Follow @HannesJohnson

Safnið fyrir August, 2009

August 27th, 2009 @ 21:49

Hress 2008 – fáránlega góð tónlist

Hey, betra (mjög) seint en aldrei ;) Liggur við að ég kalli þetta bara Sumarmixið 2009… eða Haustmixið, whatever…
Ég er búinn að vera alltof upptekinn við að setja inn fáránlega mikið af myndum. Ég virðist taka alltof mikið af myndum – ég er ekki fyrr búinn að setja inn nýjustu myndirnar og þá er ég strax búinn að taka 1000 myndir í viðbót. Talandi um first world problem ;)

En það er aldrei of seint fyrir góða tónlist…

Hjá mér er það ekkert “Top 10 bestustu plötur ársins” eða “Topp 20 fáránlega bestu singlar ársins”. Hérna er það bara “öll kick ass lögin sem ég var að fíla í tætlur og komu mér í stuð árið 2008” eða eins og ég kýs að kalla þennan árlega tón-lista sem ég bý til: Hress 2008

Fólk getur tékkað á Hress 2007 ef það vill rifja upp og fræðast meira um uppruna þessa dúndur lista. Ég þurfti reyndar að fjarlægja slatta af lögunum þar sem ég var listaður á alltof mörgum MP3 leitarvélum og þetta var að éta upp alveg skuggalega mikið af bandvídd.

Ég held að það sé óhætt að segja að þetta sé hressasti lagalisti sem hefur nokkurn tíman verið settur saman.

Mér finnst þessi lög alveg upplögð í ræktina – maður nær alveg að hlaupa auka 10 km og lyfta auka 10 sinnum með þessi lög pumpandi í eyrunum ;) Það er reyndar líka hætta á að þú keyrir 10 km/klst hraðar ef þú ert að hlusta á þetta í bílnum :)

Fjöldi laga á Hress 2008 er töluvert meiri heldur en á Hress 2007 og fyrri Hress listum. Ég held að það þýði að ég hafi hlustað á meiri tónlist, meiri góða tónlist, meiri nýja tónlist… Ég kenni Hype Machine um – það er bara alltof auðvelt að fylgjast með hvað er að gerast og uppgötva nýja og klikkað góða tónlist. Fólk sem fylgist með mér á Hype Machine gæti kannast við slatta af þessum lögum en líka frá Muxtape listanum mínum (RIP).

Þar sem allur þessi pakki er í lengri kantinum þá er líklega best að fólk hlusti á þetta í pörtum – nema það hafi tíma til að hlusta á 6,1 klst. af efni – upplagt í löng flug ;)
Ég ætla alla vega að vona að það séu a.m.k. einhverjir sem hafa þolinmæði til þess að hlusta á meirihlutann af þessu. Annars vinsamlegast láta mig vita svo ég geti sleppt því að eyða forever í að pósta Hress 2009 á næsta ári.

Um að gera að setja þetta í bookmarks, pósta þessu á delicious eða einhvers staðar annars staðar til að minna þig á að tékka á þessu aftur ;)

Ég ákvað að skipta út Delicious PlayTagger spilaranum sem ég er búinn að vera með síðan ég byrjaði með þetta blogg fyrir Yahoo! Media Player sem virðist vera frekar kúl. Það er aðeins meira advanced – býr sjálfkrafa til playlista þannig að þegar lagið sem þú varst að spila er búið byrjar næsta lag. Síðan er hægt að hækka og lækka í spilaranum og síðan eru svona skemmtileg keyboard shortcuts – Shift+Hægri pílan til að spila næsta lag, Shift+Space til að pása o.s.frv… Ég er líka að fíla “Find song on page” fídusinn (target íkoninn hjá timer-num). Vonandi fílar fólk þennan spilara – endilega koma með feedback.

Í notendaprófunum á þessum spilara sýnist mér hann reyndar vera frekar viðkvæmur – hann t.d. virðist skippa lög ef það er einhver galli í þeim (smá hikst, stafrænt brengl…) og síðan ef server-inn er eitthvað lengi að svara/senda niður lagið. Þannig að hafið það í huga… Ef fólk veit um einhverja betri lausn endilega láta vita.

