• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
You are here: Home / Kvikmyndagagnrýni

Kvikmyndagagnrýni

Kvikmyndagagnrýni (plaköt)

Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt. 

Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin. 

Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur. 

Hlaðvarp um kvikmyndir  

Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp. 

Sort list by: title | rating | view date ↓

December, 2025

  • Home Alone (1990) 8/10

    2025-12-14 20:21
    * * * * * * * *

    Æðisleg fjölskylduvæn jólamynd. Fyndin og skemmtileg. Kósý nostalgía að horfa á hana aftur. #disneyplus

    0.3
  • Frankenstein (2025) 6/10

    2025-12-08 23:20
    * * * * * *

    Spennandi mynd. Fallegt kvikmyndaverk – alltaf metnaður hjá Guillermo del Toro. Ég var að fíla hvernig myndin fyllti út í sjónvarpsskjáinn. Morbid/nasty kaflar inn á milli (eins og kannski við mátti búast). Stundum smá leikrita-stemning. Stundum ljóðrænt. Frekar löng – stundum datt rytminn smá niður. #netflix

    0.3
  • The Family Plan 2 (2025) 6/10

    2025-12-07 17:17
    * * * * * *

    Ágætis afþreying. En handritið var stundum smá "off" – smá kjánalegt, spes samtöl... Það vantaði smá upp á keyrsluna (rytmann).

    0.3
  • Mickey 17 (2025) 6/10

    2025-12-06 23:16
    * * * * * *

    Quirky og skrýtin mynd. Áhugavert sci-fi. Fyndin, eða svona kómísk – ágætlega spes húmor. #hbomax

    0.3
  • Zootopia 2 (2025) 7/10

    2025-12-06 20:14
    * * * * * * *

    Mjög skemmtileg og spennandi fjölskyldumynd. Fínasta saga. Flottur heimur.

    0.3
  • Gladiator II (2024) 7/10

    2025-12-01 23:11
    * * * * * * *

    Spennandi mynd. Grípandi saga. Leit vel út – flott leikmynd/umgjörð. Það vantaði stundum smá upp á handritið. #primevideo

    0.3

November, 2025

  • Wicked: For Good (2025) 6/10

    2025-11-28 20:10
    * * * * * *

    Litríkt listaverk – flott leikmynd og myndataka. Epískur söngur. Gaman að þarna kom meiri tenging við Yellow Brick Road, Dorothy og gengið hennar. Ágætis fjölskyldumynd.

    0.3
  • The Running Man (2025) 7/10

    2025-11-21 23:01
    * * * * * * *

    Spennandi mynd. Hörku action. Fínn húmor. Skemmtilegt að það er búið að uppfæra ádeiluna. Fínasta afþreying.

    0.3
  • Klaus (2019) 7/10

    2025-11-21 20:00
    * * * * * * *

    Krúttleg fjölskyldumynd. Skemmtileg nálgun á uppruna-söguna í kringum jólasveininn. Fallega teiknuð. #netflix

    0.3
  • In Your Dreams (2025) 7/10

    2025-11-15 19:59
    * * * * * * *

    Skemmtileg og spennandi fjölskyldumynd. Fyndin. #netflix

    0.3
  • The Fantastic Four: First Steps (2025) 6/10

    2025-11-12 22:58
    * * * * * *

    Spennandi mynd. Flottar tæknibrellur. Fínasta ofurhetjumynd. En handritið (samtölin) var stundum smá klisjukennt. #disneyplus

    0.3
  • Black Bag (2025) 7/10

    2025-11-02 22:55
    * * * * * * *

    Spennandi spæjara-thriller. Töff vibes – týpískur Steven Soderbergh cool factor inn á milli. #primevideo

    0.3
  • Weapons (2025) 6/10

    2025-11-01 23:54
    * * * * * *

    Svakaleg hryllingsmynd – alveg psycho dæmi. Mjög spennandi. Manni brá slatta og maður var oft á nálum. Myndatakan var oft mjög creepy – tónlistin líka. Slatti af flottum leikurum. Frumleg mynd – saga sem kom á óvart og púslaðist vel saman í lokinn. Mörg atriði voru of mikil fyrir mig – þannig að ég gef henni ekki margar upplifunar-stjörnur – en hún var klárlega að virka vel sem hryllingsmynd. #hbomax

