Follow @HannesJohnson

Safnið fyrir April, 2009

April 21st, 2009 @ 1:28

Akureyri 2009 – GusGus tónleikar í Sjallanum – part 1

Þá var það aðal tilgangur ferðarinnar – GusGus tónleikarnir í Sjallanum. Við krössuðum eitthvað fyrirpartý og rifum í lyftingagræjurnar. Síðan var það bara leigubíll í Sjallann…

Þegar við mættum var einhver DJ í gangi, hugsanlega Oculus. Stemmningin minnti svolítið á menntaskólaball – meðalaldurinn þarna var ekki mjög hár.

Það er sko meira »

April 18th, 2009 @ 21:52

Akureyri 2009 – gíra sig upp fyrir GusGus – model photo sessions

Eftir matinn á Friðrik V þá var næst á dagskrá tónleikar GusGus í Sjallanum.

Við fórum aftur upp á gistiheimilið til að gíra okkur upp, skipta um föt og svona… og reyna að finna eitthvað fyrirpartý. Á meðan tók maður smá myndavéla flipp ;)

Það er sko meira »

April 18th, 2009 @ 12:38

Akureyri 2009 – rölta og keyra um Akureyri

Áður en við fórum út að borða á Friðrik V þá röltum við smá um Akureyri. Eftir að hafa labbað í kuldanum fórum við á Café Amour og fengum okkur heitt kakó til að hlýja okkur aðeins…

Aðstoðamaðurinn minn, Hlynur, tók yfir myndavélina mína í smástund og graffaði helling á meðan ég var að keyra…

Það er sko meira »

April 18th, 2009 @ 1:32

Akureyri 2009 – mættir, út að borða á Friðrik V

Þá vorum við mættir á Akureyri. Við skelltum okkur á gistiheimilið, tjilluðum smá og röltum að lokum á veitingastaðinn Friðrik V. Á leiðinni löbbuðum við fram hjá brekkunni hjá sundlauginni þar sem var búið að flytja snjó til að búa til brekku fyrir einhverja skíða/bretta-keppni sem var þarna í gangi.

Maturinn á Friðriki V var náttúrulega virkilega góður og gífurlega góð stemmning.

Það er sko meira »

April 16th, 2009 @ 1:09

Akureyri 2009 – keyra til Akureyrar

Ég skellti mér til Akureyrar um páskana með Hlyni, Lauritz og Óla. Palli (okkar inside man á Akureyri) fékk líka að fljóta með. Aðal ástæðan fyrir þessu ferðalagi voru tónleikar GusGus í Sjallanum (af því að við erum svo miklar grúppíur).

Ég tók náttúrulega slatta af myndum og ég ætla að setja þær inn í nokkrum pörtum.

Hérna eru myndir úr fyrsta hluta ferðarinnar – keyrslan til Akureyrar. Maður á kannski ekki að vera taka myndir á meðan maður er að keyra en eitthvað verður maður að gera á svona ca. 5 tíma ferðalagi ;)

Það er sko meira »

April 15th, 2009 @ 1:47

WordPress bloggið mitt var hakkað með C99madShell

Ég var að skoða StatCounter loggana mína í gær eins og ég geri reglulega og ég tók eftir einhverju undarlegu – einhver Rússi var að hnýsast þar sem hann átti ekki að vera. Ég skoðaði þetta nánar og lenti á síðu sem leit svona út:

c99madshell madnet edition screenshot

Ekki gott. Fyrsta sem ég gerði var að henda möppunni þar sem þessi php skrá var til henda út þessu C99madShell hack forriti – hakkarinn hafði falið þessa skrá í möppu fyrir theme sem ég var ekki að nota. Síðan breytti ég lykilorðunum mínum og hafði samband við support hjá DreamHost til að tékka hvort þeir gætu hjálpað mér með þetta (loka fyrir öryggisholur svo þetta komi ekki aftur fyrir). Ég blokkaði líka IP töluna hjá þessum hacker með .htaccess skránni.

Oft þegar síður eru hakkaðar bæta þeir við einhverjum kóða á sjálfa vefsíðuna og þess vegna skoðaði ég source-inn á blogginu mínu og viti menn, neðst á síðunni sá ég þetta:

html source code - c99madshell - moviebery

Eftir mikla leit fann ég hvar kóðinn var sem skrifaði út þennan falda link – í skránni wp-blog-header.php (sem er í rótinni þar sem bloggið er vistað, s.s. ekki í möppunum wp-content, wp-admin eða wp-includes) og leit svona út:
echo ' <a href="http://www.moviebery.com/" style="display:none;">Download Movies</a>';
Þannig að ég fjarlægði bara þessa línu og núna virðist allt líta rétt út.

Eftir að hafa rætt við DreamHost er möguleiki að þessi hakkari hafi komist inn í gegnum gamlar útgáfur af WordPress sem DreamHost geymir sem archive/backup þegar maður upgrade-ar WordPress í gegnum One-Click Installs fídusinn þeirra… Ég er búinn að loka fyrir þetta og vonandi eru ekki fleiri öryggisholur opnar.

Jæja, þá er þetta yfirstaðið og við skulum halda áfram venjulegri dagskrá með rugli, bulli og flottum ljósmyndum :)

Partner let me upgrade you
Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me