VARÚÐ: Hressleikinn í þessari færslu er svo gífurlegur að við hlustun á eftirfarandi lögum gætir þú fundið þig knúinn/knúna til að hoppa upp og dansa.
You have been warned. You may now proceed… en ég mæli samt með að þú hækkir í bassanum ;)

Robyn – Konichiwa Bitches

Moby – Raining Again

Maskinen – Alla Som Inte Dansar
Ég hugsaði ekki strax út í hvað alla som inte dansar är våldtäktsmän þýddi. Áhugaverð, uh, skilaboð hjá þeim…

David Guetta – Everytime we touch (with Steve Angello & Sebastian Ingrosso)
Smá ostapopp (cheesy/væmið pop).

Snoop Dogg – Sexual Eruption (feat. Robyn)
Robyn mætt strax aftur á listann… setur skemmtilegan brag á þetta lag hjá dee oh double-gee.

Stereoheroes – Fin Fang Foom

Gnarls Barkley – Run

Yelle – Ce Jeu (Fisk Remix)

Wideboys – Daddy O (feat. Shaznay Lewis) (187 Lockdown Remix)

Utah Saints – Something Good (Van She 08 Radio Edit)
Myndbandið er líka gífurlega hresst:

Jamiroquai – Twenty zero one
Nokkuð gamalt lag sem mig minnir að ég hafi rekist á í gegnum Party Shuffle á iTunes.

Ladytron – Black Cat
Ladytron er kúl hljómsveit og ég er nokkuð sáttur með að hafa séð þau þegar þau komu á Reykjavik Tropic tónlistarhátíðina.
Fáránlega góður bassi í þessu lagi… klikkaðar trommur.

MSTRKRFT – Bounce (OH SNAP!! Bootleg Vocal Remix)
MSTRKRFT er klárlega eitt af uppáhalds hljómsveitunum mínum í dag og ég væri svo til í að fara á tónleika með þeim fljótlega.
Ég held ég verði líka að láta þetta remix fljóta með:
MSTRKRFT – Bounce (The Bloody Beetroots remix)
MSTRKRFT + The Bloody Beetroots = very nice!

Yelle – À Cause Des Garçons

Junkie XL – 1967 Poem (feat. Steve Aoki)
Ég held að það mætti kalla þetta lag ársins á Hress 2008 – Þvílíkur bassi! Þvílíkur kraftur! Þvílík geðveiki! Bara gott stöff.
Þessi má líka til gamans geta að Steve Aoki stofnaði Dim Mak Records sem er á bakvið nöfn eins og MSTRKRFT, The Bloody Beetroots og Shinichi Osawa – en einnig Bloc Party, Datarock, Klaxons og aðrar skemmtilegar hljómsveitir.
Annar fróðleiksmoli: Hann er bróðir Devon Aoki.

Benny Benassi – I Am Not Drunk (The Bloody Beetroots Remix)
Benny “Satisfaction” Benassi mættur og fær landa sína The Bloody Beetroots til að hrista upp í þessu.

Grand Buffet – Cream Cheese Money
Hvernig getur maður ekki fílað lag með svona gífurlega hressa lyrics :)

Heloise & the Savoir Faire – Odyle

Usher – Love In This Club (MSTRKRFT Remix)
Temmilega rólegt lag sem MSTRKRFT breyta í dúndrandi slagara.

Turboweekend – My Name Is Legion (Moulinex Remix)

Teenagersintokyo – Very Vampyr (dCup remix)

EyeSight – Lightmare

Trash Yourself – Fuck the Police
Klikkuð keyrsla!

Soulwax – KracK
Klikkað lag… trommurnar alveg á fullu. Það var snilld að sjá Soulwax á Sónar. Áður en ég sá þá live var ég ekki búinn að stúdera þá mikið en nú eru þeir á meðal uppáhalds hljómsveitanna minna.
Smá bónus lag: Soulwax – KracK (Live)
Jafnvel enn meiri geðveiki í live útgáfunni.

Diskokaine – Riminini

Moby – Disco Lies
Ég heyrði þetta lag þegar ég var að testa einhverja iPod græjur í Apple búðinni í SoHo í New York og var alveg að fíla það þannig að ég skrifaði niður að ég yrði að setja þetta á Hress 2008 listann :)

Madonna – 4 Minutes (feat. Justin Timberlake & Timbaland)
Timbo trommurnar eru alveg að gera góða hluti. Timbaland er snillingur í að búa til killer catchy takta. Þetta var svona sumarsmellur ársins 2008 – var alltaf spilaður á Vegó þegar maður var þar (jafnvel stundum tvisvar á sama kvöldi).