    0.3

October, 2025

  • Aladdin (2019) 6/10

    2025-10-27 19:53
    * * * * * *

    Gaman að sjá leikna útgáfu af þessari legendary teiknimynd. Nokkur extra skemmtileg lög – en sum ekki eins flott. Blái tölvuteiknaði Will Smith var ekki nógu smooth – smá "janky/glitchy". #disneyplus

    0.3
  • A House of Dynamite (2025) 7/10

    2025-10-26 22:52
    * * * * * * *

    Mjög spennandi mynd. Áhugavert að sjá þessa mismunandi vinkla af sömu tímalínunni. Mikið drama. Mikið af teasers sem maður hefði viljað sjá meira af, vita meira hvað gerðist... Ennþá að melta hvernig myndin endaði – þetta hefði næstum getað verið fyrsti þátturinn í magnaðri sjónvarpsseríu. Töff að Alaska atriðin voru tekin upp á Íslandi. #netflix

    0.3
  • Play Dirty (2025) 5/10

    2025-10-13 22:34
    * * * * *

    Quirky/kjánaleg mynd – smá spes. Smá fyndin. En handritið/leikurinn var stundum smá off. Sumar tæknibrellur (tölvugrafíkin) voru ekki alveg nógu eðlilegar. #primevideo

    0.3
  • One Battle After Another (2025) 9/10

    2025-10-07 23:54
    * * * * * * * * *

    Frábær mynd. Þétt keyrsla frá byrjun. Mjög einstakur húmor – en mjög fyndin. Skemmtilega öðruvísi og óvænt mynd. Flottir leikarar – klikkaðar og quirky persónur. Geggjuð myndataka. Góð tónlist sem passaði vel og gerði mikið fyrir atriðin.

    0.3
  • Superman (2025) 7/10

    2025-10-06 23:51
    * * * * * * *

    Fínasta ofurhetjumynd. Spennandi og flott action. Áhugaverð nálgun á Superman og hans baksögu – það verður fróðlegt að sjá hvernig James Gunn sér þennan nýja DC heim og hvernig Superman passar inn í það allt. #hbomax

    0.3

September, 2025

  • Unknown Number: The High School Catfish (2025) 6/10

    2025-09-22 14:49
    * * * * * *

    Sturlað dæmi. Alveg sjokkerandi/hneykslandi – en líka sorglegt. Áhugaverð/grípandi heimildamynd. #netflix

    0.3
  • Swiped (2025) 7/10

    2025-09-21 21:48
    * * * * * * *

    Fróðleg og skemmtileg/grípandi mynd. Spennandi – góð keyrsla sem hélt alveg athygli manns. Flottir leikarar. Ég var að fíla bakgrunns-tónlistina sem var vinsæl á þessum tíma. #disneyplus

    0.3
  • The Thursday Murder Club (2025) 7/10

    2025-09-01 21:46
    * * * * * * *

    Skemmtileg mynd. Hellingur af góðum leikurum. Fyndið að sjá aftur hópinn úr MobLand – Pierce Brosnan, Helen Mirren og Geoff Bell. Solid murder mystery. #netflix

    0.3

August, 2025

  • Migration (2023) 5/10

    2025-08-30 20:44
    * * * * *

    Fín fjölskyldumynd. Frekar basic handrit/saga. Vönduð teiknimynd – leit vel út. #netflix

    0.3
  • Mosul (2019) 7/10

    2025-08-29 23:41
    * * * * * * *

    Spennandi mynd. Brútal. Dramatísk. Solid myndataka. Framleitt af Russo bræðrunum. #netflix

    0.3
  • Ruby Gillman: Teenage Kraken (2023) 7/10

    2025-08-29 20:40
    * * * * * * *

    Skemmtileg fjölskyldumynd. Leit vel út. Fín saga – ágætlega spennandi. Minnti smá á Turning Red. #netflix

    0.3
  • La La Land (2016) 7/10

    2025-08-29 17:38
    * * * * * * *

    Listræn mynd. Arty. Litrík. Stundum eins og leikrit. Dramatísk ástarsaga. Hollywood nostalgía – ástarbréf til Hollywood/LA.

