• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
You are here: Home / Kvikmyndagagnrýni

Kvikmyndagagnrýni

Kvikmyndagagnrýni (plaköt)

Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt.

Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin.

Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur.

Hlaðvarp um kvikmyndir  

Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp. 

Sort list by: title | rating | view date ↓

  • March, 2012

  • Show the reviewHide the reviewHaywire (2011) 7/10

    2012-03-02 00:39
    * * * * * * *

    Mjög spennandi mynd. Töff. Trúverðug (og flott) action atriði - engin ýkt hljóð eða annað of "Hollywood legt". Nokkuð gott handrit. Stemningin/bragurinn var nokkuð sérstakur - tónlistin setti svolítið línuna - ég fékk smá "film noir" vibe.

    0.3
  • February, 2012

  • Show the reviewHide the reviewHappy (2011) 6/10

    2012-02-11 18:45
    * * * * * *

    Áhugaverð mynd. Mikið af fróðlegum punktum. Skemmtileg. Mjög fyndin á köflum :)

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewChronicle (2012) 7/10

    2012-02-05 22:31
    * * * * * * *

    Töff mynd. Spennandi. Skemmtileg. Flott action atriði - mjög góð action keyrsla í lokinn. Skemmtileg og flott myndataka. Í svipuðum stíl og Cloverfield - mestöll myndin er séð í gegnum myndavélina sem aðalpersónurnar eru með. Gott handrit. Nokkuð magnað að leikstjórinn, Josh Trank, er bara 26 ára - eins og Max Landis sem skrifaði handritið með honum.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewOne for the Money (2012) 6/10

    2012-02-04 23:31
    * * * * * *

    Fínasta afþreying. Fyndin og nokkuð spennandi á köflum. Maður hafði samt á tilfynningunni að þessi mynd höfðaði aðeins meira til kvenna. Leikstjórinn og handritshöfundarnir eru kvenmenn + byggt á bók eftir kvenmann.

    0.3
  • January, 2012

  • Show the reviewHide the reviewContraband (2012) 7/10

    2012-01-23 02:07
    * * * * * * *

    Mjög töff mynd. Virkilega spennandi og gott action. Mjög vönduð. Fullt af góðum leikurum. Gaman að sjá svona risamynd sem Íslendingur leikstýrir. Að mörgu leyti lík Reykjavík-Rotterdam, þeir heimfærðu ýmis atriði en í grunninn var margt eins/svipað.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Sitter (2011) 6/10

    2012-01-10 22:23
    * * * * * *

    Mjög fyndin mynd. Algjört rugl. Skemmtilegt rugl.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewSherlock Holmes: A Game of Shadows (2011) 8/10

    2012-01-07 02:06
    * * * * * * * *

    Mjög góð mynd. Skemmtileg, flott, spennandi, fyndin... Er alveg að fíla stílinn hjá Guy Ritchie - mjög töff action atriði. Robert Downey Jr. er alltaf góður að leika svona klikkaðar persónur - mjög gaman af honum.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Matrix (1999) 9/10

    2012-01-01 23:36
    * * * * * * * * *

    Virkilega góð mynd. Rosalega góð action atriði. Spennandi, töff, flott, skemmtileg... Klárlega ein af uppáhalds myndunum mínum. Þetta var kannski í 4. eða 5. skiptið sem ég horfði á hana. Ég hefði örugglega gefið henni 10 stjörnur ef ég hefði ekki séð hana áður.

    0.3
  • December, 2011

  • Show the reviewHide the reviewLove Actually (2003) 7/10

    2011-12-25 23:28
    * * * * * * *

    Hugljúf og skemmtileg mynd. Fínasta jólamynd (ofarlega á listanum yfir góðar jólamyndir). Fullt af góðum leikurum. Það getur verið erfitt að vera með svona margar sögur í gangi sem tengjast, en það gengur ágætlega upp í þessari mynd.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewMission: Impossible - Ghost Protocol (2011) 8/10

    2011-12-23 00:14
    * * * * * * * *

    Mjög flott og skemmtileg mynd. Vel gerð, flott myndataka og flott location/umhverfi/staðsetning myndatöku. Virkilega spennandi, maður var alveg á nálum... Ekki alltof ótrúleg, alveg innan marka ;) Það væri fróðlegt að vita hversu mikið Apple styrkti þessa mynd ;)

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Proposal (2009) 5/10

    2011-12-19 01:01
    * * * * *

    Nokkuð fyndin. Frekar fyrirsjáanleg. En fínasta afþreying.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewThe Rum Diary (2011) 6/10

