Follow @HannesJohnson

Safnið fyrir February, 2011

February 28th, 2011 @ 23:31

Fjallganga upp á Eyrarfjall í Kjós

Byrja að klífa Eyrarfjall

Birna plataði mig í Eitt fjall á mánuði hjá Ferðafélagi Íslands. Við misstum af fyrsta fjallinu í janúar en fórum í febrúar gönguna núna síðasta laugardag (26.2.2011).

Þetta var mjög hressandi sport. Maður var þarna á köflum valhoppandi eins og fjallageit í mjög fallegri náttúru. En á milli var maður að “berjast fyrir lífi sínu” í snjóbyl, hvassviðri og nístingskulda.

Ég mætti þarna í glænýjum gönguskóm og ágætlega vel gallaður. Þrátt fyrir að vera í nýjum gönguskóm fékk ég engar blöðrur og (nánast) engin hælsæri – ég var búinn að setja á mig Compeed plástra á undan og fékk líka svona sérstakt teip til að þekja helstu áhættusvæðin.

Ég var líka nýbúinn að fjárfesta í vatns- og vindheldum buxum frá ZO-ON. Virkuðu mjög vel – varð ekki vitund kalt á fótunum þrátt fyrir mikinn vind og kulda. Hefði alls ekki þurft að vera í thermo buxum innan undir eins og ég var að velta fyrir mér.

En það sem ég klikkaði á var að vera bara með bómullarhanska. Hefði átt að vera með ullarvettlinga og vindlúffur. Ein konan sem var farastjóri þarna sá að mér var eitthvað kalt (reyna að lemja mér til hita) og var svo góð að lána mér svona vindlúffur. Bjargaði mér algjörlega. Ég hefði pottþétt misst nokkra fingur annars…

Það hefði líka verið ágætt að vera með ullarlambhúshúfu – þylja andlitið sitt aðeins betur. Jafnvel líka að vera með snjógleraugu gegn snjóbylum og mikilli birtu. Ég ætla líka að skoða að fá mér göngusokka, gæti verið hentugt. Já, og svona legghlífar… það er nóg af útbúnaði sem maður þarf í þetta :)

Já… ég tók nokkrar myndir á símann og IXUS vélina.

Það er sko meira »

Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me