) – David @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Simian Mobile Disco (DJ set) @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Simian Mobile Disco: MGMT – Kids (part 1) @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Simian Mobile Disco: MGMT – Kids (part 2) @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Simian Mobile Disco: MGMT – Kids (part 3) @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]

Day 4


Munich – The Young Ones @ Iceland Airwaves 2008 (off venue)
[Horfa á stærri útgáfu]


Yelle – Je Veux Te Voir – Live @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Yelle – Ce Jeu – Live @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Yelle – À Cause Des Garçons – Live @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]

Jahá… þetta voru nokkur video. Ef ég reiknaði þetta rétt þá eru þetta allt í allt 16 mínútur og 53 sekúndur. Nokkuð gott – fínasta stuttmynd :)

Bestu tónleikar Airwaves 2008? Hmm… ætli það sé ekki Familjen, PNAU og Yelle – það var mesti krafturinn í þeim, mesta partýið – þótt Tunglið sé nú ekkert fáránlega hentugur tónleikastaður. Hefði verið alveg allt í lagi að losna við þenna troðning, ýting og svitabað – en það er náttúrulega bara stemmning í því ;)

Til gamans má geta að miðinn kostaði í ár 8.900 kr. – árið 2006 kostaði hann 6.900 kr. og hann hefur líklega kostað svona 7500-8000 árið 2007. Það er spurning hvað miðinn á Iceland Airwaves 2009 muni kosta… 10.900 kr.? 14.900? 19.900? ;)

Óskalistinn minn fyrir Iceland Airwaves 2009 hljóðar upp á: MSTRKRFT, The Bloody Beetroots, Steve Aoki… fleiri? Já, Little Boots (sem átti að vera núna á Airwaves 2008).

Ljósmyndirnar frá Airwaves ’08 eru hérna: Dagur 1, dagur 2, dagur 3 og dagur 4. Þetta mun hafa verið allt í allt 527 myndir, nokkuð gott :)

Hérna eru nokkrar velvaldar:

Fuck Buttons á fullu

Fuck Buttons á fullu

Purple Gus Gus

Purple Gus Gus


Gus Gus voru með klikkað ljósashow

Gus Gus voru með klikkað ljósashow

Rave stemmning í snjókomunni

Rave stemmning í snjókomunni


Let it snow

Let it snow

Söngvari Young Knives í góðri sveiflu

Söngvari Young Knives í góðri sveiflu


President Bongo í swirl effect

President Bongo í swirl effect

Kúl ljósa effect

Kúl ljósa effect


Töff partý mynd

Töff partý mynd

I like electro, I like retro, I like ghetto, house and techno.
Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me