
Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt.
Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin.
Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur.
Hlaðvarp um kvikmyndir
Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp.
Sort list by: title | rating | view date ↓
October, 2025
-
2025-10-07 23:54
One Battle After Another (2025)
Frábær mynd. Þétt keyrsla frá byrjun. Mjög einstakur húmor – en mjög fyndin. Skemmtilega öðruvísi og óvænt mynd. Flottir leikarar – klikkaðar og quirky persónur. Geggjuð myndataka. Góð tónlist sem passaði vel og gerði mikið fyrir atriðin.
0.3 -
2025-10-06 23:51
Fínasta ofurhetjumynd. Spennandi og flott action. Áhugaverð nálgun á Superman og hans baksögu – það verður fróðlegt að sjá hvernig James Gunn sér þennan nýja DC heim og hvernig Superman passar inn í það allt. #hbomax
0.3 September, 2025
-
2025-09-22 14:49
Unknown Number: The High School Catfish (2025)
Sturlað dæmi. Alveg sjokkerandi/hneykslandi – en líka sorglegt. Áhugaverð/grípandi heimildamynd. #netflix
0.3 -
2025-09-21 21:48
Fróðleg og skemmtileg/grípandi mynd. Spennandi – góð keyrsla sem hélt alveg athygli manns. Flottir leikarar. Ég var að fíla bakgrunns-tónlistina sem var vinsæl á þessum tíma. #disneyplus
0.3 -
2025-09-01 21:46
The Thursday Murder Club (2025)
Skemmtileg mynd. Hellingur af góðum leikurum. Fyndið að sjá aftur hópinn úr MobLand – Pierce Brosnan, Helen Mirren og Geoff Bell. Solid murder mystery. #netflix
0.3 August, 2025
-
2025-08-30 20:44
Fín fjölskyldumynd. Frekar basic handrit/saga. Vönduð teiknimynd – leit vel út. #netflix
0.3 -
2025-08-29 23:41
Spennandi mynd. Brútal. Dramatísk. Solid myndataka. Framleitt af Russo bræðrunum. #netflix
0.3 -
2025-08-29 20:40
Ruby Gillman: Teenage Kraken (2023)
Skemmtileg fjölskyldumynd. Leit vel út. Fín saga – ágætlega spennandi. Minnti smá á Turning Red. #netflix
0.3 -
2025-08-29 17:38
Listræn mynd. Arty. Litrík. Stundum eins og leikrit. Dramatísk ástarsaga. Hollywood nostalgía – ástarbréf til Hollywood/LA.
0.3 -
2025-08-27 21:37
Dramatískari og þyngri mynd en ég bjóst við. Þetta var auglýst sem rom-com, en ég tók ekki eftir comedy hlutanum. Ekki geggjað handrit. Ekki mjög sjarmerandi persónur. Ekki mikið fútt í þessari mynd, frekar hæg. Alveg áhugaverðar pælingar sem ádeila á samfélagið, dating menningu og hjónabönd.
0.3 -
2025-08-20 23:26
Action-mynd sem tekur sig ekki alvarlega. Góð skemmtun – ákveðinn rússíbani sem þarf bara að njóta án þess að hugsa of mikið út í lógík og handritið. Over-the-top ofbeldi og sprengingar, sem var smá kómískt. Slatti af one-liners; stundum töff, stundum fyndið, stundum kjánalegt. Hluti af endinum minnti mig á Home Alone. Í grunninn er þetta fyndin spennumynd.
0.3 -
2025-08-17 21:09
Skemmtileg og spennandi mynd. Flott lög – jafnvel gæsahúða-epísk stundum. Flott atriði – vönduð teiknimynd. Frábær fjölskylduvæn mynd. #netflix
0.3 -
2025-08-15 19:06
Skemmtileg mynd. Ágætlega fyndin inn á milli. Ég bjóst alveg við að hún yrði meira cringe kjánaleg, en það slapp ágætlega. Fín stefnumótamynd.
0.3 -
2025-08-13 22:58
Mjög fyndin mynd – það var mikið flissað og hlegið. Skemmtilega gamaldags húmor – alveg flashback nostalgía í gömlu myndirnar. Sum atriðin voru meira bull & vitleysa en önnur (sem var mjög skemmtilegt 😂). Liam Neeson og Pamela Anderson voru mjög góð í þessum hlutverkum – gaman að sjá þau í svona kjánalegum aðstæðum. Ekta old-school afþreying.
