Follow @HannesJohnson

Safnið fyrir September, 2011

September 30th, 2011 @ 23:19

h4nn.es – nýtt lén til að stytta vefslóðir

Mig hefur lengi langað til að setja upp eitthvað stutt lén til að nota sem “URL shortener“. Það hefur verið frekar vinsælt undanfarin ár að nota þjónustur eins og TinyURL, bitly, awe.sm og fleiri til að stytta slóðir – og þá helst til að deila á Twitter (af því að maður hefur bara 140 stafi til að koma skilaboðunum sínum á framfæri).

Þegar ég sá nýja lénið hjá Matt Mullenweg (ma.tt) þá datt mér í hug að ég gæti gert eins (þú veist, af því að Spánn er með endinguna .es). En nei, http://hann.es var nú þegar tekið :( Bölvaðir Þjóðverjar, þurfa alltaf að eigna sér fallega nafnið mitt! ;)

En ég fann s.s. lausn á þessu vandamáli. Boxee fær credit fyrir að gefa mér hugmynd að nota 1337 speak til að finna annan möguleika – þeir nota lénið b0x.ee til að stytta slóðir hjá sér. Þannig að ég skráði lénið h4nn.es um daginn – þú veist, af því að 4 lítur eiginlega út eins og A ;)

Ég var fyrst að spá í að nota Lessn lausnina til að sjá um að stytta slóðir fyrir mig og halda utan um þetta allt, en síðan fór ég að skoða bitly aðeins betur. Ég var búinn að skoða bitly Enterprise sem gerir mann kleift að nota bitly tæknina á sínu eigin stutta léni – en það kostaði $995 á mánuði. Var ekki alveg til í að splæsa í það ;) Ég var eiginlega búinn að afskrifa þann möguleika þegar ég rakst á smáaletrið á síðunni þeirra þegar ég var að rannsaka þetta aðeins betur:

The “bitly Pro” custom white label service is now available to all bitly users

Var nefninlega búinn að sjá að hinir og þessir bloggarar voru að nota bitly á sínu eigin stutta léni…

Þannig að ég er að nota bitly bakvið h4nn.es (alveg ókeypis). Mjög auðvelt að setja upp, þurfti bara að bæta við smá DNS stillingum og þá var það í rauninni komið :)

Ég frumsýndi þetta lén í gær á Twitter (og Facebook).

Þegar ég var í rauninni búinn að setja upp bitly hjá mér rakst ég á aðra lausn, YOURLS sem lítur ágætlega út. Ég gæti s.s. sett upp YOURLS hjá mér og haft meiri stjórn yfir því – þarna virðist maður líka fá svipaða tölfræði og bitly gefur manni. Bæði það að hýsa svona lausn sjálfur og að nota þjónustu eins og bitly hefur sína kosti og galla. Ég ætla að byrja að nota bitly – það er frekar þægilegt og í rauninni minna vesen. Ég þurfti líka eiginlega ekki að breyta neinu til þess að láta TweetDeck stytta sjálfkrafa allar slóðir með h4nn.es. Ef ég ákveð allt í einu að skipta yfir í annað þá get ég vonandi bjargað gömlu linkunum einhvern veginn. Það ætti þá að vera hægt að setja bit.ly, j.mp eða bitly.com í staðinn fyrir h4nn.es.

Girls are like internet domain names, the ones I like are already taken.
well, you can stil get one from a strange country :-P
September 27th, 2011 @ 21:54

Borgríki

Ég sá trailer-inn fyrir Borgríki þegar ég fór á Warrior um daginn. Mjög töff. Gaman að sjá svona kúl, íslenskar spennumyndir.

Hérna er trailer (eða stikla eins og það kallast víst á íslensku) fyrir myndina Borgríki:

Annar “teaser”:

Reyndar svolítið síðan ég frétti fyrst af þessari mynd – ég Like-aði þessa forstiklu víst fyrir ~2 árum.

Borgríki er væntanleg í kvikmyndahús þann 14. október. Bíð spenntur…

Já, síðan er þessi bíómynd líka tekin upp á Canon 5D Mark II, sem er frekar kúl. Low budget… Ég er einmitt að gæla við að fá mér 5D Mark III þegar hún kemur á næsta ári.

She’s got me love stoned ..I think that she knows
Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me