Follow @HannesJohnson

Safnið fyrir November, 2009

November 4th, 2009 @ 0:48

Iceland Airwaves 2009 – Day 4 – part 2 – party pics

Jæja… höldum áfram sögunni. FM Belfast byrjaði strax á eftir Retro Stefson – þeir lóðsuðu fartölvunni inn á svið á meðan Retro Stefson voru ennþá að spila. Það var eiginlega engin pása á milli – þetta flæddi bara saman, kom mjög vel út… góð leið til að halda áfram stuðinu sem var búið að koma upp, fólk hafði ekki tíma til að kólna. Næst tók við ein svakalegasta dans- og stuðveisla sem maður hefur lent í. Þau komu upp klikkaðari stemningu, fólk var hoppandi um eins og enginn var morgundagurinn – maður svitnaði svo mikið, þetta var eins og eftir tvöfaldan spinningtíma. Þau fengu ýmsa aðila upp á svið til að hjálpa sér og bara til að halda uppi stemningunni. Krakkarnir í Retro Stefson voru t.d. þarna í fullu fjöri – einn var kominn í bjarnarbúninginn og crowd surf-aði nokkrum sinnum. Ótrúlega mikið fjör þarna, virkilega góðir tónleikar.

Næstur var Trentemøller sem hélt uppi klikkaðari klúbbastemningu – ljúfir tónar og dúndrandi beats. Svo tók viðstöðulaust við Kasper Bjørke og Jack Schidt / DJ Margeir / Gluteus Maximus og héldu áfram góðri partýstemningu… þeir lentu reyndar í smá vandræðum með hljóðkerfið/rafmagnið, slökknaði á því þegar þeir voru að maxa þetta aðeins of mikið.

Þetta var gott partýkvöld, eins og laugardagskvöldin á Airwaves eru yfirleitt. Gott fjör, góð stemning.

Já, frekar týpískt… ef ég set ekki myndirnar inn strax þá dettur procrastination í fullt swing. En hérna er restin af myndunum frá næstsíðasta kvöldi Airwaves 2009:

Það er sko meira »

Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me