Follow @HannesJohnson

July 15th, 2006 @ 14:37 |

Hvað meinaru með official station?

Já, fólk er kannski að velta fyrir sér af hverju ég valdi nafnið OfficialStation.com. Svarið er í raun einfalt – FeitiDvergurinn.com var ekki laust… OK, jú það hefur líka smá með InterRail að gera og eitthvað sem maður lenti í í Rúmeníu…

Ég fór s.s. í InterRail ferð með Bjössa í 5 vikur sumarið 2004. Við tékkuðum meðal annars á Austur-Evrópu og fórum frá Búlgaríu til Rúmeníu.

Þegar lestin okkar kom til Bucharest hoppaði maður út, en var var um sig – maður hafði nú verið varaður við að meðal mánaðarlaun þarna eru nú ekki mjög há og fólk gæti verið ansi desperate. Það komu strax til okkar einhverjir gaurar og buðust til að bera töskurnar okkar. Ég afþakkaði það, ég er nú hraustur ungur maður og get alveg borið bakpokann minn sjálfur. Bjössi lét nú gabbast og endaði með að þurfa henda í þá einhverjum Evrum til að losna við þá. Jamm, það virðist vera svolítið um að maður þurfi að borga fólki til að losna við það þarna…

Næst á dagskrá var að redda sér miða til Budapest. Við fórum að miðasölunni og vorum eitthvað að leita að réttum bás til að kaupa miðana til Ungverjalands. Þá kom lítill og þybbinn maður til okkar sem vildi endilega hjálpa okkur með að kaupa miða. Hann sagði að til að kaupa miða til Ungverjalands þyrftum við að fara í aðra byggingu niðri í bæ. Hann sagði:

No problem, I am official station…

..og sýndi okkur einhver skilríki. Hann var náttúrulega með einhverja félaga sem áttu leigubíl sem átti að taka okkur að þessari byggingu. Maður var nú ekki alveg að treysta þessum gaur 100% en við hefðum bara buffað hann ef þetta færi út í eitthvað rugl.

Ég geri fastlega ráð fyrir að þeir hafi sett “túrista taxta” á þennan leigubíl – hann kostaði 650.000 og við vorum ekkert að fara neitt fáránlega langt. En við komumst loksins að þessari byggingu. Gaurinn var náttúrulega alltaf að fylgja okkur og sýndi okkur nákvæmlega hvar við gætum keypt miðana – hann talaði líka eitthvað við miðasölu-konuna og sagði hvert við ætluðum.

Glæsilegt, komnir með miðana… Við þökkuðum manninum fyrir hjálpina en þá vildi hann endilega eyða meira tíma með okkur – fara í sightseeing og eitthvað. En við vorum ekki alveg að nenna því. Þá fór hann eitthvað að tjá sig:

I am station. I am not taxi. I am official station…

..hann var svona örlítið pirraður en við vorum nú ekki alveg að skilja hann fyrst. En síðan fattaði ég að við þyrftum að borga fyrir leigubílnum hans aftur á lestarstöðina. Allt í lagi… fyrst vildi hann fá 600.000 en síðan er náttúrulega hættulegt að geyma alla peningana sína á sama stað – hann sá hvað við vorum vel múraðir og vildi fá 400.000 frá hvorum en síðan endaði þetta með að við borguðum honum samanlagt 1.100.000.

Jamm, hann fékk s.s. rausnarlegt “þjórfé” fyrir þessa hjálp. Síðan labbaði hann léttur á fæti í burtu með milljónina okkar – það voru sko jól hjá honum og fjölskyldu hans. Það má kannski nefna að 100.000 lei (gjaldeyrinn í Rúmeníu) var ca. 217 íslenskar krónur ;) Þannig að við vorum nú ekkert gífurlega ósáttir með þetta – við vorum komnir með miðana okkar svo við kæmumst á næsta áfangastað.

En það eru örugglega margir þarna sem eru mjög góðir í að “löglega” ræna túrista. Þessi rúmlega 2000 kall var nú ekkert fáránlega mikið fyrir okkur – en gaurinn hefur örugglega verið mjög ánægður með þennan auka bónus. Ég held ég hafi heyrt að meðal mánaðarlaun þarna hafi verið ca. €60

Já, þar hafið þið það… mér fannst þessi setning “I am official station” bara svo skemmtileg að ég ákvað að nota hana.

En er ekki alveg óþarfi að vera blogga mörgum sinnum í viku? Vill fólk fá meira blogg? – það yrði náttúrulega bara um allt og ekkert…

Síðan er ég búinn að bæta við töff myndum.

That’s a shrimp ass.
Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me