Follow @HannesJohnson

Safnið fyrir June, 2011

June 26th, 2011 @ 0:25

3 mánuðir af Hannesi – Everyday verkefni í vinnslu

Jæja, verkefnið heldur áfram. Þetta eru 3 mánuðir af mér:

Ég ætla að reyna að halda þessu áfram í töluvert lengri tíma… alla vega ná þessu upp í 1 mínútu. Þegar ég bý til myndband á “Slow” stillingunni er 1 mánuður kringum 6 sekúndur. Þannig að ég þarf að safna í a.m.k. 10 mánuði.

Lagið sem ég er að nota heitir In The Pines og er með Supergood. Eitt af 6 lögum sem fylgja með Vimeo app-inu.

Smá viðbót: Já, síðan má nefna að síðasta myndin í myndbandinu var tekin í trailer park sem við enduðum óvart á í Kanada. Við ætluðum að fara á Peggys Cove og slóum það inn í GPS tækið. En við s.s. enduðum á Peggys Cove Trail ;) En það var bara mjög gott ævintýri :) Vorum að busla í þessu stöðuvatni, tékka á sveitinni og leika okkur í sólinni. Stoppuðum svo í Peggys Cove á leiðinni til baka til Halifax, sáum það við sólsetur og fínerí.

I like ya hair and every style that ya wear it
June 10th, 2011 @ 22:33

Ógleði

Ég er búinn að liggja í rúminu mest allan daginn. Með verki í maganum, flökurt, engin matarlyst… almennur slappleiki. Hugsanlega magavírus. Ég fór að hugsa um orðið “ógleði”. Ég var nú ekkert mjög hress, en ég var alveg glaður inn á milli yfir daginn :)

Þannig að maður getur verið með ógleði og gleði samtímis.

Nei, bara svona pæling ;)

June 1st, 2011 @ 17:23

Drykkjuvandamál

Ég reyni stundum að drekka á meðan ég labba (þú veist, TIL AÐ SPARA TÍMA™). En það gengur (no pun intended) ekki alltaf upp. Þannig að ég er að labba, voða busy og sulla yfir mig. Þetta er nú yfirleitt vatn, þannig að það er allt í lagi. En manni líður samt hálf kjánalega, það lítur út fyrir að maður hafi aldrei almennilega lært að drekka…

I’m freakin pumped! I’ve been drinking green tea all goddamn day!
Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me