Follow @HannesJohnson

Safnið fyrir May, 2009

May 22nd, 2009 @ 0:37

fisheye fisheye fisheye lomo lomo lomo

Nýjasti fisheye lomo pakkinn…

Það voru nokkrar myndir í byrjun (sem ég tók áður en ég framkallaði síðustu lomo myndirnar) sem eru eiginlega ónýtar, nánast bara gráar og sást ekkert hvað var í gangi. En núna ætti ég að vera búinn að læra á þetta og get vonandi komið í veg fyrir skemmdar myndir í framtíðinni. Ég prófaði nú að taka eina mynd með þreföldu multiple exposure (MX) þar sem það var takmörkuð birta til að sjá hvort það gæti reddað því, en svo var ekki – var bara grá klessa :)

Ég var töluvert að leika mér með multiple exposure (mynd tekin ofan á mynd) á þessari filmu og það kemur oft frekar skemmtilega út.

Var líka smá að testa long exposure (Bulb stillingin og síðan bara halda inni takkanum) – kom misvel út. Þarf að muna að reyna hafa myndavélina helst stöðuga á einhverjum fleti.

Það er sko meira »

May 21st, 2009 @ 1:46

Falinn fjársjóður – gróf upp gamla APS filmu

Fyrsta myndavélin sem ég eignaðist var APS myndavélKodak Advantix 3600ix – sem ég fékk í fermingargjöf. Þá var þessi APS tækni frekar ný og þetta þótti voða kúl. Ég tók nú töluvert af myndum á hana – samt aðallega þegar ég fór í ferðalög eða það var eitthvað sérstakt í gangi. En ég hætti eiginlega alveg að nota hana þegar ég fékk stafræna myndavél.

Þannig að þessi myndavél hefur eiginlega bara legið upp í hillu frekar lengi… Einhvern daginn var ég að tékka á henni og mig minnti að það væri filma í henni og búið að taka nokkrar myndir á hana – en hún var batteríslaus. Þannig að ég keypti batterí og fór smá saman að vinna í því að klára filmuna. Aðallega af því ég var forvitinn að sjá þessar gömlu myndir sem var búið að taka á filmuna – mundi ekkert hvenær ég notaði myndavélina síðast.

Ég var að klára filmuna í gær og skellti henni í framköllun í dag hjá Pixlum. Þá kom loksins í ljós að fyrstu myndirnar á þessari filmu tók ég á InterRail ferðalaginu 2004 – í Hollandi og Þýskalandi.

Filman er frekar gömul (örugglega keypt 2003, jafnvel lengra síðan) og það koma svolítið sérstakir effect-ar – litirnir svolítið bjagaðir og rauð slikja yfir þessu. En þetta er bara töff – eiginlega smá lomo lúkk á þessu ;)

Það er sko meira »

May 10th, 2009 @ 17:14

Steven Seagal & Eva Joly in Justice Under Siege

Eva Joly var fyrir nokkru fengin sem sérstakur ráðgjafi til að aðstoða við að finna alla vondu kallana sem fluttu peninga á Tortola. Eva hefur víst gefið út bók sem heitir Justice Under Siege. Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá þessa bók var Steven Seagal – ég meina, Steven hefur leikið í klassa myndum eins og Urban Justice, Mercenary for Justice, Out for Justice og síðan náttúrulega Under Siege tvíleiknum.

Þannig að þessi brandari lá alveg beint fyrir. Ég ætlaði alltaf að gera eitthvað með þetta og núna var ég að klára að henda saman póster fyrir þessa stórkostlegu “kvikmynd”:

Steven Seagal & Eva Joly in Justice Under Siege

Steven Seagal & Eva Joly in Justice Under Siege

Þetta er nú frekar gróft photoshop en ég vildi bara henda einhverju einföldu upp í staðinn fyrir að fresta enn frekar að gera þetta.

