
Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt.
Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin.
Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur.
Hlaðvarp um kvikmyndir
Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp.
Sort list by: title | rating ↓ | view date
-
2018-01-27 22:04xXx: Return of Xander Cage (2017)
Kjánaleg, silly, jafnvel fáránleg... en fyndin, spennandi, gott action og fín afþreying.
0.3 -
2018-01-14 21:24
Ekta Disney ævintýri. Fyndin. Spennandi. En ég bjóst við skemmtilegri mynd frá Pixar.
0.3 -
2017-10-19 20:23
Smá kjánaleg stundum (LOLcat inspo poster) – handritið hefði getað verið betra og leikurinn var stundum ekki alveg nógu smooth. Gaman að sjá Die Antwoord (Ninja & Yo-Landi) og hafa listina þeirra með í myndinni (graffiti & tónlist).
0.3 -
2017-08-13 23:21
Kjánaleg/silly mynd – slatti af cheesy bröndurum. En alveg hægt að hlæja að þessu. Sæmileg afþreying (fín fyrir tjillaða stemningu). Ekki besta Zach Braff myndin sem ég hef séð. Þetta plot/concept minnti mig smá á aðra mynd með Morgan Freeman; Last Vegas. En svo var ég að sjá að þetta er víst endurgerð af mynd frá 1979.
0.3 -
2017-06-22 22:35
Fyndin mynd. Fullt af skemmtilegum leikurum. Smá kjánaleg/klisjuleg í lokinn.
0.3 -
2015-11-22 21:29
Fyndin mynd. Mikið bull og vitleysa. Stundum of mikið bull og of kjánaleg. Frekar löng (125 mín.) - hefði kannski komið betur út ef hún hefði verið styttri, meiri keyrsla. Myndin datt í meira lífs-drama og rómantískt drama í seinni helmingnum. Ég bjóst við aðeins betri mynd, aðeins fyndnari mynd. Mér fannst áhugavert að sjá Tilda Swinton í sínu "dulargervi".
0.3 -
2015-10-04 23:16Sister Act 2: Back in the Habit (1993)
Mikið um kjánalega brandara sem voru ekki alveg að fljúga - en stundum var þetta komið í hringi þannig að maður hló að því hvað þetta var kjánalegt. Handritið og sagan voru ekki eins góð og í fyrstu myndinni. Leikararnir voru ekki að gera neina frábæra hluti. Ágætir söngvarar þarna og Oh Happy Day var nokkuð catchy. #LeslieHalliwell
0.3 -
2015-08-06 21:29
Ágætis mynd. Krúttlegt lífsdrama (fólk að finna sig í lífinu). Fínir leikarar.
0.3 -
2015-03-02 22:45
Algjör vitleysa. Var ekki með miklar væntingar og þessi mynd var nokkurn veginn eins og ég bjóst við, s.s. ekki topp gæði. Alveg fyndin á köflum. Allt í lagi afþreying. Adam Scott var eiginlega bestur/ferskastur.
0.3 -
2015-01-18 20:22
Krúttleg og skondin. Smá skrýtin á köflum. Handritið hefði getað verið betra.
0.3 -
2014-12-28 19:53
Mikið af "slapstick húmor" (fólk að meiða sig og önnur fíflalæti). Stundum of kjánalegt, of mikil fíflalæti... Stundum var þetta aðeins of random. Enginn stórleikur í gangi. En alveg hægt að hlægja að sumum atriðunum og gaman að vera búinn að sjá þessa mynd sem svo margir tala um.
0.3 -
2014-08-10 22:42
Ágæt mynd. En ég var að vonast eftir að hún væri fyndnari. Þetta var meira svona drama um lífið og tilveruna, með nokkrum kómískum atriðum.
0.3 -
2014-07-11 23:18
Fyndin vitleysa. Ég var reyndar að vonast eftir því að hún væri fyndnari. Það vantaði kannski smá kraft í handritið og flæðið á sögunni. Fullt af þekktum leikurum. Klassískur karakter fyrir Melissa McCarthy.
0.3 -
2014-03-16 01:18
Mér fannst handritið ekki nógu gott. Margt skrýtið/kjánalegt og flæðið á milli atriði var stundum ekki nógu lógískt/eðlilegt. Þar sem þetta er Luc Besson mynd (þ.e.a.s. hann skrifaði handritið og framleiddi) þá voru vissulega franskir bílar í eltingaleik.
0.3
Það voru nokkur atriði sem voru ágætlega fyndin og nokkrar action senur ágætlega kúl. En það var kannski verið að reyna blanda of mörgu saman; action, grín, rómantík, spenna, drama... Hálf stefnulaust - gekk ekki upp. Gaman að sjá Tómas Lemarquis í nokkuð stóru hlutverki. -
2014-02-26 23:19
Þetta er ekki týpísk afþreying eins og margar bíómyndir eru. Þetta er meira listaverk - voða flott og að vissu leyti vandað, en maður þarf svolítið að spá í því til að átta sig á hvað listamaðurinn/listamennirnir eru að reyna miðla.
0.3
Það var ekki mikil gleði í þessari mynd. Í raun allt ömurlegt hjá þessum gaur. Drama. Þunglyndi. Ágætlega kúl Instagram/vintage filter á myndinni ;) Lúmskt skopleg á köflum. Skemmtilega skrautlegar persónur, eins og eru oft í Coen myndum. Vissir kaflar í sögunni voru áhugaverðir, en á heildina litið þá vantaði einhvern kjarna í söguþráðinn. -
2013-11-08 21:16
Spennandi. Áhugavert plot, en smá skrýtið (ruglingslegt). Endirinn var ekki alveg nógu "satisfying". Smá súr kvikmyndastíll.
