Follow @HannesJohnson

Safnið fyrir August, 2011

August 22nd, 2011 @ 1:30

5 mánuðir af Hannesi – Everyday verkefni í vinnslu

Hérna er nýjasta samantektin af myndum sem ég er að taka fyrir Everyday verkefnið mitt, rúmlega 30 sekúndur:

I’ve got a thing for you. You’ve got a thing for me.
August 20th, 2011 @ 0:26

Hress 2010 – góð tónlist í ræktina og til að hlaupa með

Ég hef í nokkur ár búið til svona Hress tón-lista með þeim lögum sem mér fannst extra hress hvert árið. Ég skrifaði meira um uppruna þessa lista í færslunni um Hress 2007.

Þessi Yahoo spilari sem ég hef verið að nota er ekki alveg að gera sig 100%. Núna er allt í einu ekki hægt að ýta á pásu og halda áfram frá sama stað. Ef maður ýtir á pásu og vill svo halda áfram að spila lagið byrjar það frá byrjun. Ég held alveg örugglega að play/pause hafi virkað almennilega einu sinni…

Mér datt allt í einu í hug hvort ég gæti notað jPlayer – hann er voða hipp og kúl núna… HTML5 og fínerí (s.s. betri stuðningur við iPhone en aðrir spilarar). Það er meira að segja til WordPress plugin. En við nánari athugun sýnist mér jPlayer ekki vera alveg eins hentugur og Yahoo spilarinn – hann s.s. grípur ekki öll MP3 lög sem er verið að linka í og býr til playlista úr þeim. Maður þarf að setja inn slóðirnar á öll MP3 lögin í stillingu á spilaranum eða benda á ákveðna möppu (en þá væru lögin ekki í sömu röð).

Ef ég myndi alveg skipta jPlayer út fyrir Yahoo spilaranum þá væri ekki hægt að spila lögin á gömlu Hress listunum. Þannig að ég ætla bara að hafa bæði. Fólk getur valið það sem því finnst best.

Eftir smá notendaprófanir virðist sem það sé eitthvað vesen með “don-rimini_kung-fu.mp3” í þessum jPlayer – eins og skráin sé corrupt eða eitthvað… En það virkar að spila lagið í gegnum Yahoo spilarann. Allt annað ætti að virka.

Hérna er jPlayer spilarann og fyrir neðan eru síðan lögin ásamt athugasemdum og öðrum punktum.

Steve Aoki – I’m in the House (Qemists Remix)
Já, ég hata ekki Steve Aoki :)

Don Rimini – Kung Fu
Don Rimini er góður, hann var á Hress 2008 og Hress 2009. Vel gert.

Ben Mono Feat. Jemeni – Jesus Was A B-Boy (Moullinex remix)

David Guetta – Memories feat. Kid Cudi (Leo Lotsaless Remix Big Room Build)
Fínasta mashup/remix. Þetta er eiginlega anthem fyrir sumarið 2010:

All the crazy shit I did tonight, those will be the best memories

Mér finnst það koma vel út að blanda þessu við Fatboy Slim – Right Here Right Now (mjög gott lag, klassískt).

The White Panda – Got Some Stratosphere
Ég hef mjög gaman af hip-hop lögum með elektró blöndu.

Nighty Max – Treehouse
Awesome to the max! Awesome to the Nighty Max! :p

Moullinex – Leisure suit
Smooth. Gott stöff.

MSTRKRFT – Breakaway (Blende remix)
Killer tune, man. Ég elska svona hröð og dirty lög með killer bassa. Kemur mér í gírinn.

Auðvitað er MSTRKRFT á Hress 2010 :) Þeir fá titilinn “heiðursfélagar Hress listanna” fyrir að vera á Hress listanum 4 ár í röð: 2007 (1 lag + 3 remix), 2008 (2 lög + 3 remix), 2009 (3 lög) og svo núna á Hress 2010 með 1 lag.

John Marr – I Found Cheese (Axwell vs Deadmau5)
Of mikið ostapopp? No pun intended (s.s. ekki vísun í “Cheese” í titlinum, þótt það sé smá fyndið).