Assumption is the mother of all fuck ups!
May 8th, 2009 @ 0:39

Fisheye fjör – maple party – filma 2

Ég var svo sniðugur að mæta með auka filmu í partýið – ég ætlaði sko að smella af eins og vitleysingur ;) Þannig að ég skipti bara um filmu og hélt áfram…

Það komu aðeins fleiri myndir úr þessum filmupakka – það gætu hafa skemmst nokkrar myndir þegar ég var að skipta um filmu, gleymdi nefninlega að trekkja til baka áður en ég opnaði myndavélina ;)

Besta trikkið til að fá góðar partýmyndir er bara að skilja myndavélina eftir einhvers staðar og láta gesti og gangandi grípa í hana og smella af – virðist hafa virkað ágætlega í þetta skiptið :)

Eins og með fyrri filmuna þá hafa sumar myndirnar hliðrast smá til – en það er bara skemmtilegur effect ;)

Það er sko meira »

May 7th, 2009 @ 23:00

Fisheye fjör – maple party – filma 1

Ég tók 3 fisheye lomo myndir á Akureyrar ferðalaginu og þær voru hálfgert klúður… Ég lærði það nú af síðasta lomo pakka að þegar maður er inni í lítilli birtu þá er vissara að hafa flassið á. En ég misreiknaði mig smá með fyrstu 3 myndirnar í þessum pakka – þær eru teknar inni í bíl og það hefði greinilega þurft að vera flass. Það var bara svo bjart úti og mér fannst einhvern veginn næg birta inni í bílnum – en svona er það, maður er alltaf að læra :) Það er svona þegar maður er vanur digital græjum sem eru extra næmar og með auto ISO.

En það sem kom mér eiginlega meira á óvart er myndin af grillinu (mynd #5) – hún er tekin úti, alveg nokkuð góð birta minnir mig en samt kemur hún ekki alveg nógu vel út. Ég held að í framtíðinni sé málið að nota bara flass í sem allra flestum tilfellum eða þá að nota Bulb fídusinn og/eða Multiple Exposure. Síðan er ég líka að gæla við þá hugmynd að kaupa auka flass græju fyrir Fisheye Lomo myndavélina… er alla vega á óskalistanum ;) Ég þarf kannski líka að skoða að nota betri/öðruvísi filmur – 400 ISO í staðinn fyrir þessar 100 ISO Lomography filmur sem ég keypti í Urban Outfitters í Mall of America.

Síðan eru restin af myndum úr legendary afmælispartý maple.

Það er eins og sumar myndirnar “detta úr rammanum” eða eitthvað, hliðrast til… veit ekki hvort að filman hafi klúðrast eitthvað, ekki rétt trekkt upp eða hvað – en þetta er fjörið við lomography, þetta á að vera fucked up og skrítið ;)

Það er sko meira »

May 7th, 2009 @ 21:47

Akureyri 2009 – video blog – aðallega GusGus tónleikarnir

Ég tók líka nokkur video í þessari ferð…

Eins og margt annað á Friðriki V var klósettið mjög glæsilegt þannig að mér fannst alveg bráðnauðsynlegt að document-a það – líka út af tónlistinni sem var sérlega hressandi:

Klósettið á Friðrik V

Ég tók nú aðallega upp myndbönd á GusGus tónleikunum og hérna er syrpan:

GusGus í Sjallanum – part 1

GusGus í Sjallanum – part 2

GusGus í Sjallanum

GusGus – Live – Sjallinn

GusGus – Live – Sjallinn

GusGus – Live – Sjallinn – Smá Ladyshave spuni

GusGus – Live – Sjallinn

GusGus – Live – Sjallinn

Eins og áður kom fram þá skelltum við okkur á Tikk Takk eftir tónleikana. Þar hittum við Ívar beatboxara og hann tók nokkur beats með okkur:

Beatboxing á Tikk Takk Akureyri

Leiðin heim til Reykjavíkur er nokkuð löng og til að stytta okkur stundir tókum við upp hina stórkostlegu stuttmynd Lækkun stýrivaxta hjá Seðlabanka Íslands:

(einnig á Vimeo)

maple var í leikstjórastólnum.

Þar hafið þið það… þá er bara að hefjast handa á næsta ljósmyndapakka.

Find me at the speaker bouncing in my skull
Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me