    0.3
  • Materialists (2025) 4/10

    2025-08-27 21:37
    * * * *

    Dramatískari og þyngri mynd en ég bjóst við. Þetta var auglýst sem rom-com, en ég tók ekki eftir comedy hlutanum. Ekki geggjað handrit. Ekki mjög sjarmerandi persónur. Ekki mikið fútt í þessari mynd, frekar hæg. Alveg áhugaverðar pælingar sem ádeila á samfélagið, dating menningu og hjónabönd.

    0.3
  • Nobody 2 (2025) 7/10

    2025-08-20 23:26
    * * * * * * *

    Action-mynd sem tekur sig ekki alvarlega. Góð skemmtun – ákveðinn rússíbani sem þarf bara að njóta án þess að hugsa of mikið út í lógík og handritið. Over-the-top ofbeldi og sprengingar, sem var smá kómískt. Slatti af one-liners; stundum töff, stundum fyndið, stundum kjánalegt. Hluti af endinum minnti mig á Home Alone. Í grunninn er þetta fyndin spennumynd.

    0.3
  • KPop Demon Hunters (2025) 8/10

    2025-08-17 21:09
    * * * * * * * *

    Skemmtileg og spennandi mynd. Flott lög – jafnvel gæsahúða-epísk stundum. Flott atriði – vönduð teiknimynd. Frábær fjölskylduvæn mynd. #netflix

    0.3
  • Freakier Friday (2025) 7/10

    2025-08-15 19:06
    * * * * * * *

    Skemmtileg mynd. Ágætlega fyndin inn á milli. Ég bjóst alveg við að hún yrði meira cringe kjánaleg, en það slapp ágætlega. Fín stefnumótamynd.

    0.3
  • The Naked Gun (2025) 8/10

    2025-08-13 22:58
    * * * * * * * *

    Mjög fyndin mynd – það var mikið flissað og hlegið. Skemmtilega gamaldags húmor – alveg flashback nostalgía í gömlu myndirnar. Sum atriðin voru meira bull & vitleysa en önnur (sem var mjög skemmtilegt 😂). Liam Neeson og Pamela Anderson voru mjög góð í þessum hlutverkum – gaman að sjá þau í svona kjánalegum aðstæðum. Ekta old-school afþreying.

    0.3

← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 next →

List generated by WP Movie Ratings.

Síðast uppfært 23. November, 2025

Share this:

  • Share
  • Click to share on Facebook (Opens in new window) Facebook
  • Click to share on X (Opens in new window) X
  • Click to share on Tumblr (Opens in new window) Tumblr
  • Click to share on Pinterest (Opens in new window) Pinterest
  • Click to share on Reddit (Opens in new window) Reddit
  • Click to share on LinkedIn (Opens in new window) LinkedIn
  • Click to print (Opens in new window) Print
  • Click to email a link to a friend (Opens in new window) Email

Reader Interactions

Comments

  1. Bjössi says

    24. November, 2007 at 0:36

    þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.

    Reply
  2. Hannes says

    24. November, 2007 at 1:31

    Vei, fyrsta kommentið hérna :)

    Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)

    Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.

    Reply
  3. maple says

    11. February, 2008 at 21:28

    mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir

    Reply
  4. Hannes says

    13. February, 2008 at 0:30

    hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?

    En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)

    Reply
  5. maple says

    13. February, 2008 at 10:59

    ein á mánuði ef hún er á bíórásinni

    Reply
  6. Haukur says

    21. October, 2008 at 10:07

    Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.

    Reply
  7. siggasig says

    27. May, 2009 at 23:26

    Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.

    Reply
  8. Hannes says

    28. May, 2009 at 0:34

    Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)

    Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)

    Reply
  9. Geiri says

    4. June, 2009 at 16:36

    Hot Rod: 10*?
    Ég hefði smellt 8*.

    Reply
  10. Hannes says

    4. June, 2009 at 23:32

    Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…

    En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)

    Reply
  11. Sara says

    6. March, 2010 at 14:08

    Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)

    Reply
  12. Hannes says

    6. March, 2010 at 15:19

    hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.

    Reply

Leave a Reply Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Brainstorming App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.
  • Remote Sparks – Async Work

Copyright © 2025 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
 

Loading Comments...