    2011-12-11 23:03
    * * * * * *

    Skemmtileg mynd. Fyndin. Góð saga. Skemmtilega rugluð - Johnny Depp er alltaf góður að leika svona ruglaðar/ringlaðar persónur. Giovanni Ribisi lék líka skemmtilega persónu. Skaðar ekki að þetta er byggt á bók eftir Hunter S. Thompson - minnti mann smá á Fear and Loathing in Las Vegas (með þybbinn sidekick og alles, bara mun minni geðveiki). En það hefði mátt vera aðeins meira action, aðeins meiri keyrsla... Trailer-inn gaf til kynna að það væri aðeins meiri spenna.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewA Very Harold & Kumar 3D Christmas (2011) 7/10

    2011-12-10 00:15
    * * * * * * *

    Algjört rugl. Mjög fyndið rugl. Skemmtileg 3D mynd - notaði tæknina nokkuð vel. Fullt af skemmtilegum leikurum - t.d. Amir Blumenfeld sem ég hef verið að fylgjast með í nokkurn tíma í Jake & Amir seríunni. Krakkinn var líka skemmtilegur karakter. Neil Patrick Harris var hress/klikkaður eins og venjulega.

    0.3
  • November, 2011

  • Show the reviewHide the reviewTower Heist (2011) 6/10

    2011-11-12 00:44
    * * * * * *

    Nokkuð góð mynd. Fyndin. Spennandi. Óþarfa að spá of mikið í lógík og trúverðugleika ;) Nóg af þekktum leikurum. Skemmtileg mynd. Fínasta afþreying.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewBand Baaja Baaraat (2010) 3/10

    2011-11-04 23:59
    * * *

    Löng og langdregin (hæg). Söngur og dans. Fyrirsjáanleg. Það gerist nánast aldrei að maður spóli áfram í gegnum mynd, en það var gert með þessa mynd.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewDabangg (2010) 6/10

    2011-11-03 22:56
    * * * * * *

    Fyrsta Bollywood mynd sem ég sé :) Skemmtileg. Fyndin. Spennandi. Kjánaleg. Gaman að kynnast öðrum menningarheimum. Ágætis keyrsla. Skemmtileg (fyndin) söng- og dansatriði. Líka hressandi over-the-top action atriði.

    0.3
  • October, 2011

  • Show the reviewHide the reviewWinnie the Pooh (2011) 7/10

    2011-10-23 21:36
    * * * * * * *

    Fyndin og hugljúf mynd. Skemmtileg. Góð saga. Bangsímon og félagar eru alltaf með einhvern góðan boðskap :) Leit vel út - vel gerð. Líka skemmtileg stuttmynd sýnd á undan - um Nessie (Loch Ness).

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewYou Again (2010) 5/10

    2011-10-22 21:35
    * * * * *

    Nokkuð fyndin. Ekki æðislegur leikur. Handritið ekki nógu solid. Smá kjánaleg á köflum. Stundum líka ekki alveg nógu trúverðug/lógísk.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewCity State (2011) 7/10

    2011-10-22 00:05
    * * * * * * *

    Já, eða s.s. Borgríki eins og hún heitir víst. Mjög kúl mynd. Gaman að sjá svona flottar íslenskar spennumyndir. Sérstaklega áhugavert að myndin öll var tekin upp á Canon 5D Mark II. Skemmtilegt líka að sjá samstarfsmann sinn leika í henni :) Nokkuð brútal á köflum... slatti af ofbeldi. Nokkrar sögur í gangi - sem gat orðið örlítið ruglingslegt á köflum. Spennandi og nokkuð vel leikin. Áhugaverðar persónur.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewBridesmaids (2011) 7/10

    2011-10-09 12:42
    * * * * * * *

    Mjög fyndin mynd. Nett vitleysa og fíflalæti, sem er einmitt yfirleitt fyndnast :) Megan persónan (Melissa McCarthy - "Go" crew reprasent!) var eiginlega best - algjör snilld.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewContagion (2011) 6/10

    2011-10-03 00:47
    * * * * * *

    Góð mynd. Samt töluvert hægari en trailer-inn gaf til kynna. Bjóst kannski við aðeins meiri action og "mass hysteria". Mikill fókus á rannsóknina á vírusinum. En þetta var spennandi mynd. Fullt af góðum leikurum. Apple voru greinilega að styðja framleiðslu myndarinnar - liggur við að allir voru með iPhone ;) Soderbergh notaði RED myndavélarnar enn og aftur til að taka upp þessa mynd. Ég held að hann sé alveg hættur að nota eitthvað annað... En já, þetta er mynd sem skilur smá eftir - fær mann til að hugsa. Varðandi svona faraldra, hverjum maður á að treysta, hvort lyfjafyrirtækin séu að ýta undir svona hræðsluáróður... Tók líka eftir að strax í hlénu var ég meira meðvitaður um hvernig vírusar og pestir berast, hvað ég var að snerta...

