Follow @HannesJohnson

Safnið fyrir November, 2010

November 25th, 2010 @ 0:01

KinWins í alþjóðlegri sprotakeppni

Síðustu helgi tók ég þátt í Iceland Startup Weekend og teymið mitt vann að hugmynd sem við köllum KinWins sem er hvatningarleikur á netinu sem sameinar fjölskylduna og gerir hið daglega líf skemmtilegra.

Við unnum keppnina hérna á Íslandi og fengum að halda áfram í alþjóðlega keppni – Global Startup Battle.

Hérna er smá kynningarmyndband sem var gert á 24 klst.:

Það er netkosning í gangi núna (sem lýkur á miðnætti – hugsanlega skv. Bandarísku tímabelti) þannig að ef þú ert að lesa þetta og það er ennþá opið fyrir kosningar væri stórglæsilegt ef þú gætir kosið KinWins (Iceland) á Global Startup Battle síðunni.

Já, það þarf að hafa símann nálægt sér af því að maður fær símtal frá vélmenni – algjör snilld :)

Í vinning er m.a. ferð til San Francisco fyrir teymið þar sem við fáum að kynna hugmyndina frekar. Mig hefur alltaf langað til að fara til Vesturstrandar Bandaríkjanna þannig að þetta væri upplagt tækifæri :)

Þú ert greinilega á undan þinni framtíð
November 13th, 2010 @ 5:08

Danger, Will Robinson

Það er stórhættulegt að leggja sig á kvöldin. Maður á að vita þetta, en stundum krassar maður bara vegna þreytu. Maður rankar kannski við sér stuttu eftir að hafa lagt sig, en þá er maður hugsanlega “of langt leiddur” og fastur í klóm svefnsins… ekki með nógu mikla meðvitund til að vera skynsamur og rífa sig úr þessu móki. Síðan vaknar maður um miðja nótt, í öllum fötunum, öll ljósin kveikt og maður er illa súr (ekki beint topp gæða svefn).

Þá loksins fer maður að hátta sig, bursta tennurnar… En þá getur maður nátturulega ekki sofnað.

Ég ætla að tékka hvort það sé ekki eitthvað gott sjónvarpsefni í boði – Fringe eða 30 Rock.

Sent from my iPod.

November 12th, 2010 @ 0:38

Ekki láta deigið síga

“Ekki láta deigið síga”

Hvatningarorð bakara?

November 5th, 2010 @ 21:21

Filmu fetish vol. 3 – Fisheye lomography myndir

Já, já… fullt af myndum sem ég hef náð í úr framköllun nýlega. Fyrstu myndirnar virðast vera nokkrar (misgóðar) frá New York. Síðan nokkrar úr Vesturbænum, sumarbúðstaðurinn og svo afmælið í sumar.

Alltaf gaman að fisheye og double exposure.

Það er sko meira »

November 2nd, 2010 @ 21:19

Filmu fetish vol. 2 – Afmæli 2010

En síðan er maður stundum bara nokkrar mínútur að klára eina filmu ;) Reyndar bara 15 myndir á þessari filmu, en samt…

Þetta eru myndir úr afmælisteitinu núna í sumar – þegar það var farið að líða svolítið á kvöldið og ég ákvað að hvíla “stóru” vélina (flassið var líka búið að ofhitna). Upplagt að grípa þá í litlu og nettu APS filmuvélina.

Það er sko meira »

November 2nd, 2010 @ 1:28

Filmu fetish vol. 1 – APS myndir

Mannmergð á Austurvelli

Eitt við það að taka á filmu – maður er svolítið að spara þetta, reyna að vanda sig við hverja mynd og svo grípur maður ekki alltaf í filmuvélarnar. Þannig að það getur tekið heilt ár að klára eina filmu. Mér sýnist að á þessari filmu séu aðallega myndir frá sumrinu 2009 og sumrinu 2010. Kannski er það eitthvað við sumarið sem fær mann til að draga filmuvélarnar fram?

Það er sko meira »

Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me