John Legend – Green Light feat. André 3000 (MSTRKRFT Remix)
Það er snilld hvað MSTRKRFT getur tekið róleg/væmin lög og djúsað þau upp í geðveikan dans hittara.

Wiley – Wearing My Rolex
maple fær credit fyrir að vera fyrstur til að kynna mér fyrir Wiley. Sá Wiley í London á tónleikunum í Hyde Park. Veit samt ekki… held að Wiley sé svolítið one hit wonder, hef alla vega ekki verið að fíla annað stöff frá honum í tætlur.
Smá bónus lag:
Wiley – Wearing My Rolex (JoolsMF Remix)
Nokkuð hresst remix

Ladytron – Ghosts (Toxic Avenger Mix)
Annað Ladytron lag… kúl stöff.

Notorious B.I.G. – Party and Bullshit (Ratatat remix)
Klikkað gott remix. Hip-hop + elektró, já takk!

Thunderheist – Jerk It
Uppgötvaði þetta lag þegar ég sá myndbandið á Tumblr – mjög töff video, HD er snilld:

Gnarls Barkley – Going On
Gnarls Barkley mættir aftur á listann.

The Bloody Beetroots – Rombo (feat. Congorock)
The Bloody Beetroots maður… ítalskir snillingar. Lögin þeirra (og remix) eru alltaf fáránlega dirty (mikið distortion) og með klikkaðan bassa. Er að fíla það.

The Bloody Beetroots – We Are From Venice (La Serenissima)

Katy Perry – Hot ‘N Cold
Það þarf nú að vera smá sykursætt popp með, ekki satt?
Síðan póstaði ég líka nokkuð hressu LMFAO remix-i á Tumblr.
Nett guilty pleasure í gangi ;)

Tommy Sparks – I’m A Rope (Yuksek Remix)
Bíddu… kom Yuksek til landsins og ég missti af því? Dammit… ég þarf greinilega að fara mæta á fleiri tónleika hjá liði sem ég kannast ekki við (ennþá).

The Lonely Island – Jizz In My Pants
Vá, fyndnasta lag ársins 2008 :) Þetta er líka virkilega vel gert lag – klikkaður taktur (og trommur). Myndbandið er bara gott:

Emiliana Torrini – Jungle Drum
Emiliana represent-ar Ísland á Hress 2008 með þessu ljúfa en hressa lagi.

MGMT – Kids (Soulwax remix)
Eitt besta remix 2008.
[gæti verið böggur með þetta lag (ca. hálfa leið inni í lagið) – þá er bara um að gera að smella á linkinn, vista þetta á tölvuna þína eða eitthvað]

Felix Da Housecat – Jack U feat. Diddy (Angello & Ingrosso Remix)
Steve Angello og Sebastian Ingrosso mættir aftur mixandi góða slagara.

LCD Soundsystem – Get Innocuous (Soulwax Remix)
Lengsta lagið á listanum en algjört dúndur í gegn… sleppir manni ekki.

The Ting Tings – Fruit Machine (Bimbo Jones Radio Edit)

50 Cent – In Da Club (The Disco Villains Remix)
Ferskt remix á gömlu lagi… tekur mann aftur í Kýpur útskriftarferðina.
Ég er alltaf að átta mig betur á því hvað elektró + hip-hop er góð blanda.

The Bloody Beetroots – Cornelius (Radio Oi!)

Three 6 Mafia – Lolli Lolli feat. T-Pain & Project Patt (Morsy Mix)
Já, já, enn annað hip-hop elektró mixið. I like.
[ok, virðist vera líka böggur í þessu lagi – you know what to do…]

Jesse McCartney – Leavin (MSTRKRFT remix)
Annað væmið lag sem MSTRKRFT gjörsamlega umturna og gera að klikkuðum bassa smelli.
[ok, smá bögg með þetta í Yahoo spilaranum – mæli með að fólk nái bara í þetta lag]

Foals – Electric Bloom (Blaze Tripp Remix)
Klikkaður bassi! Foals voru með remix keppni á last.fm og þetta var eitt af mixunum sem var sent inn. Klikkað gott.

DJ Mehdi – Signatune (Thomas Bangalter’s More Kick Edit)
Eftir að hafa séð DJ Mehdi á Sónar fór maður að fylgjast með honum (í gegnum Hype Machine náttúrulega) og hann er að gera nokkuð góða hluti.