Crookers feat. Yelle – Cooler Couleur (Junkie XL Remix)
Junkie XL remix eru oft mjög hress (man t.d. eftir Elvis Presley laginu A Little Less Conversation sem var á Hress 2002, disknum sem startaði þessu öllu).

Phinz – Text to Speech

Autoerotique – Bubonic (Mustard Pimp Remix)
Kick-ass! Þvílíkur bassi. Very nice. Mjög góð keyrsla. Distortion… smá geðveiki… fíla þetta.
Autoerotique er hjá Dim Mak, uppáhalds útgáfufyrirtækið mitt.

Boys Noize – Avalanche (Religion Remix)
HART! Fíla svona rough/dirty bass banger.

Phinz – Ignition

Phinz – Run Forest

Nokkuð gott, Phinz er með 3 lög á Hress 2010 – kemur sterkur inn. Gaur frá Austurríki.

Rihanna vs. Crystal Castles – Rude Baptism (The Hood Internet mashup)
Er að fíla þetta lag. Hressandi mashup.

Trouble Andrew – I’m Wasted (feat. Spank Rock and Lil Jon)
Góður crunk partý slagari.

Ellie Goulding – Starry Eyed (PYRAMID Remix)
Gott drum ‘n bass remix, góður kraftur í þessu.

Hey Today – Talk To Me (Busy P Remix)
Frekar kúl. Röff, distorted/glitchy… gott elektró.
Props til Gumma.

Kele – Tenderoni
Hresst og skemmtilegt lag.
Props til Bjössa.

Yeah Yeah Yeahs Vs A-Trak – Heads Will Roll (Electric Soulside Ft Odissi Mix)
Góð stappa (mashup).

Maybb – Touring In NY (Short Tour Edit)
Klikkuð keyrsla í gangi. Very nice. iTunes DJ (aka DJ Shuffle) spilaði þetta einn daginn – gaman að detta inn á svona gullmola sem maður hefur ekki hlustað á lengi og búinn að gleyma.

Graffiti 6 – Annie You Save Me (Reset! Remix)
Hamingja og hressleiki! Woop woop!

Nabiha – Deep Sleep (Bitrocka Club Vocal Mix)
Svo djúpur og smooth taktur… góð stemning í þessu lagi.

Cee-Lo Green – Fuck You
Gífurlega hresst lag, samt svolítið spes þar sem textinn er ekki beint jákvæður.

Lil Jon – I Do (Pance Party Remix)
Þessi dirty/distorted taktur er svo mikill snilld, maður fær alveg hroll. Já, já, Lil Jon bara með tvö lög á listanum…

Marina and the Diamonds – I Am Not A Robot (Clock Opera Remix)
Kúl vibe í gangi… Það er eitthvað við þessa rödd… er að fíla það. Smooth… góður fílingur. Þetta distortion inn á milli er líka alveg að virka á mig.
Einn kostur við að pósta þessari færslu svona seint – Clock Opera eru víst að mæta á Iceland Airwaves 2011. Nice! Þokkalega að fara tékka á þeim :)

Swedish House Mafia – One (Stanton Warriors Edit)
Heja Sverige! Gott partý í þessu.

Duck Sauce – Barbra Streisand (Fare Soldi Remix)
A-Trak og Armand Van Helden – mjög gott combo. Mér finnst aðeins meira kick í þessu remix-i heldur en original laginu.

Steve Aoki & Armand Van Helden – Brrrat! (Original Mix)
Armand er að koma sterkur inn með góð collaborations í gangi…
Minnir mig svolítið á Poem 1967 frá Hress 2007 – en samt ekki alveg eins mikil geðveiki.