0.3 -
2025-08-09 21:11
Fínasta afþreying. Ágætlega formúlukennd, en alveg spennandi og fyndin. #primevideo
0.3 -
2025-08-09 17:00
Skemmtilega kjánaleg mynd. Endirinn hefði getað verið vandaðari – hefði mátt vinna aðeins meira í honum. #disneyplus
0.3 -
2025-08-05 22:58
Eitthvað off við handritið (samtölin). Eitthvað off við bardagaatriðin – ekki alveg nógu vönduð. Ekki sérlega góð mynd – frekar slappt mest allt við hana. Skandall svo að hún endar í raun ekki, bara framhald í næstu mynd. Sérstaklega gróft að enda svona þegar það er ekki búið að staðfesta að það komi mynd #3. #netflix
0.3 -
2025-08-03 22:56
Flott umgjörð/sviðsmynd – búningar, bílar, byggingar... Áhugaverð (grípandi) saga. Spennandi. Solid action. Áhugavert að Ludwig Göransson sá um tónlistina og var líka framleiðandi. #hbomax
0.3 -
2025-08-03 16:42
Mjög áhugaverð saga. Spennandi. Skemmtilegar persónur. Smá triggerandi að horfa á mynd sem gerist í Covid þar sem allir eru á Zoom og með grímu 😅 Smá fyndið að þetta er byggt á bókinni The Antisocial Network og Winkelvoss tvíburarnir eru framleiðendur á þessari mynd.
0.3 July, 2025
-
2025-07-20 19:41
Spider-Man: Across the Spider-Verse (2023)
Skemmtileg og spennandi mynd. Mjög flottur stíll á henni – listaverk. Svakalega hröð keyrsla. Mjög skemmtileg tenging við hinar ýmsu Spider-Man myndir. Fyndin. #netflix
0.3 -
2025-07-18 19:40
Skemmtileg og spennandi fjölskyldumynd. Leit vel út – flottur heimur. Nokkrar lúmskar sci-fi tilvísanir (reffar) sem ég kunni að meta.
0.3 -
2025-07-12 18:20
The Greatest Beer Run Ever (2022)
Fyndin saga – magnað/ruglað að hann gerði þetta. Spennandi action inn á milli (seinni partinn).
0.3 -
2025-07-07 22:04
Fyndin hryllingsmynd – skemmtilega kjánaleg. Nicolas Cage er góður sem Dracula. Spennandi inn á milli og fínt action. Vissi ekki að þetta er byggt á sögu eftir Robert Kirkman, gaurinn á bak við The Walking Dead. #netflix
0.3 -
2025-07-07 21:03
Spennandi thriller. Ekki endalaust af zombie hryllingi og löngum intense senum, en alveg "jump scares" og nokkur lengri action atriði. Svo hægara drama inn á milli. Fróðlegt að sjá muninn á gæðunum á mynd frá 2002.
0.3 -
2025-07-06 22:02
Spennandi mynd. Fínasti thriller – solid handrit. Mjög gott spæjara action & eltingaleikir. #disneyplus
0.3 -
2025-07-04 21:01
Flott og skemmtileg mynd – fyndin spennumynd. Eitthvað solid við hana – ágætlega vandað. Skemmtilegir leikarar. Fínasta action og flottar tæknibrellur. Ekta afþreying – gott stöff. #primevideo
0.3 -
2025-07-01 23:38
Flott og spennandi mynd. Bæði falleg myndataka og töff myndataka. Ekki eins mikið af (löngum) stressandi zombie eltingaleikjum og "jump scares" eins og í fyrstu tveimur myndunum – farið örlítið mýkra í hryllinginn. Meira verið að byggja upp persónur, búa til drama... Áhugavert að sjá þeirra nálgun á "þroskaðan" zombie heim þar sem uppvakningar hafa verið til í áratugi – náttúran fær að blómstra 😉 Alveg nokkur creepy og WTF atriði.
0.3 June, 2025
-
2025-06-28 23:53
Að vissu leyti klassísk Jason Statham mynd, bara miklu lélegri en allar sem ég hef séð. Ekki alltaf svakalega vel leikin. Ekki alltaf geggjað handrit – svo mikið af hræðilegum wannabe töffara one-liners. Oft kjánaleg og klisjuleg stemning. Klippingin og ryþminn var stundum ekki smooth, ekki alveg að virka. Leikmyndin og umhverfið var oft aðeins of gervilegt – ódýrt – ekki vandað. Það magnaðasta við myndina er að þau enduðu hana þannig að það var opið (smá teaser) fyrir framhaldsmynd 🙃 #primevideo
0.3 -
2025-06-28 21:50
Svakalega spennandi zombie mynd – mjög stressandi á köflum. Brútal ofbeldi inn á milli. #netflix
0.3
← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 next →
List generated by WP Movie Ratings.
Síðast uppfært 18. August, 2025

þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.
Vei, fyrsta kommentið hérna :)
Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)
Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.
mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir
hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?
En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)
ein á mánuði ef hún er á bíórásinni
Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.
Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.
Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)
Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)
Hot Rod: 10*?
Ég hefði smellt 8*.
Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…
En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)
Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)
hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.