Young MC – Bust A Move (Don Rimini Ravekid Remix)

Jay-Z – Brooklyn Go Hard
Virkilega gott hip-hop lag… er að fíla trommurnar. Bara rythminn… gott vibe.

A-Trak – Say Whoa (DJ Craze Mix)
A-Trak og DJ Mehdi voru með klikkað session á Sónar 2008.

Snow Patrol – Take Back The City (Lillica Libertine Remix)

Jokers Of The Scene – Baggy Bottom Boys (Original Mix)
Píanó-kaflinn sem byrjar 3:27 er alveg fáránlega góður.
[gæti verið eitthvað bögg með þetta lag, stundum – þá er bara að ná í það sér]

Ratatat – One

Buy Now – Body Crash (Chewy Chocolate Cookies remix)
Þetta er frekar dirty… crazy keyrsla… gott stöff.

Shinichi Osawa – Maximum Joy (Van She remix)

Deadmau5 – I Remember
Ég held að þetta sé rólegasta lagið á Hress 2008. Það er enginn crazy dirty kickass bassi (samt góður bassi) en það er eitthvað við þetta, gott vibe í kringum þetta… smooth lag. Það er reyndar með svona house lög að ef maður er í tjill stuði þá er þetta fínt tjill-lag en ef maður er í dans stuði þá passar þetta líka.

Justice – Phantom II (Boys Noize Unreleased Turbine)
Ef ég man rétt náðum við rétt í endanum af Boys Noize tónleikunum á Sónar – og mig minnir að það hafi verið gott stöff. Þetta remix er alla vega að gera góða hluti, þvílík keyrsla, þvílíkur bassi…

Ghostface Killah – Charlie Brown (Yuksek Remix)
Já, maður! Hip-hop + elektró mix! YEAH! Alveg að gera góða hluti. Ég held ég þurfi að tékka betur á þessum Yuksek, hann er að dúndra út klikkuðum mixum.

Late Of The Pier – Bathroom Gurgle (Tronik Youth Remix)
Ég gat eiginlega ekki sleppt því að setja þetta lag á listann af því að þegar ég var að fara í gegnum listann af lögum sem ég var búinn að “love-a” á hypem (til að finna Hress 2008 kandídata) þá sá ég að ég var búinn að elska þetta lag tvisvar ;) Fyrst 19. febrúar og síðan aftur 5. október.

Jay-Z – Jokin’ Jay-Z (Remixed by Don Rimini)
Ég er að segja það… hip+hop + elektró (eða whatever, mix eitthvað) er málið!

Rambrandt – ALARM !
Gott kick í þessu… þýsk elektró geðveiki.

Bag Raiders – Nil By Mouth (Knightlife Remix)
Smooth synth electro.

Justice – DVNO
Justice voru að gera góða hluti á Hress 2007 en ég var ekki búinn að hlusta almennilega á öll lögin frá ✝ disknum. Ég hlustaði töluvert á DVNO árið 2008 + sjá þá live á Sónar 2008 þannig að það gengur ekki annað en að þeir séu með 1-2 lög á listanum. Myndbandið er líka frekar töff:

Andi Müller – Tryllemis
Smooth synth electro…

The Whip – Frustration (Van She Tech Remix)

The Black Ghosts – Any Way (Fake Blood Mix)

Les Rythmes Digitales – Jacques Your Body (Make Me Sweat)
Eitt gamalt og gott…

Hard-Fi – I Shall Overcome (Axwell Remix)
Sykur-sætur sumar synth.

The Teenagers – Love No (Tepr Remix)
French on french action – Tepr (sem er viðriðinn Yelle) hjálpar The Teenagers að setja smá kick í þetta…

Free Blood – Royal Family (ACTH Remix)

Tiga – Move My Body (Boys Noize Remix)
Crazy surg inn á milli – enda er þetta Boys Noize remix ;)

Deadmau5 – Ghosts N Stuff
Annað lag með Deadmau5. Töluvert hressara.

Er þetta ekki eitthvað djók? Þetta er alveg RUGL mikið af lögum! 77 stykki til að vera nákvæmur. En það er bara svo RUGL mikið af góðri tónlist í gangi þarna úti… og maður er örugglega að missa af einhverjum gullmolum – dammit… það er ekki nægur tími í sólarhringnum til að innbyrða allt þetta góðgæti sem er í boði. En maður verður að notast við einhverja filtera – t.d. snilld að vera búinn að adda fólki á hypem sem er með svipaðan tónlistarsmekk – maður getur svolítið treyst á það lið til að benda manni á eitthvað gott stöff. Og ef maður ætti að rannsaka í hnotskurn allar þessar hljómsveitir sem maður er að uppgötva – tékka á fleira stöffi frá þeim o.s.frv… forgeddaboutid, there’s not enough time.

