
Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt.
Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin.
Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur.
Hlaðvarp um kvikmyndir
Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp.
Sort list by: title | rating | view date ↓
February, 2008
-
2008-02-05 22:13
Öss! Þetta var rosalegt... alveg mögnuð mynd. 250% RDS af blóði, byssum og sprengingum. 100% skemmtun. Svona á sko að gera action myndir - vopn með alvöru krafti og líkamspartar fljúgandi út um allt. Geðveikur action-roller coaster í lokinn - maður var alveg gapandi hvað þetta var mikil snilld. John Rambo still got it :)
0.3 -
2008-02-04 01:31
Svolítið skrítin/súr sci-fi mynd... en nokkuð spennandi - líka smá áhugaverðar pælingar. Brad Pitt er langbestur þegar hann er að leika sækó persónur (eins og t.d. Tyler Durden).
0.3 -
2008-02-03 20:39Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street (2007)
Tim Burton og Johnny Depp - getur ekki klikkað... Ég hef nú ekki séð margar söngvamyndir - en þetta var alveg að virka, var ekkert kjánalegt/skrítið þótt það var verið að syngja mest allan tíman. Mjög flott mynd - Tim Burton er mjög visual... Sacha Baron Cohen var alveg að gera góða hluti - langfyndnasti karakterinn.
0.3 -
2008-02-03 14:37
Svona til að hita upp fyrir Rambo 4 ákvað ég að tékka á fyrstu myndinni - ég held að ég hafi ekki séð hana áður... Töff mynd - John Rambo er badass, lítið annað sem þarf að segja.
0.3 January, 2008
-
2008-01-29 01:04
Já, listaverk verða yfirleitt vinsælli eftir að listamaðurinn er dáinn... Crew-ið hérna var að horfa á þessa mynd þannig að maður tékkaði á þessu. Fín mynd - vel gerð og allt það, en svolítið slow á köflum.
0.3 -
2008-01-27 01:09
Wes Anderson býr alltaf til myndir með mjög sérstökum persónum... og hann er mikið fyrir súrrealísk atriði og samtöl - sem gerir myndina sprenghlægileg á köflum. Vel leikstýrð og umgjörðin (costume & set design) var líka mjög flott. Svolítið sérstakt að fara á mynd með ekkert hlé - en skemmtileg tilbreyting. Síðan var stuttmyndin Hotel Chevalier sýnd á undan - hún er reyndar með sér IMDb færslu þannig að ég gæti í rauninni verið með sér færslu hérna um hana en ég held ég hafi bara full-length myndir hérna. Það var alla vega sama stemmning í henni - quirky og fyndin.
0.3 -
2008-01-25 23:58
Mjög töff mynd. Skemmtilegur myndastíll - ef þú fílar ekki þegar myndavélin er á hreyfingu þá er þetta alls ekki mynd fyrir þig - myndin er s.s. öll frá sjónarhorni fólksins sem heldur á myndavélinni. Mjög góð action/skrímsla mynd - góð keyrsla, maður lifði sig alveg inn í þetta (nánast eins og maður væri gaurinn sem hélt á myndavélinni). Það hjálpaði líka að gera myndina "raunverulegri" að aðalleikararnir eru ekki mjög þekktir.
0.3
Uppfært: Ég var reyndar að fatta að þótt þessi myndastíll sé skemmtileg tilbreyting þá er þetta ekki alveg ný uppfinning hjá þeim - Blair Witch Project notaði náttúrulega sömu tækni. Nú hafa báðar þessar myndir verið kallaðar ódýrar í framleiðslu - það er kannski bara gott trick til að halda niður kostnaði - láta leikarana bara halda á myndavélinni ;) -
2008-01-21 23:24
Jahá... mögnuð mynd. Maður tekur þetta náttúrulega með smá salti en hann er nú ekki beint að ljúga - þetta er frekar fkd þarna í USA. Þetta er greinilega ekki kerfi sem er að virka fyrir alla - vonandi fara þeir að breyta þessu fljótlega. Það er náttúrulega fáránlegt að börn deyji af því að spítalinn sem er nálægastur er ekki samþykktur af tryggingunum. En já, áhugaverð mynd - fróðlegt að læra meira um þetta HMO kerfi.
