Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt.
Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin.
Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur.
Hlaðvarp um kvikmyndir
Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp.
Sort list by: title | rating | view date ↓
December, 2013
-
Anchorman 2: The Legend Continues (2013)
2013-12-22 00:24Fyndin mynd. Skemmtileg vitleysa. Klassískur Anchorman (Will Ferrell/Adam McKay/Judd Apatow) húmor. Góð skot á Fox News og aðrar innihaldslausar og öfgafullar fréttir. Fullt af snilldar cameos. Það er smá auka brot í lokinn eftir credit listann, ekkert brillíant, en gaman samt að sjá það.
0.3 -
2013-12-16 00:38
Spennandi. Gott action. Ekta Jason Statham mynd (þar sem hann er ótrúlega harður og lemur vondu kallana), klikkar ekki. Kom skemmtilega á óvart að Sylvester Stallone skrifaði handritið (og framleiddi).
0.3 -
The Hunger Games: Catching Fire (2013)
2013-12-04 00:26Mögnuð mynd! Rosalega spennandi - eiginlega allan tímann. Drama & action + smá rómó. Góð saga og áhugaverðar persónur. Magnaður heimur sem er búið að búa til. Þótt myndin sé ca. 2,5 klst. þá var hún langt frá því að vera langdregin - þetta leið mjög hratt - myndin var það spennandi og það góð keyrsla. Hélt manni alveg við efnið :) Hlakka til að sjá restina af þessari seríu.
0.3 November, 2013
-
Ferris Bueller's Day Off (1986)
2013-11-24 23:26Skemmtileg mynd. Gott grín. Skemmtilega súr á köflum. Gaman að sjá loksins þessa klassík.
0.3
* Kvikmyndaklúbburinn Leslie Halliwell horfði saman á þessa. -
2013-11-23 02:54
Spennandi. Gott action. Fullt af flottum tæknibrellum. Alltaf gaman að sjá smá íslenskt landslag í svona risastórum kvikmyndum. By the way, það er smá auka atriði í lokinn eftir credit listann.
0.3 -
2013-11-08 21:16
Spennandi. Áhugavert plot, en smá skrýtið (ruglingslegt). Endirinn var ekki alveg nógu "satisfying". Smá súr kvikmyndastíll.
0.3
* Ég horfði á þessa mynd í flugvél (sem getur skemmt smá upplifunina). October, 2013
-
2013-10-26 21:21
Rosalega spennandi! Intense. Töff tónlist, gerði mikið fyrir stemninguna. Góðir leikarar. Myndin leit vel út. Flott myndataka. Glæsileg tölvugrafík - mjög raunveruleg. 3D var að koma ágætlega út á köflum. Gaman að sjá slatta af Íslendingum á credit listanum. Mögnuð mynd, gott stöff.
0.3 -
2013-10-23 23:10
Áhugaverðar pælingar. Setja sér markmið. Sjá þau fyrir sér og hafa augun opin fyrir tækifærum. Hefur virkað hjá mér að vissu leyti ;)
0.3 -
2013-10-13 23:17
Úff... átakanleg mynd. Dark. Langt frá því að vera hugljúf/happy-go-lucky. En hún var spennandi og vel leikin. Fínt handrit/plot. Fínasta leikstjórn og myndataka. Frekar dökk áferð á myndinni. Það var nokkuð þungt yfir fólki þegar það yfirgaf bíósalinn... Kæmi ekki á óvart ef þessi mynd fengi einhverjar Óskars-tilnefningar.
0.3 September, 2013
-
The Perks of Being a Wallflower (2012)
2013-09-22 13:19Voða krúttleg, en samt smá þung indie "erfitt að vera táningur" kvikmynd.
0.3 -
2013-09-18 22:49
Mjög fyndin mynd :) Spennandi. Fínasta action. Gott fjör. Mjög fín sci-fi skemmtun. Það var alveg smá Shaun of the Dead/Hot Fuzz stemning í þessari mynd. Skrýtið að þessi mynd fari ekki í almenna sýningu í bíóhúsum hérna. En gaman að ná henni á einni af þessum örfáu sérsýningum.
0.3 -
2013-09-13 23:39
Eða "Malavita" eins og hún virðist vera kölluð í Evrópu. Ágætis afþreying. Nokkuð skemmtilegar persónur. Glettilega fyndin á köflum. Mér fannst smá metnaðarleysi í handritinu - þá aðallega í kringum eitt atriði. Ágætlega spennandi.
0.3 -
2013-09-08 22:38
Töff mynd. Spennandi. Gott action. Áhugaverð vísindaskáldsaga - enn og aftur er spáin fyrir framtíðina ekkert rosalega björt ;) Topp afþreying.
0.3 -
2013-09-07 23:28
Skemmtileg mynd og hrífandi. Áhugaverð og mögnuð saga. Fullt af fínum leikurum.
0.3 -
2013-09-03 23:45
Áhugaverð mynd. Spennandi. Twisted. Klikkuð. Ekki alveg feel-good mynd ;) Skemmtilegt að sjá lög með Gísla Pálma í myndinni. Ágætt að hún var bara 76 mín., hefði ekki nennt að horfa á mikið lengri útgáfu af þessari mynd.
0.3
* Ég sá þessa mynd í flugvél. -
2013-09-01 23:41
Spennandi. Ágætis action. Brútal ofbeldi (veit ekki hvort það hafi verið sniðugt að ég hafi verið svona ungur þegar ég sá hana fyrst). Snilldar línur ;) Skemmtilega hallærislega gamaldags. Eldist sæmilega.
0.3 August, 2013
-
2013-08-29 23:38
Jájá, fín mynd. Action og læti. Sly grjótharður. Enginn topp leikur í gangi.