Shinichi Osawa – Zingaro (Phinz Remix)
Klikkað combo – Shinichi Osawa er náttúrulega snillingur (btw, hann er 44 ára Japani, mad props) + Phinz sem eru að koma fáránlega sterkt inn 2010.
Shinichi Osawa var líka á Hress 2008 og Hress 2009 – klárlega í miklu uppáhaldi.
Bónus lag, annað remix:
Shinichi Osawa – Zingaro (Rhythm Droid Remix)

Liquid – Sweet Harmony (Danny Byrd Remix)
Kúl drum ‘n bass. Er að fíla þetta… Ég hata heldur ekki svona lög með píanó riffum :)

Cut Copy – Lights And Music (Moullinex remix)
Fíla þennan hraða takt og nett distortion í gangi. Moullinex að gera góð hluti. Uppgötvun ársins 2010. Ég mælti með að Iceland Airwaves myndi flytja inn Moullinex í ár og Moullinex virðist hafa tekið vel í það, alla vega RTaði tístið mitt :) Cut Copy mættu alla vega á klakann fyrr á árinu, mjög gott.

Beaufort – Kraken
Góður kraftur. Upplagt í ræktina – keyra sig áfram, hlaupa aðeins lengra, lyfta aðeins meira…

Kavinsky – Nightcall (The Girls Can Hear Us Remix)
Gott vibe í þessu…

Eli Escobar – Glass House (XXXChange’s Yoga Mom In A Blender Mix)
Tekur reyndar alveg 3 mínútur þangað til að þetta byrjar almennilega, en þá fer líka allt í gang :)
(frá RCRDLBL)

Croquemonsieur – Tiger
Hresst, jolly… gott fjör.
Samkvæmt intertroninu mun Croquemonsieur vera annað alias fyrir Shinichi Osawa. Mjög gott. Maður heyrir líka smá Shinichi brag í þessu lagi…

Vandroid – Master & Slave (Yuksek Remix)
Yuksek er alltaf góður.

Já, ég myndi segja að þetta sé góð tónlist í ræktina. Þetta fær adrenalínið til að flæða aðeins meira og maður getur hlaupið aðeins lengur, lyft lóðunum oftar og maður gleymir sér bara (áður en þú veist af ertu búinn með killer workout) af því að þetta er svo fáránlega góð og skemmtileg tónlist :)

Mér sýnist þetta vera 39 lög. Sem er alveg 42% færri lög en í fyrra ;)

Notable mention:

Shinichi Osawa – EEAA (Mustard Pimp remix)
Ég get í raun ekki sett þetta á Hress 2010 þar sem ég var með original á Hress 2009. En þetta er svo gott að mér fannst ég þurfa að hafa það með færslunni. Mustard Pimp er alveg með ‘etta.

Fyrir áhugasama er hægt að renna í gegnum Hress-lista fyrri ára hér:

I love you like a fat kid loves cake.
August 9th, 2011 @ 0:23

Hvað á ég að gera þegar ég er veikur?

Drekka nóg. Það er alla vega það sem persónulegi hjúkrunarfræðingurinn minn segir eiginlega alltaf – sama hvort ég er með kvef, hita, hálsbólgu eða eitthvað annað.

Maður verður að muna að drekka nóg af vatni – hjálpar að hreinsa þetta vesen út, líkaminn er á fullu að vinna og þarf meiri vökva en vejulega. Heitt te getur líka verið gott.

Ég er búinn að vera veikur núna í 2 daga. Frekar skrítið – byrjaði sem magaverkir, ógleði og engin matarlyst. En síðan er ég líka með eitthvað skrítið í hálsinum/lungunum (leiðinlegur hósti, stingir) og svona klassískt hausverkur, hiti og smá beinverkir.

Ég var kannski ekki alveg nógu duglegur að drekka í gær – hafði í raun ekki mikla krafta til að fara alltaf og ná í glas af vatni. En ég er búinn að vera nokkuð duglegur að drekka vatn og te í dag og virðist vera að hrista þetta af mér.

Skál í botn!

This tea is delicious, what did you say it was? – Chamomile motherfucker!
August 5th, 2011 @ 2:08

Ristað brauð með smjöri og tómötum

20110805-020650.jpg

Nýjasta uppáhaldið mitt. Svooo gott :)

Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me