Follow @HannesJohnson

Safnið fyrir July, 2009

July 30th, 2009 @ 22:55

Afmæli 2009 – let’s get rowdy

Hvað segiru? Viltu sjá fleiri ljósmyndir úr þessu magnaða afmælisteiti?

Ekkert mál, nóg eftir.

Það var svo mikið af fólki að partýið dreifðist út um alla íbúð – m.a. herbergið hans Einars. Eitt leiddi að öðru og einhvern veginn enduðu allir með að máta fötin hans :) Úr því varð fínasta myndasería.

Það er sko meira »

July 30th, 2009 @ 1:05

Afmæli 2009 – water sports

Einar fékk þessa fínu vatnsbyssu í afmælisgjöf og hún var strax tekin í notkun – ýmist við að verja húsið eða ráðast á veislugesti.

Mér finnst slatti af þessum myndum sem ég tók út um gluggann á meðan Hlynur sprautaði út nokkuð töff – kúl gradient í gangi á himninum og stundum náði ég bununni nokkuð vel.

Það er sko meira »

July 29th, 2009 @ 20:25

Afmæli 2009 – party on

…og áfram heldur afmælisteitið.

Gífurlega hressar myndir.

Þetta er bara rétt að byrja ;)

Það er sko meira »

July 28th, 2009 @ 1:24

Afmæli 2009 – legendary partý

Ég átti víst afmæli um daginn og það vill svo skemmtilega til að Einar á afmæli tveim dögum áður – þannig að okkur fannst alveg tilvalið að slá nokkrar barflugur og halda partý saman. Við buðum slatta af liði og hellingur mætti og úr því varð alveg fínasta teiti.

Ég var auðvitað með eina eða tvær myndavélar á lofti – það þarf að festa svona snilld á filmu. Ég var reyndar frekar fljótur að skipta yfir í fisheye linsuna þar sem hún var mun heppilegri í þessum aðstæðum – maður hafði ekki mikið svigrúm til að bakka til að ná fleirum inn í rammann. En fisheye er náttúrulega bara meira partý :)

Þar sem mér finnst yfirleitt skemmtilegri myndir þar sem er ekki notað flass þá hafði ég oftast ekki kveikt á því – en þar sem birtan var ekki alveg nægileg þá hafði ég linsuna stillta á ljósnæmustu stillinguna (f/2.8 á fisheye) og setti ISO í 12800 sem er náttúrulega rugl (maður hefur ISO yfirleitt 100 til 400). Svona hátt ISO skilar sér í töluverðu noise – en það sakar ekki, betra en ná ekki þessum myndum (ég hefði t.d. ekki getað stillt svona hátt ISO með gömlu vélinni). Síðan hefði ég líka verið fljótur að klára batterýið ef ég hefði notað flass á þessar 450+ myndir ;)

Ég var s.s. með ljósopið stillt á f/2.8 og það þýðir að fókuspunkturinn er frekar skarpur – allt lengra/styttra frá fókuspunktinum verður s.s. blurrað/úr fókus. Síðan virðist sem auto focus-inn hafi ekki alveg verið að virka nógu vel í svona takmarkaðari lýsingu (var ekki auðveldlega að grípa einhvern flöt til að fókusa á).

OK, fólk botnar kannski ekkert í hvað ég er að bulla ;) En ég er bara að punkta þetta hjá mér til að geta kannski tekið betri myndir næst.

Svona eftir á að hyggja hefði kannski verið heppilegt að nota flass í fleiri tilfellum, samt ekki víst – en maður er alltaf að læra, tekur smá tíma að læra inn á þessa nýju vél.

En ef ég ætla að gera eitthvað meira af því að taka svona partýmyndir þá þarf ég hugsanlega að fjárfesta í svona mega-flassi sem (að mér skilst) skilar jafnari og skemmtilegri birtu heldur en innbyggða flassið.

En ég vil þakka fyrir mig og þakka þeim sem komu – þetta var snilldar partý. Svona á sko að halda partý – þótt ég segi sjálfur frá ;)

Restin af myndunum ætti að detta inn á komandi dögum.

Það er sko meira »

July 23rd, 2009 @ 0:36

Það sem fiskarnir sáu í partý á Sauðárkróki

Jæja, síðasti myndaskammturinn frá Sauðárkróki…

Fullt af góðu stöffi. Fisheye lomo myndir eru klárlega skemmtilegustu partýmyndirnar.

Það er sko meira »

July 20th, 2009 @ 1:02

Fisheye fjör – Meistarapartý og Sauðárkrókur

Nýjasti fisheye lomo pakkinn… Megnið af myndunum voru teknar í meistarapartý Bjössa og restin á Sauðárkróki.

Í miðri filmu (áður en við fórum til Sauðárkróks) keypti ég nýtt leikfang – ringflash fyrir myndavélina til að ná betri og skemmtilegri myndum. Með þessu ringflash þá eru s.s. fjögur flöss í kringum linsuna og síðan get ég líka sett lit á þau – einn lit eða sér lit fyrir hvert flass. Hressandi tilbreyting og tryggir líka að allt sé betur lýst upp.

Síðan sá ég í tísku hlutanum í Mogganum (eða var það Fréttablaðið?) að svona fisheye lomovélar væru heitustu partýmyndavélarnar í sumar. Sagði einhver trendsetter? ;)

Það er sko meira »

Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me