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewFörin til Mars 3/10

    2011-10-02 17:30
    * * *

    Geðveiki. Drama. Áhugavert að sjá svona pólskt partý. #RIFF

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewCome to Harm (2011) 4/10

    2011-10-02 17:15
    * * * *

    Eða "Skaði" eins og hún er kölluð á íslensku. Vel gerð. Nokkuð gott handrit. #RIFF

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewLítill geimfari 3/10

    2011-10-02 16:56
    * * *

    Spes. Voða arty. Amman var fyndinn karakter. #RIFF

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewÞegar Kanínur Fljúga (2011) 5/10

    2011-10-02 16:37
    * * * * *

    Tragikómedia eins og henni er lýst. Nokkuð fyndin. #RIFF

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewGodur Stadur (2011) 5/10

    2011-10-02 16:14
    * * * * *

    Nokkuð fyndin. Spes persónur. Ágætlega sniðugt handrit. #RIFF

    0.3
  • September, 2011

  • Show the reviewHide the reviewDrive (2011) 8/10

    2011-09-29 23:50
    * * * * * * * *

    Mjög kúl mynd. Flott myndataka. Flott tónlist. Góðir leikarar. Töff andrúmsloft. Spennandi. Gott action. Vel gerð. Vel staðsettar þagnir ;) Frekar brútal á köflum. Aðeins of ofbeldisfull fyrir kærustuna ;)

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewWarrior (2011) 7/10

    2011-09-15 23:36
    * * * * * * *

    Töff mynd. Spennandi. Góð saga. Nokkuð vel leikin. Drama. Flott myndataka. Vel gerð, vönduð. Töluvert betri en trailer-inn gaf til kynna - hann var ekki alveg að selja mér þetta...

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewKnuckle (2011) 5/10

    2011-09-08 22:21
    * * * * *

    Áhugaverð heimildamynd. Frekar brútal stundum. Þessir sígaunar eru frekar spes, hvernig þeir tala, haga sér... Fyndnir - sérstaklega Big Joe, algjör karakter. Myndin er s.s. um hnefaleika (bare knuckle fighting) milli sígauna-fjölskyldna. Minnti mig að sjálfsögðu á Mickey úr Snatch. Nokkuð sorglegt að sjá litlu strákana horfa upp til þeirra sem voru að slást. Þetta "stríð" hjá þeim er frekar kjánalegt... komið út í rugl.

    0.3
  • Show the reviewHide the reviewCharlie Wilson's War (2007) 6/10

    2011-09-03 16:40
    * * * * * *

    Góð mynd. Áhugaverð - gaman að fræðast um þennan hluta af kalda stríðinu. Góðir leikarar. Aaron Sorkin skrifaði handritið þannig að oft var mikið í gangi, hröð samtöl og erfitt að ná öllu.

    0.3

← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 next →

List generated by WP Movie Ratings.

Síðast uppfært 13. February, 2022

Share this:

  • Share
  • Facebook
  • Twitter
  • Tumblr
  • Pinterest
  • Reddit
  • LinkedIn
  • Print
  • Email

Reader Interactions

Comments

  1. Bjössi says

    24. November, 2007 at 0:36

    þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.

    Reply
  2. Hannes says

    24. November, 2007 at 1:31

    Vei, fyrsta kommentið hérna :)

    Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)

    Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.

    Reply
  3. maple says

    11. February, 2008 at 21:28

    mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir

    Reply
  4. Hannes says

    13. February, 2008 at 0:30

    hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?

    En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)

    Reply
  5. maple says

    13. February, 2008 at 10:59

    ein á mánuði ef hún er á bíórásinni

    Reply
  6. Haukur says

    21. October, 2008 at 10:07

    Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.

    Reply
  7. siggasig says

    27. May, 2009 at 23:26

    Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.

    Reply
  8. Hannes says

    28. May, 2009 at 0:34

    Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)

    Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)

    Reply
  9. Geiri says

    4. June, 2009 at 16:36

    Hot Rod: 10*?
    Ég hefði smellt 8*.

    Reply
  10. Hannes says

    4. June, 2009 at 23:32

    Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…

    En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)

    Reply
  11. Sara says

    6. March, 2010 at 14:08

    Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)

    Reply
  12. Hannes says

    6. March, 2010 at 15:19

    hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.

    Reply

Leave a Reply Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Creativity App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.

Copyright © 2023 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
 

Loading Comments...