0.3 -
2008-01-21 02:42
Áhugaverð mynd - ég vissi í rauninni voða lítið um morðið á Robert F. Kennedy - gaman að fræðast meira um þetta. Margar skemmtilegar sögur í gangi. Fullt af frægum leikurum (og það gengur alveg upp - fer ekki í rugl eins og gerist stundum) - margir að standa sig mjög vel. Síðan var líka skemmtilegt hvernig það voru notaðar gamlar fréttaklippur frá þessum tíma - náðu að blanda þessu eðlilega saman þannig það var eins og þetta hafi allt verið tekið upp á sama tíma.
0.3 December, 2007
-
2007-12-31 02:57Good Night, and Good Luck. (2005)
Ekta Óskars-mynd - vann reyndar ekki neitt þrátt fyrir 6 tilnefningar. En mjög vel gerð mynd. Samt svona í hægari kantinum - ádeila á kommúnistaofsóknir, drama...
0.3 -
2007-12-30 07:05
Léttmeti... eða svona, frekar formúlukennt - bjóst alveg við því... Ungt og sexy fólk að leika sér í útlöndum og hvað ætli gerist - jú, einhverjir vondir menn koma og vilja meiða þau - da-DA-RA :) En þetta er frekar creepy plot - fær mann ekkert geðveikt til að langa fara til Brasilíu/Suður-Ameríku ;) Gaman að sjá Desmond Askew úr Go aftur. ***SPOILER ALERT*** (ok, kannski ekki neinn geðveikur spoiler, en ef þú vilt ekki vita neitt um myndina þá geturu bara hætt að lesa núna) Það sem var eiginlega svona "hryllilegast" við þessa hryllingsmynd var eltingaleikurinn í vatnshellinum (eða hvað sem maður getur kallað þetta) - frekar frumlegt, hef ekki séð svona áður. Maður fékk alveg netta innilokunartilfinningu.
0.3 -
2007-12-30 06:54
Ekta indie mynd. Kostaði bara $300,000 - en samt með nokkra alveg vel þekkta leikara - greinilegt að fólk hefur tekið þátt í þessu til að sýna listrænu hæfileika sína ;) Enda fékk mamman (Patricia Clarkson) Óskarstilnefningu. Svona létt drama - svarti sauðurinn fluttur í stórborgina og er að reyna redda sér en ætlar að bjóða allri fjölskyldunni í thanksgiving mat... Alltaf gaman af New York myndum - nokkur skemmtileg NY skot í myndinni.
0.3 -
2007-12-29 21:32
Mjög spes mynd... en skemmtileg. Ein af þessum költ myndum sem slær (óvart) í gegn. Alveg magnað hvað aðal persónurnar eru vandræðalegar og lúðalegar... en það er bara fyndið :)
0.3 -
2007-12-28 01:11
Flott mynd. Mjög töff að sjá New York alveg tóma - svona Palli var einn í heiminum dæmi... Vel leikin, vel leikstýrð og áhugaverð saga - bara mjög góð í alla staði. Fékk mann líka alveg til að bregða nokkrum sinnum ;)
0.3 -
2007-12-27 03:17
Ég trúi því varla að maður hafi horft á þetta til enda... en svona er þetta, maður er bara að tjilla með fjölskyldunni og þetta er það sem er verið að glápa á. Ein væmnasta mynd sem ég hef séð. En það er svosem ekkert hræðilegt að glápa á Cameron Diaz ;) Síðan voru líka nokkur moment sem voru ágætlega fyndin.
0.3 -
2007-12-27 03:10
Klassískt bull og vitleysa a la Jack Black :) Frekar fyndið hvernig hann (og flestir aðrir) talaði ensku með spænskum hreim og spænsku-slettum. Kom út eins og eitthvað bulltungumál - svona hybrid ensk-spænska. En, s.s. funny stuff :)
0.3 -
2007-12-26 04:42Die Hard: With a Vengeance (1995)
Die Hard maraþonið heldur áfram :) Ekta action mynd með kómísku ívafi (eins og allar Die Hard myndirnar). Bruce Willis og Samuel L. Jackson eru gott teymi. Mér fannst reyndar í minningunni þessi mynd vera "meiri action" - en það er kannski af því að núna er maður vanur meiri hraða, fleiri byssum, stærri sprengingum, o.s.frv...
0.3 -
2007-12-25 16:28
Líka góð jólamynd ;) Af hverju þarf John McClane alltaf að vera á vitlausum stað á vitlausum tíma? En það er fínt - þá er allavega einhver til að redda hlutunum...