0.3 -
2013-08-25 23:25
Nett klikkuð mynd. Smá spes klipping/flæði - eiginlega eins og flashforwards og flashbacks (audio og/eða visual) fram og til baka. Blandaði söguþræðinum smá saman, en að vissu leyti áhugaverð aðferð, setti smá stíl á myndina. Töff tónlist. Handritið var frekar takmarkað. Sæmileg heilalaus þynnku-mynd.
0.3 -
2013-08-21 23:03
Fínasta afþreying. Fyndin & spennandi. Ágæt saga. Dash af action og dash af gríni - góð blanda. Denzel Washington og Mark Wahlberg eru topp leikarar. Þeir voru góðir saman. Baltasar er með'etta - gaman að sjá hvað hann er að gera góða hluti.
0.3 -
2013-08-17 22:42
Ágætis grínmynd. Fínasta saga, þótt hún hafi verið að vissu leyti formúlukennd (og fyrirsjáanleg). Fínir leikarar.
0.3 -
2013-08-11 01:43
Áhugaverð vísindaskáldsaga. Nokkuð spennandi. Sagan var reyndar smá ruglingsleg - það hjálpaði að lesa Wikipedia greinina eftirá til að átta sig betur á þessu ;) Tónlistin var nokkuð kúl - flott að fá M83 til að semja tónlistina fyrir myndina, smá elektró í þessu ;) Smá Tron/Daft Punkt stemning, en samt alls ekki eins. Rosalega flott mynd, leit vel út - vandað til verka þar. Alltaf gaman að sjá Ísland í bíómyndum/sjónvarpsþáttum - þetta er svo mögnuð náttúra, mjög myndræn :)
0.3 -
The Queen of Versailles (2012)
2013-08-03 23:51Áhugaverð heimildamynd. Sýnir hvað 2008 hrunið breytti öllu - bara aðeins öðruvísi vinkill ;) Áhugaverðar persónur. Smá klikkað að hún hélt áfram að eyða í óþarfa hluti þegar þau voru í óvissu með peningana sína (ættu að vera að spara). Mjög sérstakur lífstíll.
0.3 -
2013-08-03 01:25
Fínasta afþreying. Ágætt action og nokkuð spennandi á köflum. Fyndin. Nokkur atriði þar sem var smá random (en töff) myndataka/klipping. Flottir leikarar - snilld hvernig John Malkovich getur tjáð sig með svipbrigðum. En það vantaði samt smá upp á heildina, til að gera myndina meira "solid" - betra flæði, betra handrit... eitthvað.
0.3 July, 2013
-
2013-07-24 00:34
Mjög fyndin mynd. Spennandi. Melissa McCarthy er svo mikill snillingur - leikur alltaf mjög skemmtilegar persónur. Gott handrit - fullt af snilldar línum og atriðum. Topp afþreying.
0.3 -
2013-07-13 01:42
Rosalega spennandi mynd! Hörku action. Mjög góð keyrsla. Vel leikstýrð, flott myndataka og leit vel út. Nokkur atriði sem komu ágætlega vel/skemmtilega út í 3D. Áhugaverður söguþráður. Mér finnst zombie hugmyndafræðin mjög skemmtileg. Þetta var áhugaverður vinkill - uppvakningarnir í þessari mynd voru brjálaðari, kraftmeiri og árásargjarnari heldur en í öðrum zombie söguheimum (eins og t.d. sjónvarpsþáttunum The Walking Dead). Sem gerði þetta að vissu leyti meira spennandi (af því að það var minni von, meiri hætta, meiri óvissa). Mjög góð mynd. Kúl stöff. Fullt af fínum persónum og leikurum. Brad Pitt var töffari.
0.3 -
2013-07-10 00:54
Mjög spennandi og fyndin. En algjört rugl. Fyndið rugl. Skuggalega súr - allnokkur WTF?! atriði. Fullt af skemmtilegum cameos. Þrátt fyrir töluverðan súrleika þá var þetta umfram allt góð skemmtun :) Líka falleg skilaboð ;)
0.3 -
2013-07-05 23:07
Vandræðaleg mynd. Duplass bræðurnir eru líklega svolítið fyrir svona vandræðaleg og "raunveruleg" samtöl. Smá drama. Kjánalega fyndin. Indie. Ágætis saga.
0.3 -
2013-07-03 00:55
Mjög spennandi mynd. Hörku action - góð keyrsla. Slatti af þekktum leikurum. Leit vel út - flott myndataka og leikstjórn. Roland Emmerich missti sig reyndar aðeins í væmni og Ameríku-dáð í lokinn (eða sá sem bar ábyrgð á því). Mjög svipað concept og Olympus Has Fallen, en mér fannst þessi kannski aðeins betri - alla vega að sumu leyti.
0.3 June, 2013
-
The Incredible Burt Wonderstone (2013)
2013-06-29 21:04Ágætis afþreying. Ágætlega fyndin. Silly. Mér fannst töluvert verið að skjóta á David Blaine (og aðra sambærilega gaura).
0.3
← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 next →
List generated by WP Movie Ratings.
Síðast uppfært 24. July, 2024
Bjössi says
þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.
Hannes says
Vei, fyrsta kommentið hérna :)
Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)
Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.
maple says
mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir
Hannes says
hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?
En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)
maple says
ein á mánuði ef hún er á bíórásinni
Haukur says
Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.
siggasig says
Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.
Hannes says
Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)
Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)
Geiri says
Hot Rod: 10*?
Ég hefði smellt 8*.
Hannes says
Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…
En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)
Sara says
Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)
Hannes says
hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.