Follow @HannesJohnson

Safnið fyrir July, 2010

July 9th, 2010 @ 23:38

Nokkur góð iPhone/iPod Touch apps

Ég keypti iPod Touch þegar ég var í New York – meðal annars þar sem gamli iPod-inn minn var ónýtur, en líka til að vera með flotta lófatölvu; geta komist á netið í gegnum WiFi og fá aðgang að öllum þessum sniðugu forritum sem eru í App Store.

Hérna eru nokkur forrit sem ég er búinn að prófa og er að fíla ágætlega:

Instapaper
Frekar sniðugt forrit. Ég hef notað Instapaper nokkuð lengi til að geyma greinar sem ég ætla að lesa seinna. En ég hef aðallega notað það síðan til að lesa greinar (á litla skjánum) í símanum mínum. Ég keypti Pro útgáfuna á $4.99 sem er með alls konar kúl fídusa – t.d. nær forritið í allt að 250 greinar sem þú hefur bætt við og vistar þær í iPod-inum (í staðinn fyrir 10 sem er hámarkið í ókeypis útgáfunni) og maður getur hallað iPod-inum til að láta textann flæða upp eða niður (algjör snilld að þurfa ekki að “swipe-a” til að halda áfram að lesa). Ég vildi líka bara styrkja þróunina á Instapaper. Þetta koma sér vel í flugvélinni á leiðinni heim.

VLC Remote
Fjarstýring fyrir VLC Media Player – algjör snilld! Ég náði bara í ókeypis útgáfuna, veit ekki hvort ég þurfi að splæsa $2.99 í “alvöru” útgáfuna til að fá auka fídusa – get gert allt það helsta í VLC Remote Free. Ég væri frekar til í að kaupa forrit sem gæti stýrt hverju sem er (eða alla vega mörgum forritum) í Makkanum.

Onion News Network
Ókeypis forrit til að hafa greiðan aðgang að snilldar myndböndum frá The Onion. Gott stöff.

Cyanide and Happiness
Kostaði alveg heil 99 cent en í gegnum þetta forrit getur maður auðveldlega skoðað öll comics frá explosm.net ásamt video clips/animated shorts + aðrir sniðugir fídusar.

—–

Ég spila nú ekki mikið tölvuleiki. Dett í einstaka Flash leik sem maður rekst í á netinu, en endist yfirleitt stutt. Mér fannst samt um að gera að prófa nokkra leiki. Megnið af vinsælustu forritunum í App Store eru leikir og síðan er líka fjör að stjórna leikjum með þessum skemmtilega snertiskjá.

Angry Birds
Kostar $0.99 (reyndar til lite útgáfa sem er ókeypis). Miðað við aðra leiki í þessum verðflokki þá fær maður nokkuð mikið “gameplay” – yfir 150 borð. En þetta er skuggalegur tímaþjófur – mörg borðin eru erfið en ekki það erfið, maður nær þessu næstum því þannig að maður prófar “bara einu sinni í viðbót”. Úff, hættulegt… En fínt að grípa í þetta sér til skemmtunar endrum og sinnum. Maður þarf líka að nota smá kænsku til að klára borðin – aldrei leiðinlegt að nota heilann smá ;) Þetta er vinsælasta app-ið (og top grossing) í App Store – búið að ná í það 4 milljón sinnum!

Canabalt
Ég var búinn að prófa þennan leik á netinu en ákvað að testa þetta líka í iPod. Kostaði $2.99. Mjög smooth að spila hann í iPod, skemmtilegra heldur en að nota lyklaborð eða mús í tölvunni. Tónlistin er líka frekar kúl. Einföld pæling, en samt nokkuð fjölbreytilegt. Skemmtilega útfært – maður er aldrei að spila í sama borðinu, veit aldrei hvað kemur næst.

Words With Friends
Nokkuð skemmtilegt að geta spilað Scrabble (eða s.s. Scrabble rip-off) við vini eða ókunnuga út um allan heim. Svolítið svipað og bréfskák – þú gerir og sendir síðan “boltann” yfir til mótspilarans sem gerir síðan þegar hann hefur tíma til (sem getur verið nokkrum sekúndum seinna eða næsta dag). Þeir eru reyndar líka með Chess With Friends, hef ekki prófað það.

Ég prófaði bara ókeypis útgáfuna sem er með auglýsingum. Efast um að ég sé að fara splæsa í $2.99 útgáfuna (ég veit, RISAstórar fjárhæðir) – held ég sé ekki að fara spila þennan leik það mikið, get alveg sætt mig við að sjá auglýsingar eftir hverja umferð. En ef einhver vill spila þá er notandanafnið mitt: funkpunk

i-Gun
Fjör að leika sér að skjóta úr hinum og þessum byssum (Glock, AK-47, uzi, haglabyssu…). Ókeypis.

Dawn of the Dead
Leikurinn kostar venjulega $1.99 en hann var ókeypis á tímabili á meðan þeir voru að laga bögg tengdan iOS 4.0. Nokkuð spennandi leikur, lítur vel út og góðir hljóð effektar. Það er reyndar ekki mjög mikið gameplay – maður er tiltölulega fljótur að klára öll borðin og þrautirnar og þá er lítið eftir. En alltaf gaman að rústa zombies :)

Síðan er ég náttúrulega með klassísk forrit eins og Facebook, Twitter, Tumblr, Foursquare, WordPress (notaði það m.a.s. til að skrifa brot af þessari færslu), TweetDeck, MSN Messenger…

Þetta eru nokkur af þeim forritum sem ég hef prófað á þeim stutta tíma sem ég hef átt græjuna. Átt þú iPhone, iPod Touch eða jafnvel iPad? Einhver forrit sem þú mælir með?

My brother has ADD, which is weird because he drives a Ford Focus.
Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me