• Skip to primary navigation
  • Skip to content
  • Skip to primary sidebar

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
You are here: Home / 2010 / Archives for March 2010

Archives for March 2010

Merkja myndir í WordPress með Matt’s Community Tags viðbótinni

31. March, 2010 Leave a Comment

Fyrir nokkru sá ég að Matt Mullenweg (gaurinn bakvið WordPress) var búinn að gefa út beta útgáfu af community tagging viðbót sem hann hefur verið að nota á sinni eigin síðu. Mér fannst hugmyndin nokkuð sniðug, að geta merkt/taggað myndir svipað og á Facebook (og Flickr og Picasa). Þegar ég setti þetta fyrst upp (version 0.1) þá var þetta ekki alveg að virka þannig að ég henti því út. En núna nýlega gaf hann út version 0.3 sem er ennþá beta en virkar samt aðeins betur. Ég fékk þetta alla vega til að virka nokkurn veginn hérna á síðunni.

Þannig að fólk ætti að geta taggað myndir sem ég er búinn að setja inn í galleríið. Formið lítur svona út:
Matt's Community Tags

Þetta er samt allt í prófun hjá mér, á eftir að fá þetta til að virka 100%. Ég er t.d. ekki búinn að finna út hvernig maður linkar í ákveðna persónu til að sjá allir myndir taggaðar af viðkomandi.

Það vantar allar leiðbeiningar fyrir þetta plugin. Vantaði t.d. upplýsingar um það hvernig maður bætir við forminu svo fólk geti taggað myndir. En eftir smá leit og prófanir fram og til baka fékk ég þetta til að virka. Ég þurfti bara að bæta við þessum kóða í Image Attachment Template (image.php):

<div id="tagthis" class="tagthis"></div>

Er fólk nokkuð paranoid yfir að það sé hægt að tagga myndir af sér? Sumir fíla það ekki að hver sem er geti taggað mynd af manni á Facebook. Það er vissulega bara hægt að hafa samband við mig ef fólk vill fjarlægja ákveðnar merkingar eða taka sig algjörlega úr gagnagrunninum. Allar merkingar fara í moderation queue sem ég þarf að samþykkja.

How’s that working out for you? – What? – Being clever. – Great. – Keep it up then…

Filed Under: Ljósmyndir, Tækni Tagged With: plugin, WordPress

Primary Sidebar

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

🎞️ Gömlu photostrip myndirnar 📷

This slideshow requires JavaScript.

Kvikmyndir sem ég hef séð nýlega:

  • Mile 22 (2018)
    * * * * * *

    Spennandi mynd. Góð keyrsla á köflum. Töff myndataka og klipping. Fínasta action. Lauren Cohan var mætt með bad ass stemninguna úr The Walking Dead – tók þetta jafnvel nokkrum stigum hærra. Eitthvað snubbótt/skrýtið við endinn.

  • Fyre Fraud (2019)
    * * * * *

    Áhugaverð frásögn um þetta fyrirbæri. Gott dæmi um hvað er hægt að gera með samfélagsmiðlum og áhrifavöldum – þessi lína var í lokinn: "We're living in an era in which you can convince millions of people to do anything just on marketing alone." Magnað hvað þetta fór langt og hvað þetta voru miklar lygar og blekkingar.

  • Hotel Artemis (2018)
    * * * * * *

    Töff mynd. Spennandi. Áhugaverðar sci-fi pælingar. Fyndið að sjá Father John Misty (Josh Tillman) í smá hlutverki.

  • She's Funny That Way (2014)
    * * *

    Skrýtin mynd – súr. Eiginlega smá arty – leikarar að leiklistarnördast. Alveg fyndin á köflum – en aðallega hvað hún var flippuð/absúrd. Mikið verið að rembast að láta mjög margar persónur allar tengjast í mega flækju. Á tímabili vorum við ekki viss hvort við nenntum að klára myndina…

  • Jupiter Ascending (2015)
    * * * * *

    Kúl sci-fi action atriði. Áhugaverð saga og sci-fi heimur. Rómantísku samtölin (daðrið) voru smá vandræðaleg. Önnur samtöl voru líka stundum ekki alveg nógu smooth. Það vantaði eitthvað til að gera þessa mynd meira solid...

All movie ratings »

Samfélagsmiðlar

  • Twitter
  • Facebook
  • Instagram
  • LinkedIn

Copyright © 2019 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me