0.3
* Ég horfði á þessa mynd í flugvél (sem getur skemmt smá upplifunina). -
2013-09-03 23:45
Áhugaverð mynd. Spennandi. Twisted. Klikkuð. Ekki alveg feel-good mynd ;) Skemmtilegt að sjá lög með Gísla Pálma í myndinni. Ágætt að hún var bara 76 mín., hefði ekki nennt að horfa á mikið lengri útgáfu af þessari mynd.
0.3
* Ég sá þessa mynd í flugvél. -
2013-08-29 23:38
Jájá, fín mynd. Action og læti. Sly grjótharður. Enginn topp leikur í gangi.
0.3 -
2013-08-25 23:25
Nett klikkuð mynd. Smá spes klipping/flæði - eiginlega eins og flashforwards og flashbacks (audio og/eða visual) fram og til baka. Blandaði söguþræðinum smá saman, en að vissu leyti áhugaverð aðferð, setti smá stíl á myndina. Töff tónlist. Handritið var frekar takmarkað. Sæmileg heilalaus þynnku-mynd.
0.3 -
2013-08-03 23:51The Queen of Versailles (2012)
Áhugaverð heimildamynd. Sýnir hvað 2008 hrunið breytti öllu - bara aðeins öðruvísi vinkill ;) Áhugaverðar persónur. Smá klikkað að hún hélt áfram að eyða í óþarfa hluti þegar þau voru í óvissu með peningana sína (ættu að vera að spara). Mjög sérstakur lífstíll.
0.3 -
2012-12-15 23:34The Sorcerer's Apprentice (2010)
Að vissu leyti ekta Disney/Jerry Bruckheimer "blockbuster". Ágætis afþreying með dash af kjánalegum atriðum.
0.3 -
2012-09-03 00:32
Mjög langt síðan ég sá Blade Runner fyrst. Í minningunni var þetta frekar skrýtin mynd. Minningin hafði rétt fyrir sér :) En áhugaverð framtíðarsýn fyrir 2019 - bara 7 ár í þetta ;) Nokkuð spennandi á köflum. Mikið af flottum skotum (flott myndataka). Handritið er byggt á sögu eftir Philip K. Dick - sögurnar hans eru oft svolítið klikkaðar. Mjög "dimm" mynd - eiginlega alltaf myrkur - en það er kannski stemningin sem þeir voru að reyna ná, allt frekar drungalegt og "ömurlegt". Alltaf gaman að sjá gamlar myndir með leikurum sem eru ennþá að leika í kvikmyndum/sjónvarsþáttum (og sjá hvernig þeir voru þegar þeir voru ungir/hvernig þeir hafa breyst).
0.3 -
2012-08-01 23:37
Nokkuð löng/langdregin - breyttir tímar... Hefði örugglega verið hraðara flæði (styttri senur og skot) ef hún hefði verið gerð í dag. Ágætlega spennandi á köflum. Einfaldur credit listi - ekki talið upp smiðir, bílstjórar, kokkar, bókhald og allt hitt eins og í nútíma myndum. Gerði þetta kannski aðeins áhugaverðara að þetta er byggt á sannsögulegum atburðum. Áhugavert að sjá leikara í aukahlutverkum sem maður kannast við úr myndum og þáttum, bara miklu yngri ;) Myndin fékk víst Óskarinn fyrir handritið og fékk 5 aðrar tilnefningar.
0.3
* Ég sá þessa mynd í flugvél (s.s. á litlum skjá) -
2012-06-30 22:38I Don't Know How She Does It (2011)
Stundum fær kærastan að ráða ;) Að vissu leyti ekta chick flick. Allt í lagi handrit - frekar basic, ekkert mega frumlegt.
0.3 -
2012-06-10 23:08
Formúlumynd sem virkar ágætlega. Fínasta para/stefnumóta-mynd. Ágæt action atriði og nokkuð fyndin á köflum.
0.3 -
2012-06-03 23:07
Góð mynd. Drama. Hawaii tónlistin var skemmtileg.
0.3
* Ég horfði á þessa bíómynd í flugvél. -
2012-05-10 22:41
Ágæt mynd. Nokkuð fyndin (nóg af one-liners). Ágæt spenna. Handritið var ekki upp á marga fiska, endirinn var frekar snubbóttur. Ýmislegt sem hefði mátt gera betur.
0.3 -
2012-05-05 17:18
Ágæt mynd. Nokkuð spennandi. Tók smá skrítið twist í svona miðri mynd - handritið hefði kannski geta verið betra. Nokkuð gott soundtrack - alveg nokkur sem ég hef verið að fíla á Hype Machine undanfarið.
0.3 -
2012-04-30 23:44
Áhugaverð mynd. Hádramatísk á köflum. Ég bjóst við aðeins léttari (fyndnari) mynd miðað við trailer-inn. En hún var alveg fyndin og skemmtileg á köflum - hefði samt mátt vera meira. Sálfræðingurinn (Katherine / Anna Kendrick) var eiginlega besti karakterinn - mjög fyndin. Mjög fínir leikarar. Mér fannst reyndar Seth Rogen stundum aðeins ofleika "frat" gaurinn.
0.3
← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 next →
List generated by WP Movie Ratings.
Síðast uppfært 18. May, 2023
þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.
Vei, fyrsta kommentið hérna :)
Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)
Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.
mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir
hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?
En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)
ein á mánuði ef hún er á bíórásinni
Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.
Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.
Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)
Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)
Hot Rod: 10*?
Ég hefði smellt 8*.
Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…
En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)
Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)
hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.