En er nokkuð eitthvað til sem heitir of mikið af góðri tónlist?

Síðan var ég reyndar næstum hálfpartinn búinn að brjóta einu regluna sem ég hef við þessa Hress lista – að hafa ekki sama lag á tveim listum. Ég s.s. var búinn að setja á Hress 2008 listann remix af lagi sem var á Hress 2007. En þótt þetta sé ekki officially á Hress 2008 þá læt ég þetta fljóta með (fyrst ég var búinn að upload-a skránni):

Kanye West – Stronger (A-Trak remix)
A-Trak er DJ-inn hjá Kanye West þegar hann er á tour þannig að það er kannski ekki skrítið að hann pumpi út svona dúndur remix-i…

Það er kannski frekar áberandi að MSTRKRFT sé ein af mínum uppáhalds hljómsveitum – þeir koma fyrir 5 sinnum á Hress 2008 og voru 4 sinnum á Hress 2007 ;) Ég VERÐ að fara á tónleika með þeim fljótlega – hver er til?

Soulwax eru líka að gera góða hluti og The Bloody Beetroots koma mjög sterkt inn. Ég uppgötvaði The Bloody Beetroots árið 2008 og núna eru þeir ein af uppáhalds hljómsveitunum mínum…

Evrópa var að gera góða hluti…
Diskokaine frá Austurríki
The Bloody Beetroots og Benny Benassi frá Ítalíu.
Svíþjóð er með Robyn og Maskinen.
Frakkland stendur sig mjög vel: Justice, Yelle, DJ Mehdi, The Teenagers, Tepr, Yuksek og David Guetta.
Stella er ekki það eina góða sem Belgía hefur fært okkur: Soulwax
Holland býður okkur upp á Junkie XL
Wiley representing UK ásamt Snow Patrol og Jamiroquai.
Rambrandt repraschenting Deutschland með Boys Noize.
…og náttúrulega Emiliana Torrini sem heldur uppi heiðri Íslands.

Ég er klárlega að gleyma einhverjum en þetta er svona “off the top of my head”.

Þótt þessi listi sé alveg temmilega langur þá er ég viss um að ég sé að gleyma einhverjum fáránlega hressum lögum sem voru að vekja lukku árið 2008 – árið 2008 var mjög gott tónlistarár. En ég held að þetta sé alveg nóg, ég meina, það eru 175% fleiri lög á Hress 2008 heldur en á Hress 2007! (sem var 28 lög).

Já, fólk tekur kannski eftir að það er alveg slatti af remix-um á þessum lista… ég held að það sé líka hægt að kenna Hype Machine um það – MP3 bloggin eru mikið fyrir að pósta remix-um.

Síðan má nefna að Zeitgeist-inn hjá Hype Machine er nokkuð góður – t.d. nokkur lög af Hress 2008 á Top Songs of 2008 listanum þeirra.

Hvað segir fólk? Var þetta of mikið? Of langur listi? Ætti ég bara að hafa Top 25? Top 40? Ég held alla vega að ég ætla að auka kröfurnar aðeins – lög þurfa að vera alveg “out of your mind kick-ass headbanging bass-thumping good shizznit” til að komast á Hress 2009. En ég hef nú verið frekar gagnrýninn hingað til þegar kemur að Hress listunum – sum lög þurftu að fara í gegnum strangan 15 skrefa approval process áður en þau komust á Hress 2008 – stundum var það jafnvel 20-25 ítranir áður en lag var samþykkt.

Jæja, fílaðiru eitthvað lag/einhver lög á þessum lista? Eitthvað sem stendur upp úr?

Yeah, leave it fucked up sounding just like that…
August 26th, 2009 @ 0:06

Berjamó – bláber að módelast

Fór í berjamó um helgina… alltaf gaman að tína ber. Fékk nokkur bláber til að pósa fyrir mig.

Það er sko meira »

August 2nd, 2009 @ 21:38

Afmæli 2009 – all good things come to an end

Jæja, þá er þetta að verða búið… Síðasti myndapakkinn.

Gott fjör :)

Það er sko meira »

Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me