Follow @HannesJohnson

Safnið fyrir May, 2011

May 23rd, 2011 @ 0:44

2 mánuðir af Hannesi – Everyday verkefni í vinnslu

Jæja, þá er ég búinn að taka myndir af mér í 2 mánuði:

Þetta er alveg tvisvar sinnum lengra en fyrsta myndbandið. Tvisvar sinnum skemmtilegra/áhugaverðara/flottara? Hugsanlega ;)

Loving you is easy ’cause you’re beautiful
May 21st, 2011 @ 0:49

Prins Póló á Nasa

20110521-124759.jpg

Smá að prófa nýju útgáfuna af WordPress app-inu.

May 17th, 2011 @ 0:46

Mánuður af Hannesi – Everyday verkefni í vinnslu

Fyrir tæpum tveim mánuðum keypti ég Everyday app-ið. Ég er búinn að fylgjast lengi með Noah Kalina – hann er einn af mínum uppáhalds ljósmyndurum – og mér finnst Everyday verkefnið hans nokkuð skemmtilegt/áhugavert.

Þannig að mig langaði til að prófa að gera svona myndband (time-lapse video) af mér yfir nokkurn tíma.

Hérna er fyrsti mánuðurinn – 21. mars 2011 til 22. apríl 2011:

Frekar stutt… ég þarf að taka mynd af mér á hverjum degi í nokkra mánuði í viðbót til að geta búið til aðeins áhugaverðara myndband ;)

Já, ég notaði Vimeo app-ið til að skella title credits á þetta og tónlist undir. Ótrúlegt hvað maður getur gert með iPhone ;)

Remember when I caught your eye. You gave me rainbows and butterflies.
May 15th, 2011 @ 21:03

Göngutúr um miðbæinn 14.5.2011

Áður en við Birna skelltum okkur í Eurovision-partý röltum við smá um miðbæinn. Við skoðuðum mismunandi menningu á Alþjóðadeginum hjá Ráðhúsinu – ég keypti mér mjög flottan handmálaðan bol til styrktar Japan. Síðan litum við inn í Kolaportið þar sem ég keypti How To Make Friends með FM Belfast (Kimi Records voru með bás). Að lokum fórum við í Hörpu, tónlistarhúsið fræga – mjög flott, hlakka til að mæta á skemmtilega viðburði þar (t.d. Iceland Airwaves).

Ég tók nokkrar myndir á símann – hann hefur eiginlega tekið við sem myndavélin sem ég nota í götuljósmyndun. Svo hentugt, ég er alltaf með hann við höndina.

Já, ég er að senda þessa færslu úr símanum (nota WordPress app-ið). Aðeins að prófa, myndirnar koma líklega ekki í fullri upplausn. Þarf að skoða hvort ég geti ekki reddað því.

Uppfært: Ég fiktaði smá í þessu og fann út hvernig ég gat sett inn stórar myndir. Bara upload-a þeim í Original Size og nota síðan gallery shortcode til að birta thumbs af myndunum.

Það er sko meira »

May 9th, 2011 @ 18:31

The Hangover Part II

Nýr flokkur: Kvikmyndir sem mig langar að sjá. Ég hef reyndar áður póstað um bíómyndir sem mig langar að sjá á næstunni en mér fannst ágætt að búa til sér flokk um þetta + markmiðið er að gera meira af því að skella inn stuttum færslum sem eru í raun bara myndbrot/auglýsingar úr kvikmyndum sem ég ætla að sjá (í bíó eða heima).

Verður maður ekki að sjá Hangover 2? Af þessum trailer að dæma gæti hún verið kúl + fyndin. Greinilega með aðeins meiri budget ;)

I love it when you feel like getting nasty
Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me