0.3 -
2007-12-25 16:25
Góð jólamynd :) John McClane er alltaf badass. Minnir svolítið á Jack Bauer - útsjónarsamur og þolir (nánast) endalausan sársauka ;)
0.3 -
2007-12-22 20:59
Hmm... ok, ég hef líklega séð hana áður - á Bíórásinni eða eitthvað. Eftir fyrstu mínúturnar fannst mér ég kannast við of mikið - "það getur ekki verið að ég hafi séð svona mikið í trailer-num..." ;) Það er einn kostur við að vera með svona síðu þar sem maður skráir niður þær kvikmyndir sem maður horfir á - það eru minni líkur að ég horfi "óvart" á bíómynd sem ég hef séð áður ;) En þessi mynd er mjög vel leikstýrð, vel gerð og vel leikin. En svolítið "þung" á köflum - dramatísk, hæg, ekki endilega mikið tal... Myndin er líka mjög "raunveruleg" - ekkert of mikið af "hollywood effects"...
0.3 -
2007-12-16 01:06
Simon Pegg klikkar ekki. Mjög fyndin mynd - snilldar karakterar. David Schwimmer stendur sig bara nokkuð vel sem leikstjóri. Að mörgu leyti klassísk hetjumynd (svona "from zero to hero").
0.3 -
2007-12-15 21:10
Feel good mynd + Will Ferrell sem álfur = Sprenghlægileg jólamynd. Held ég bara ein besta jólamynd sem ég hef séð.
0.3 -
2007-12-15 16:14
Bull og vitleysa - en maður bjóst alveg við því :) Alveg hægt að hlæja að þessu. Líka áhugaverðar pælingar - hvaða "þjóðhópar" eru að fjölga sér mest? Það er ekkert endilega "survival of the fittest" sem gildir lengur...
0.3 -
2007-12-12 21:12
Kúl mynd. Hörku spenna. Ekta sumar-spennumynd - hefði örugglega verið gaman að sjá þessa í bíó.
0.3 -
2007-12-11 00:45
Mjög dökk og drungaleg mynd - eiginlega svolítið "spes". En nokkuð vel leikin.
0.3 -
2007-12-10 21:41Futurama: Bender's Big Score (2007) (V)
Voða klassískt Futurama dót - eiginlega bara eins og mjög, mjög langur þáttur. Ekkert brillíant eða stanslaust fyndið, en alveg hægt að hafa gaman að þessu...
0.3 -
2007-12-08 00:38
Fínasta action mynd. Maður á náttúrulega að fara á svona myndir með það í huga að láta skemmta sér - ekkert að hafa of miklar áhyggjur af snilldar söguþræði eða stórleik. Rússneskar gellur þurfa heldur ekkert að leika frábærlega ;) Nóg af sprengingum, byssubardögum, sverðbardögum... og allt vel að staðið í þeirri deild. Síðan voru þeir ekkert að spara gerviblóðið - nettur splatter í gangi ;) Bara mjög töff mynd - líka ágætlega fyndin á köflum.
0.3 -
2007-12-02 14:55
Nokkuð góð mynd. Skemmtileg pæling að mannkynið geti allt í einu ekki fjölgað sér... Líka skemmtilegt að sjá eitthvað annað land en USA sem á að bjarga heiminum ;) Allar borgir í heiminum eru í rústi - "Only Britain soldiers on". Síðan var þetta meiri stríðsmynd en ég bjóst við - allavega kaflar sem mynntu svolítið á Saving Private Ryan eða Black Hawk Down.
0.3 November, 2007
-
2007-11-26 19:11
Virkilega góð mynd. Gott dæmi um mynd með fullt af góðum leikurum sem gengur upp. Eins og ég sagði þegar ég sá hana fyrst þá er þetta hörku handrit - hellingur af twist & turns, allir að svíkja alla - en samt ekki of flókið þannig að þetta var komið út í rugl. Martin Scorsese fékk loksins Óskarinn, átti það sannarlega skilið.
0.3
← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 next →
List generated by WP Movie Ratings.
Síðast uppfært 18. May, 2023
þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.
Vei, fyrsta kommentið hérna :)
Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)
Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.
mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir
hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?
En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)
ein á mánuði ef hún er á bíórásinni
Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.
Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.
Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)
Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)
Hot Rod: 10*?
Ég hefði smellt 8*.
Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…
En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)
Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)
hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.